Ritmennt - 01.01.2004, Síða 148
OGMUNDUR HELGASON
RITMENNT
Eftir því sem frá leið fyrstu sögum Indriða, vöktu hinar síðari
sífellt minni athygli, svo að um hina síðustu ríkti nánast áhuga-
lítil þögn, þótt vissulega birtust ritdómar á prenti. Var það alls
ekki af þeim sökum að hinar síðari væru í eðli sínu verri skáld-
skapur. Allar eru þessar sögur vandaðar og vel skrifaðar og hinar
bestu frábærar sem raunsannar lýsingar eða túlkanir á þeim tíma
þegar þær eiga að gerast. En nú var bilið orðið svo breitt á milli
söguefnisins og þess lífs sem lifað var í landinu að þetta efni
höfðaði almennt ekki lengur til yngri kynslóðarinnar - það er
þess lesendahóps, sem jafnan lætur hæst í sér heyra - nema ef
vera skyldi sem eins konar þjóðfræði.
Þegar litið er á persónurnar í þeim sögum Indriða, sem hér
hafa verið gerðar að umfjöllunarefni, er erfitt að benda á noklcra
sérstaka menn, sem gætu kallast málpípa höfundar, enda flest
allt hversdagsfólk, sem sjaldnast sá út úr brauðstritinu og var
hluti af öðrum eða öðruvísi heimi en varð hlutskipti hans sjálfs
á fullorðinsárunum. Undantekningin er ef til vill aðeins ein,
hinn einangraði en mannlífsskyggni menntamaður, Jón Aðal-
steinn Beklcmann, sem reyndar á sér auðþekkta fyrirmynd, að
vitneskju þeirra, sem lifðu þessa tíma, nefnilega hinn heimsvísa
bókmenntaþýðanda Stefán Bjarman. Leigði hann reyndar her-
bergi um tíma hjá foreldrum Indriða á Alcureyri og hefur ef til
vill átt meiri þátt í að vekja piltinn til skáldskapar en sannað
verður nolckru sinni. - Á einum stað er Bekkmann látinn túlka
viðhorf sitt til hinnar sönnu orðlistar, sem ekki verður betur séð
en sé einnig leiðarljós Indriða sjálfs í eigin skáldslcaparskrifum -
og gerði hann ef til vill fremur en nokkuð annað að þeim fram-
úrskarandi rithöfundi, sem hann sannarlega var, með eigin
þroskaár í bakgrunni allra skáldsagna sinna. Fer vel á því að þau
verði jafnframt niðurlagsorð þessara skrifa:
„Slcáldskapurinn er ekki annað en staðsetning mannsins í ver-
öldinni [...] Og ætli hann sér að verða eitthvað annað þá er hann
orðinn að vitleysu. Ástarljóð af viti hefur enginn ort síðan Jónas
Hallgrímsson leið. Þó orti liann aldrei um ástina, heldur miðlaði
tilfinningu sinni í gegnum önnur orð og staði sem voru honum
lcærir."
Indriði G. Þorsteinsson var að eigin óslt jarðsettur við hlið föður síns í Goðdala-
kirkjugarði í Vesturdal í Skagafirði, en móðir hans hvílir hjá Arnaldi, syni sínum,
i Fossvogskirkjugarði í Reykjavík.
144