Ritmennt - 01.01.2004, Síða 124
ÞÓRÐURINGI GUÐJÓNSSON
RITMENNT
Ljósmynd: Björn I’orstcinsson.
Núpur í Dýrafirði. „varð mér þar óþægilegt þröngbýli."
Síra Jón bjó á Núpi fyrstu fimm árin eftir að hann fékk
Dýrafjarðarþing 1832.
móðir mín var eftir hjá mér á Núpi hið
fyrsta ár. Það ár komu tengdaforeldrar mínir
til mín, og fékk síra Þórður bislcupsleyfi að
fara frá brauðinu með því að síra Magnús,
sonur hans, þjónaði því [sbr. nmgr. 55], og
voru þau hjá mér eitt ár.65 Vildi þá móðir
mín komast í Vigur til föður míns, en félck
það ekki þegar þar kom og fór hún þá til
bróðurdóttur sinnar, Guðbjargar Þorláks-
dóttur, sem þá bjó á Hvítanesi með seinni
manni sínum, Marlcúsi Jónssyni.66 Lifði
móðir mín þar nokkur ár og varð hér um bil
85 ára gömul.
A Núpi bjó ég fimm ár, og varð mér þar
óþægilegt þröngbýli. Átti Brynjólfur á
Mýrum hálfan Núp en Guðmundur í
Alviðru hinn partinn. Oddur Gíslason, ætt-
aður úr Önundarfirði, átti nokkru áður Guð-
rúnu dóttur Brynjólfs,67 og varð það fyrir
framkvæmdir og staka viðleitni þess fólks
að ég varð næstum jarðnæðislaus, og fór ég
þaðan vorið 1837. Höfðu þeir tengdamenn
fengið sýslumann og prófast til að gefa sér
„Erklæringu" [þ.e. yfirlýsingu] að Núpur
burtu af staðnum; minnist hann á mikil skriðuföll
á tún og engjar sem hafi orðið um vorið 1831,
skemmdir á húsum af þeirra völdum og erfiðleika
sem hann hafi átt í vegna þessa. Hannes bætir
síðan við: „Sótti hann mjög fast að fá þessi brauða-
skipti við síra Jón Jónsson, en meginástæðan mun
hafa verið óvild sú er liann var kominn í við sókn-
armenn sína."
63 Sighvatur segir í Prestaævum að síra Jón hafi flutt
að Núpi ásamt Þórdísi og börnum þeirra, Guð-
björgu 17 ára og Sigurði eins árs; ,,[m]eð þeim er þá
Þórdís Þorsteinsdóttir 13 ára, fósturdóttir, Herdís
Jónsdóttir 5 ára, og Jón Jónsson 2 ára, bæði töku-
börn, og vinnukonur þrjár: Kristín Einarsdóttir 22
ára, Margrét Einarsdóttir 50 ára, Guðrún Jónsdóttir,
sterka, 29 ára, og Guðríður Einarsdóttir 74 ára,
tökukerling" (bls. 218). - Síra Jón segir í sókna-
lýsingu sinni sem hann lauk við 1840 að „Gerð-
hamrar eru fyrir 11 árum útlagðir fyrir prestsbújörð
hér í þingum" (Sóknalýsingar Vestfjarða II, 78). I
æviágripinu kallar síra Jón Gerðhamra „lénsjörð"
og á þá við að jörðin, sem ekki var eiginleg kirkju-
jörð, hafi verið ætluð prestinum til búsetu og uppi-
halds endurgjaldslaust.
64 Kristján Guðmundsson (1777-1852) bjó stórbúi í
Vigur. Fyrri kona hans (1811) var Rannveig Guð-
laugsdóttir (1754-1831), föðursystir síra Jóns (fyrri
eiginmaður Rannveigar var Matthías stúdent Þórð-
arson,- sbr. nmgr. 41). Sigurður Guðlaugsson bjó í
Vigur hjá Kristjáni til æviloka (d. 1840).
65 Eiginlcona síra Þórðar var Guðbjörg Magnúsdóttir
(um 1767-1841). -í Prestaævum (bls. 219) segir Sig-
hvatur að með þeim hjónum hafi flutt til síra Jóns
að Núpi Abígael Þórðardóttir (21 árs), bróðurdóttir
síra Þórðar, og Jón Matthíasson (8 ára), dóttursonur
síra Þórðar. Vorið eftir hafi Þórður og Guðbjörg
síðan flutt að Eyri í Seyðisfirði, ásamt Jóni Matthí-
assyni og Margréti Einarsdóttur (sbr. nmgr. 63), og
Abígael hafi flutt að Hjarðardal ytra í Önundarfirði.
66 Guðbjörg var þriðja í röð fjögurra barna síra Þorláks
Jónssonar (sjá nmgr. 38). Hún var fyrst gift Guð-
mundi skutlara Guðmundssyni 1 Vigur (d. 1827), en
1828 giftist hún Markúsi Jónssyni (1805-78).
Markús var bóndi á Garðsstöðum 1831-35, á Hvíta-
nesi 1836-41, á Melgraseyri 1843-54.
67 Brynjólfur Hákonarson (1766-1858) var fyrst bóndi
á Brekku á Ingjaldssandi, hóf búskap á Mýrum 1811
og var hreppstjóri Mýrahrepps í 20 ár; hann átti
Guðnýju Halldórsdóttur frá Brelcku (um Brynjólf
Hákonarson sjá: Kjartan Ólafsson, Firðir og fólk
900-1900, einlcum bls. 220). Brynjólfur og sonur
hans Hans Hagalín koma við sögu í Draumkvæði
120