Ritmennt - 01.01.2004, Síða 143
RITMENNT
SKÁLDSÖGUR INDRIÐA G. ÞORSTEINSSONAR
og fyrstu árunum eftir styrjöldina, eða frá því um 1940-47. Af
Indriða er það að segja, að á sínum tíma hafði hann einmitt flust
þangað með foreldrum sínum, eftir að þau brugðu búi árið 1939.
í Norðan við stríð er eiginlega ekki hægt að tala um neina að-
alpersónu. Þar er sögð saga nokkurra bæjarbúa, um það bil eins
tugar karla og lcvenna, frá upphafi hernáms Breta og fram um
stríðslok. Aðferðin er það sem kallað hefur verið á bókmennta-
máli míkrókosmos = makrókosmos, það er að endurspegla eða
túlka almenna viðburði, jafnvel heils samfélags, í lífi fárra per-
sóna, sem verða eins konar tákn fyrir heildina.
Hér er heildstæðust saga braskarans, fulltrúa hinnar nýju
stríðsgróðastéttar. Hann hefur komið heim til æskustöðvanna
eftir dvöl í Ameríku og því öðlast það forskot fram yfir flesta
heimamenn að kunna enska tungu. Er hann þess vegna fenginn
til að verða túlkur fyrir herinn, og neytir hann þeirra tengsla til
hins ítrasta í eigin hagnaðarskyni, jafnvel þótt hann verði að
fórna konu sinni í fang yfirforingja herliðsins.
Orð, svo sem „ástand" og „hermang" eða „nýríkir braskarar",
sem og „stríðsgróði" urðu til á þessum tíma. - Og þankagangur-
inn varð þessi, svo vitnað sé til sjálfrar sögunnar: „Skiptir eklci
máli hvar þú ert fæddur eða hvar þú býrð. En það skiptir máli,
hvort þú lcannt að berjast eða ekki; hvort þú kannt að rísa upp
þegar þú fellur og smíða þér ný vopn úr brakinu, sem hrundi ofan
á þig."
Annars segir hér aðallega frá alþýðufólki, bæði lcörlum, sem
flestir eru ánægðir yfir að fá vinnu á ný eftir atvinnuleysi
kreppuáranna en kunna þó misjafnlega að aðlaga sig breyttum
aðstæðum, og konum, sem fara í ástandið, og vegnar þó ekki öll-
um vel, eins og gengur í viðsjárverðum og hörðum heimi. Einnig
er sögð hugljúf ástarsaga fátækrar stúlku og göfuglynds her-
manns, sem bíða grimm örlög styrjaldarinnar.
Unglingsvetur
Unglingsvetur, sem lcom út 1979, gerist svo sem fyrr segir á Alc-
ureyri, eins og Norðan við stríð, en hefst ekki fyrr en eftir síðari
heimsstyrjaldarlok. Þessi saga er með hefðbundnara frásagnar-
sniði en hin fyrri, eiginlega þroslcasaga unglings, eins og nafnið
bendir til, en þó með svo breiðu sjónarhorni á aðrar persónur að
hér er að vissu leyti um að ræða dýpstu sögu höfundar hvað varð-
NOCD4N
VIIVIDÍI
IimIií* í 4.1« I Mriil\s« II
Kápumynd: Auglýsingastofa
Kristínar Þorsteinsdóttur.
139