Ritmennt - 01.01.2004, Side 138
Ögmundur Helgason
RITMENNT 9 (2004) 134-44
Slcáldsögur Indriða
G. Þorsteinssonar
Persónulegur sagnaspegill af uppeldisslóðum höfundarins
Indriði G. Þorsteinsson var fæddur 18. apríl 1926 í Gilhaga á
Fremribyggð í Skagafirði en lést á Selfossi 3. september 2000.
Hann var sonur hjónanna Þorsteins Magnússonar og Önnu Jós-
efsdóttur, sem bæði voru skagfirsk og bjuggu á nokkrum bæjum
á upprunaslóðum sínum í vestanverðum Slcagafirði og síðar á
Akureyri á þeim tíma er sonur þeirra óx upp til manns.
Fyrsta skáldsaga Indriða, Sjötíu ogníu af stöðinni, kom út árið
1955, en hann var þá kominn til Reykjavílcur og þrátt fyrir ung-
an aldur orðinn þekktur af skrifum sínum, hafði meðal annars
unnið í smásagnakeppni og fengið gefið út þess konar sagnasafn,
auk þess sem hann ritaði greinar sem blaðamaður í dagblaðið
Tírnann, þar sem hann varð síðar meir ritstjóri. Á næstu tæplega
þremur áratugum eða til 1987 komu síðan út fimm aðrar skáld-
sögur, Land og synir, Þjófur í paradís, Noróan við stríð, Ung-
lingsvetur og Keimur af sumri, að viðbættum smásagnasöfnum
og öðrum ritverkum.
Hér mun leitast við að skyggnast í megindráttum undir yfir-
borð umræddra skáldsagna með það í huga að varpa ljósi á, hversu
þær eru allar tengdar lífi höfundar síns og umhverfi fram um tví-
tugsaldur, jafnframt því að hafa í huga lögmál hinnar skáldskapar-
legu frásagnarlistar. Mun vikið að þessum atriðum um hverja
sögu, auk þess sem þræðirnir eru dregnir saman í lokaorðunum.
Sá sem þetta ritar ólst upp sem næst á sömu slóðum og Ind-
riði í Skagafirði, að viðbættri skólagöngu á Akureyri, og heyrði
margt rætt eða skrafað meðal fólks um samsvaranir á milli lífs
hans og skáldverka og naut þess jafnframt að verða málkunnug-
ur honum um skeið. Er þessi grein að meginefni byggð á erindi,
134