Ritmennt - 01.01.2004, Page 146
OGMUNDUR HELGASON
RITMENNT
Kápumynd 2. útgáfu, 1955.
sem ræður úrslitum - reyndar eins og gerðist tvívegis í Skaga-
firði á uppvaxtarárum höfundar. - Og prestur fellur, svo það er
eitthvað sem líkja má við hefndarsigur, sem gagntekur bóndann,
þegar hann fagnar í brennivínstári að sögulokum.
Að lokum
Skáldsögur Indriða G. Þorsteinssonar, sex að tölu, komu út á
rúmum þremur áratugum, frá 1955-87. Hann var 29 ára þegar
hin fyrsta kom út og 61 árs þegar sú síðasta var prentuð.
Indriði kaus aldrei að segja stjórnmálasögu eða gefa eins kon-
ar félagslegar yfirlýsingar í þessurn sögum, og í þeim skilningi
eru þær ekki það sem kallað hefur verið þjóðfélagslegar skáld-
sögur. Aðferð hans er að bregða upp svipmyndum úr mannlífinu
- lífi hversdagsmannsins - sem oftast segja meira en mörg orð,
er líkast því er gerist í kvikmyndum - orðsins list í myndum -.
Og því er eklci að undra að sögur hans hafi orðið vinsælar sem
efniviður á því sviði listarinnar.
Fyrsta sagan, Sjötíu og níu af stöðinni, var samtímasaga, gerð-
ist um eða skömmu eftir 1950, sem tók á málum líðandi stund-
ar. Allar hinar fimm eru fortíðarsögur, það er fjalla um liðna
tíma. Þrjár þeirra, Land og synir, Þjófur í paradís og Keimur af
sumri gerast á svipuðu tímabili í sveit - í vestanverðum Slcaga-
firði - þar sem mannlífið er enn að langmestu leyti í slcorðum
hins gamla eða ótæknivædda bændasamfélags, áður en nútíma
vélmenning tók að ryðja sér til rúms og gjörbreytti öllu, jafnt bú-
skaparháttum sem húsakynnum, það er um 1935-40. Tvær
sagnanna, Noröan við stríð og Unglingsvetur, endurspegla
mannlíf í kaupstað - Akureyri - í síðari heimsstyrjöldinni og
fyrstu árin þar á eftir, 1940-48.
Þegar ævikvarði Indriða sjálfs er lagður á sögur hans, kemur út
borðleggjandi samræmi. Hann er, eins og fyrr er sagt, fæddur
1926, og er sjónarhorn hans bernskuumhverfið í sveitinni, þar
sem hann sleit barnsskónum til 13 ára aldurs og dvaldist einnig
síðar í sveit á sumrum, og síðan Akureyri, en þar átti hann
heima á unglingsárunum eða til um 18 ára aldurs, þegar hann
settist að í Reylcjavík.
Nióurstaðan um skáldleg vinnubrögð Indriða G. Þorsteinsson-
ar er semsé þessi: 1 huga barns og unglings grópast mannlífið fyr-
ir og fram á rnesta breytingaskeið í sögu þjóðarinnar, það er við
142