Ritmennt - 01.01.2004, Síða 153
RITMENNT
ÍSLENSKUR SÖNGLAGAARFUR 1550-1800
samt fóllc fengið upplýsingar um handrit, sálm, lag og sögu þess
og síðast en ekki síst hvernig flytja eigi lagið þar sem gerð yrði
ítarleg grein fyrir hvernig lesa eigi úr hinni fornu mensúral
nótnaskrift.8
Nákvæm skiáning á lögunum
Þegar mikilli og tímafrekri grunnvinnu var lokið við að finna og
skrá nóturnar í handritunum var hægt að snúa sér að frekari
rannsóknum á lögunum sjálfum. Eftir fjögurra ára rannsóknar-
vinnu hafði verið dreginn fram menningararfur þjóðarinnar í
þessum efnum sem áður var að mestu óþekktur, og með slíkan
fjársjóð í pokahorninu var elcki hægt að láta staðar numið. í
heimildum er oftast aðeins fjallað um sálminn, og upplýsingarn-
ar í gagnagrunninum miðast við hann þar sem gert er ráð fyrir að
lag og sálmur fari alltaf saman. Þetta er þó alls ekki þannig, og
strax í upphafi var ljóst að ekki var samræmi í því hvaða lag var
við hvaða sálm. Bæði eru mörg lög við einn og sama sálminn auk
þess sem sama lagið hefur verið skrifað við fjölda sálma. Þá eru
gjarnan ólík lög sett við ýmsa sálrna í handritum og í prentuðum
bókum. Hér var því kornið á þann stað í verkefninu að sálmur-
inn var þekktur en lítið sem ekkert vitað urn lögin sjálf. Einnig
hafði vaknað sá grunur að í handritunum leyndust mörg lög sem
elcki væru í prentuðum bókum auk þess að þar væri að finna
fjölda nýrra tilbrigða.
Á næstu þremur árum vann höfundur að því að skoða nánar
sálmalög í íslenskum handritum. Þetta var mikill fjöldi laga því
að um 1000 sálmar hafa fundist með nótum í yfir 2300 upp-
skriftum.9 Til viðmiðunar má nefna að samkvæmt Páli Eggerti
Ólasyni eru í prentuðum sálmabókum kirkjunnar frá 1589 til
1780 og gröllurum til 1691 alls 149 sálmalög.10
<4Tv» fptfb* fu> vmc Q
»»•< íUlP.
ÍS #*&“***ti <**S*tv en toS fu> VÍ V-(/> /MI
(—<£m PftúJig'Xvpfa ogub/fimUip ^fiotaLZÆSF
O ^«4 »1 naub fierm 'notu 3>ue'ci) teane
Qfami9 ffyfutí j CfiettiCccm &v-»S v'j j'ctmZ
JC ------------------------
W «( H "* --if-W-----C-----4-----* ■ -4—-f—
•j tUtfht f-*, Vfft,9 fhtrtnd |i.V//I(/M
fiL fjbH
tf
«»» fpw tn.x/fi nu rrtn>
j^StSSÍjSSj 4rcZ.n $it *»
i&ft* ™ CeTff, ‘ fyn a9 ýofíh 4^^.
Landsbókasafn.
Lbs 524 4to.
8 Lögin í handritunum eru langflest skrifuð með mensúral nótnaskrift sem er
forveri nútíma nótnaskriftar og töluvert ólík henni til dæmis hvað varðar
nótnamyndir, takt og tóntegundir.
9 Guðrún Laufey Guðmundsdóttir: Söngarfur íslensku þjóðarinnar. Rannsókn
á upptökum laga við íslenska dagtíðasálma. M.A.-ritgerð við Háskóla
íslands árið 2002, bls. 5.
10 Hér telur Páll Eggert ekki með allan messusöng heldur aðeins „hrein sálma-
lög", eins og hann orðar það, en það eru þau lög sem rannsóknin leggur jafn-
framt aðaláherslu á. Páll Eggert Ólason: Upptök sálma og sálmalaga í lúth-
149