Ritmennt - 01.01.2004, Side 126
ÞÓRÐURINGI GUÐJÓNSSON
RITMENNT
Ljósmynd: Þórður Ingi Guðjónsson.
Gerðhamrar í Dýrafirði.
„Á Gerðhömrum gekk
mér með allt slag vel ..."
Þangað flutti síra Jón vorið
1837 og bjó þar til ársins
1853. Á Gerðhamraárum
sínum skrifaði síra Jón
Jóni Sigurðssyni í Kaup-
mannahöfn bréf þau sem
enn eru til, sem og sókna-
lýsingu sína en þar lýsir
hann m.a. hinum sér-
kennilegu ldettabríkum
sem bærinn dregur nafn
sitt af.
Thostrup og Bakkmann á Vatneyri).71 Á
Gerðhömrum gekk mér með allt slag vel og
hafði ég þó nokkur þyngsli af þremur
ómögum sem ég tók með mér frá Otrardal,
meðgjafarlaust, og hélt alla í einu. Var það
eitt gamalmenni og tvö börn. Giftist annað
þeirra frá mér seinna, og var það Herdís er
átti Bjarna Benediktsson á Minni-Balcka í
Skálavík.72
Þegar ég hafði verið um tíma í Dýrafirði
komst ég í lcunnleika við útlendar þjóðir,
einkum Frakka og gjörði það mest að ég gat
vonum fremur skilið mál þeirra. Var það
eitt sinn er ég var á Núpi að ég hafði tekið
barn sem hafði tunguhaft, og fékk ég lækni
af frönsku herskipi sem þar kom inn á fjörð-
inn að skera tunguhaftið. Spurðu þeir eftir
frönsku fiskiskipi sem hafði tapast hér í
norðurhöfunum árið áður, og gat ég gefið
skýrslu um það eftir því sem ég hafði heyrt
af útlendum sjómönnum, og skrifaði ég þá
skýrslu á latínu.
En þegar dr. Gaimard, sem ferðaðist hér á
Viktoría Bjarnadóttir m.a. frá móðurömmu sinni,
Þórdísi Þorsteinsdóttur (Vökustundir að vestan,
109-11). Um uppeldisföður ömmu sinnar segir
Viktoría: „Var séra Jón talinn mjög vel að sér í
tungumálum, sérstaldega var hann mikill frönsku-
maður. Var sagt að hann hefði þýtt íslenzkar bækur
á frönsku. Þótti amma mín og María, dóttir hennar,
sem að mestu ólst upp lrjá séra Jóni, óvenju vel að
sér til bólcarinnar, eftir sem þá tíðlcaðist" (110).
María Guðbjörg var móðursystir Vilctoríu. - I
öðrum frásögnum af síra Jóni segir frá Maríu og
frönskukunnáttu hennar: „Sagt er að síra Jón liafi
kennt þessari fósturdóttur sinni svo vel franska
tungu að talið var með sérstökum ágætum" (Vest-
firzkar þjóðsögur III, 131); „Var til þess tekið af sér-
fróðum mönnum hve vel og lipurt hún hafi talað
franska tungu" (Þjóðsögur og þættir II, 110).
71 Vatneyri heitir eyri sú er Patreksfjarðarþorp reis á.
Sigurður Bachmann og Jóhann Chr. Thostrup
keyptu verslunina á Vatneyri árið 1868; sá síðar-
nefndi mun fljótlega hafa horfið frá versluninni, og
árið 1870 átti Sigurður (f. 1842 í Leirársveit í Borg-
arfirði) einn allan staðinn. Sögu Vatneyrar sem
verslunarstaðar má raunar rekja langt aftur í aldir. -
Sjá Guðjón Friðriksson, „Upphaf þorps á Patrelcs-
firði." Ársrit Sögufélags ísfirðinga (1973), 88-143.
72 Foreldrar Herdísar (1826-92) voru Jón Tómasson á
Hóli í Bíldudal og Guðrún Ólafsdóttir. Bjarni Bene-
diktsson (1829-82) var sonur Benedikts Bjarnasonar
122