Vera - 01.10.1999, Side 11

Vera - 01.10.1999, Side 11
að hafa viðskiptavini hver af annarri. Þær lifa oft við örbirgð í heimalandi sínu og líta á það sem gullnámu að komast til íslands að dansa. Þær eru fyrst og fremst komnar hingað til að ná sér í pen- inga og láta óskráðar reglur ekki hefta sig í því." Eru viðskiptavinirnir einhver ákveðin teg- und af karlmönnum? „Nei, þeir spanna allt litrófið, eru á öllum aldri og úr öllum stéttum. Sumir eru hreint og beint ógeðslegir, með hor og slef, aðrir eru rosa fínir bissneskarlar I flottum fötum með bindi og allt þarna á milli. Svo er alltaf eitthvað af Könum." Hvernig er með konur, koma þær ekki líka til að horfa á ykkur dansa? „Jú, þær koma líka þó meiri hluti viðskiptavina sé karlkyns. Okkur finnst gaman að fá stelpur þó þær séu reyndar hörðustu áhorfendurnir. Þær eru svo dómharðar á útlit okkar. Þær gagnrýna okkur stundum hástöfum, virðast þá ekki gera ráð fyrir að við séum íslenskar og halda að við skiljum ekki það sem þær eru að segja því þær fara alveg ( flækju ef við svörum þeim. Svo kemur þó nokkuð af pörum l(ka. Þau kaupa sér yfirleitt einkadans saman sem samkvæmt þeirra ósk er fyrir dömuna en kærastinn eða eiginmaðurinn horfir á." Hvernig koma viðskiptavinirnir fram við ykkur? „Það er allur gangur á því, sumir hrópa að okkur ókvæðisorðum þegar við neitum að sofa hjá þeim og kalla okkur helvítis druslur. Inn á milli eru karl- ar sem eru rosalega fínir og svo eru fastakúnnar sem þekkja okkur með nöfnum og eru bara vinir okkar. Sumir kaupa sér einkadans bara til að spjalla og það eru auðvitað bestu kúnnarnir. En ungu strákarnir eru verstir. Flestir þeirra eru hrokafullir, grófir og koma mjög illa fram við okk- ur. Þegar maður er með þeim í einkadansi þyrfti helst að hafa handjárn til að hemja þá. Þeir halda að þeir geti leyft sér hvað sem þeim dettur ( hug. Viðskiptavinum sem eru með of mikinn rudda- skap er hent út." koma hingað skrifa þær undir samning um að þær ætli að vera í ákveðinn tíma. Reynslan hefur sýnt að ef þær vinna sér inn mikla peninga á stuttum tíma láta þær sig stundum hverfa áður en samningstíminn rennur út. Stundum hefur eig- andi staðarins verið búinn að láta þær fá peninga fyrirfram. Það er sennilega ástæðan fyrir þessu." Einnig er misjafnt hvernig fyrirkomulagið er með greiðslu flugmiða erlendu stúlknanna. Á þeim stað sem þær þekkja best til virðist vera ein- hvers konar kerfi til að hvetja þær til dáða í vinn- unni. Ef þær vinna sér inn 3000 dollara (222.000 krónur) á þeim fjórum vikum sem þær mega vera hér, þá borgar eigandi staðarins fyrir þær flugmið- ann fram og til baka. Hins vegar er samningsatriði hversu mikið af miðaverðinu hann greiðir þegar þær eru undir þessum 3000 dollara mörkum. Brot á útlendingalögum Þeir sem eru fínir í tauinu eru ekki alltaf barnanna bestir. Einhverju sinni keypti virtur lögmaður hér í bæ einkadans með annarri stúlkunni. Hann var svo skelfilegur þegar á bakvið einkadanstjaldið kom að það þurfti tvo dyraverði til að henda hon- um út. Hann var með mikil læti og hruflaði sig eitthvað á leiðinni út. „Svo kom hann nokkrum kvöldum seinna með konunni sinni og hótaði að kæra fyrir of- beldi. Hann laug því blákalt, fyrir framan okkur sem vissum betur, að hann hefði staðið i sakleysi s(nu og spilað í spilakassa þegar ráðist hefði verið á hann að ástæðulausu! Ég bað hann vel að lifa og minnti hann á að hann væri sá ógeðslegasti maður sem ég hefði nokkurn tíman þurft að dansa einkadans fyrir og að ég hefði aldrei kynnst öðrum eins pervert. Þau létu sig hverfa og það varð ekkert meira úr þessu máli." Flestar erlendu stelpurnar sem eru að dansa hér á landi koma austan að eins og áður sagði. Þær eru frá Ungverjalandi, Lettlandi, Litháen, Rússlandi og fleiri löndum frá því svæði. Stór hluti af þessum stelpum talar ekki ensku. En það er ódýrast að fá dansara frá þessum löndum og þá virðast eigendur staðanna ekki láta málleysið vera neina fyrirstöðu. Þær koma allar ( gegnum um- boðsskrifstofur sem klúbbarnir skipta við. „Samkvæmt 14. grein útlendingalaganna mega þessar stelpur ekki koma nema einu sinni á ári hingað og vera þá (fjórar vikur að dansa, en þær koma samt aftur og aftur. Ég hitti t.d eina um daginn sem var að koma hingað í fimmta skiptið á þessu ári. Það er klárlega ólöglegt en það virðist vera auðvelt að komast framhjá þess- um lögum. Það er gerður handa þeim nýr passi og þær fljúga inn (landið aftur og aftur á sama árinu. Ég hringdi ( útlendingaeftirlitið og lét vita af þessu en þeim virtist vera alveg sama." Nú hefur maður heyrt að eigendur dans- staðanna taki passann og flugmiðann af stelpunum þegar þaer koma hingað til lands. Vitið þið til þess að svo sé? „Já, sumstaðar er það gert. Þegar stelpurnar Unqu strákarnir eru verstir. Flestir þeirra eru hrokaFullir, qróFir oq koma mjöq illa Fram við okkur. Þeqar maður er með þeim í einkadansi þyrFti helst að haFa handjárn til að hemja þá. En hvernig er með íbúðirnar sem þær búa i, borga eigendur staðanna leigu þar? „Það er misjafnt eftir stöðum. Oftast gera þeir það en við vitum um einn stað þar sem stelpurn- ar þurftu að borga 200 dollara (14.800 kr.) á mánuði i leigu fyrir smá skíta holu þar sem þeim var pakkað mörgum saman. Sumar þurftu að vera sex eða sjö saman í herbergi. Við viljum taka fram að vinnuveitandi okkar er sá eini í þessum bransa sem við vitum um sem gerir eitthvað fyrir dansarana sína. Það er farið með þær í Bláa Lónið á frídögum eða eitthvað annað skemmtilegt gert." Kynnist þið þessum erlendu stúlkum persónulega? „Já, við kynnumst sumum þeirra vel en aðrar yrða VERA • 11

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.