Ritmennt - 01.01.2004, Page 155
RITMENNT
ÍSLENSKUR SÖNGLAGAARFUR 1550-1800
uppýsingar um ritunartíma handritsins, land eða landsvæði, rit-
ara þess, handritsnúmer eða bókarheiti, tegund nótnaskriftar,
uppsetningu sálmalagsins í handritinu og gerð þess, irótna-
strengi, nótnalylcil, formerki og tóntegund, önnur tónfræðitákn,
þagnir, nótur og nótnalengd, um höfund íslenska textans og inn-
tak hans. Að lolcum var bætt við stuttri greinargerð um lagið og
niðurstöður samanburðar á því og öðrum lögum. Lögð var
áhersla á að útskýra mensúral nótnaslcriftina og gera hana auð-
lesanlegri, þannig að þeir sem hafi grundvallarþekkingu á tón-
fræði geti sungið eftir handritunum.
Samanburður á lagauppskriftum og Landsbókasafn.
helstu niðurstöóur Lbs 524 4to.
fvn i fu fu' fpn tMt-'én + *>l"
» mú fh'J* jSfofmuLobiu wií i>.niatt ládf
J/^,1 J 6uur mtS fnS> cj ftcr pofrn * flI
mT vtfynút ý’íwí c’ cfi fynptfi .Utin jiiff&rfUa
»í f*,A (->^0 nrú lilfijt; Wrj45j«L
nfrnsunut* 9B«n« dllt/fi ^ánnirK
=dEl-Hd=t=4==jj-------------A-.
tft* J^tVð&Sitfl- nu fti & p-yne ftffA fh‘m» <«mSj
Auk þess að skrá allar lagauppskriftirnar voru þær bornar saman
til að átta sig á raunverulegum fjölda laganna og gerð grein fyrir
sögu þeirra og þróun. Þá var leitað að lögunum í erlendum
sálmalagasöfnum. Fyrst var elsta handritauppskrift borin saman
við lagið í elstu prentuðu bókinni, síðan voru uppskriftirnar
slcráðar koll af kolli þar til kornið var að yngstu handritaupp-
skriftinni, og þaðan var haldið í yngri prentaðar sálmabækur.
Þegar öll lögin við sálminn höfðu verið athuguð var leitað fanga
í erlendum sálmabókum og sálmalagasöfnum.13 Lögin í íslensku
ritunum voru borin saman við lög frumsálmsins, ef sálmarnir
voru þýddir, eða hlaupið var eftir öðrum vísbendingum, til dæm-
is lagboðum, með það í huga að finna uppruna lagsins. Við sam-
anburð á hverri uppskrift voru öll smáatriði skráð og meðal ann-
ars tekið frarn ef munaði um einstaka nótur og önnur tónfræði-
atriði og ef mikill skyldleiki var með einhverjum uppskriftum.
13 Þau erlendu sálmalagasöfn sem helst var stuðst við voru þrjú eftirtalin: Rit
Danans Severin Widding: Dansk Messe, Tide- og psalmesang 1528-1573.
I,—II. bindi. Kobenhavn 1933; Henrilt Glahn: Melodistudier til den lutherske
salmesangs historie fra 1524 til ca. 1600. I.—II. bindi. Kobenhavn 1954; Jo-
hannes Zahn: Die Melodien der deutschen evangelischen Kirchenlieder, aus
den Quellen geschöpft und mitgeteilt. I.-VI. bindi. Gútersloh 1889-93. Eru
þessi rit enn í dag sígild grundvallarrit í sálma- og tónlistarfræðum. Einnig
var stuðst við sálmalagagagnagrunninn Hymn Tune á vefslóðinni http://
hymntune.music.uiuc.edu er hefur að geyma öll lög sem sungin hafa verið
við enska sálma fram til 1820.
151