Ritmennt - 01.01.2004, Page 154
ISLENSKUR SONGLAGAARFUR 1550-1800
RITMENNT
Ákveðið var að taka fyrir eitt sálmasafn í einu til að skrá og
gera samanburð á öllum lagauppskriftum við þá sálma sem þar
var að finna. Sumarið 2001 var fyrsta sálmasafnið skráð. Athug-
aðir voru 43 sálmar um jólatímann sem fundist höfðu með nót-
um í handritum, og í tengslum við M.A. ritgerð höfundar voru
tekin fyrir lög við 68 dagtíðasálma. Sálmarnir sem voru skoðað-
ir voru því 111 en lagauppskriftirnar mun fleiri, eða um 400, þar
sem um var að ræða samanburð og skráningu á öllum uppskrift-
um við umrædda sálma, sem oftast voru fleiri en ein. Bróður-
partur lagauppskriftanna er úr handritunum, en um þriðjungur
þeirra kemur úr prentuðum bókum.
Vinnan fór þannig fram að öllum nótnauppskriftum, sem
fundist hafa við sama sálm í handritum og völdum prentuðum
bólcum,11 var safnað saman. Leitast var við að nota filmur, ljós-
myndir eða ljósrit af handritunum og bókunum, en oft þurfti að
notast við sjálf ritin.12 Þá kom hin góða aðstaða á handritadeild
Landsbókasafns sér afar vel þar sem aðgengi að ritunum er gott,
og á safnið þakkir skildar fyrir þá þjónustu og liðlegheit sem höf-
undi hefur verið sýnd.
Sérhver lagauppskrift var skráð þar sem nótnaskriftinni og öll-
um tónfræðiatriðum var lýst nákvæmlega og lögin borin saman
bæði innbyrðis og við önnur lög, erlend og innlend. Skráðar voru
erskum sið á íslandi. Reykjavík 1924, bls. 40. Við þetta bætast síðan þau lög
sem eru í öðrum prentuðum sálmabókum, til dæmis Meletematum Piorum
eftir Hallgrím Pétursson og Daglegt kvöld- og morgunoffur, 1780, en það eru
líklega innan við fimmtíu lög. Heildartala hefur ekki verið tekin saman þar
sem sumar þessara bóka eru mjög sjaldgæfar, og fjöldi laga í þeim er hvergi
skráður. Hins vegar munu öll lög úr þeim prentuðu ritum sem enn eru að-
gengileg verða skráð við áframhaldandi rannsókn.
11 Um er að ræða sálmabækur og grallara kirkjunnar 1589-1780, auk nokkurra
sálmabóka frá seinni hluta 19. aldar sem innihéldu „gömlu lögin". 1. útgáfa
sálmabókarinnar kom út 1589 og síðan 1619, 1671, 1704, 1742, 1746, 1751,
1772 (fyrsta útgáfa Flokkabókarinnar) og 1780 (önnur útg. Flokkabókar). Will-
ard Fiske: Catalogue of the Icelandic Collection. I. bindi, bls. 476-77. Hall-
dór Hermannsson. Icelandic books of the seventeenth century 1601- 1700.
Ithaca (N.Y.), 1922 (Islandica, 14), bls. 90-91. Grallarinn kom fyrst út árið
1594 og var endurútgefinn alls 18 sinnum, árin 1607, 1623, 1649, 1679, 1691,
1697, 1711, 1721, 1723, 1730, 1732, 1739, 1747, 1749, 1755, 1765, 1773, 1779.
Willard Fiske: Catalogue of the Icelandic Collection. I. bindi, bls. 186-87.
12 Hér kom vefsíðan http://ismus.bok.hi.is að góðum notum, en þar er að finna
myndir af lögum úr handritum Landsbókasafnsins.
150