Vera - 01.10.1999, Page 12
!
eftirspurn hérna að stelpurnar segja að vændis-
kona á Islandi gæti búið á Arnarnesinu og átt
flottan Bens.
1
m
li
n
SUi
DÁNSARAR Í HVERRI VIKU
UM RE6NBOGANS LITUM
• f flvallt hjantanleqa uelhominl
Lau£avo£ur 4B S: Bll - OBSB
60.50á mlnútu
I ><
~TJ
CZ
%
>
CP
o
E
sn3
ekki á okkur. Tungu-
málaerfiðleikarnir hjá
stelpunum sem koma
austan að hafa auðvitað
mikil áhríf á samskiptin.
En þó þær tali ekki allar ensku þá skilja sumar
enskuna og þær geta gert sig skiljanlegar á ann-
an hátt. Þær eru auðvitað eins misjafnar og þær
eru margar og hafa ekki allar átt neitt sældarlíf
heima fyrir. Sumar þeirra eru mjög illa staddar
andlega. Og svo kæra þær sig ekkert allar um að
kynnast okkur íslensku stelpunum sem dönsum
með þeim. Þær eru oft í vörn gagnvart okkur því
við höfum það fram yfir þær að tala íslenskuna.
Margir eldri menn í hópi viðskiptavina tala ekki
ensku og þess vegna gefa þeir sig frekar að okk-
ur íslensku stelpunum og vilja okkur frekar í
einkadans. Þetta eru einmitt eftirsóknarverðustu
kúnnarnir, þeir eru flestir kurteisir og örlátir á
peningana sína."
Mikil eftirspurn eftir vændi
Allt gengur þetta út á að hamra járnið meðan
heitt er og mjólka sem mestan pening út úr þeim
sem eru búnir að bíta á agnið. En reyna viðskipta-
vinirnir þá ekki mikið að snerta þær, þó það sé
bannað, þegar þeir eru komnir einir á bak við
tjald með þær og þær auk þess að reyna að laða
fram meiri gjafmildi?
„Jú, þeir reyna margir hvað þeir geta en þetta
er líka undir hverjum dansara komið. Vissulega er
stundum aðeins slakað á reglunum án þess þó að
ganga of langt. Ef karlinn reiðir fram mikla pen-
inga og er ekki erfiður, þá er kannski allt í lagi að
leyfa honum aðeins að strjúka fæturna á þér. Svo
er þetta líka spurning um að vera góður I að Ijúga
að þeim sem stöðugt eru að bjóða fram pening
fyrir samfarir. Láta þá borga fyrirfram á forsend-
um loforðs um eitthvað meira sem þeir svo ekki
fá."
En hvað eru menn að bjóða háar
upphæðir fyrir samfarir?
„Það er mjög misjafnt. Algengast er að karlarnir
bjóði um 50.000 krónur. Stundum fer það upp I
200.000 og svo eru til einstök tilfelli þar sem boð-
ið er hærra. Einu sinni fór kanadísk stelpa heim
með mjög fullorðnum manni sem borgaði henni
500.000 krónur fyrir að lúlla hjá sér. Konan hans
var dáin og hann vantaði bara einhvern til að
halda utan um sig og
klappa sér. En svo eru
líka til dæmi um ótrú-
lega lágar upphæðir. Ég
veit um strák sem keyp-
ti sér drátt hjá dansara
fyrir 3000 kall og þau
gerðu það auk þess inni
á dansstaðnum þar sem
hún var að vinna þó að
það sé stranglega bann-
að að stunda vændi inni
á stöðunum."
En gera eigendur staðanna eitthvað í því að
reyna að koma í veg fyrir vændi, annað en
að banna það inni á stöðunum sjálfum og
hafa dyraverði sem fylgjast með einkadöns-
unum?
„Við vitum um nektardansstað hér í bænum þar
sem fyrirkomulagið er þannig að erlendu stelp-
urnar sem dansa þar eru keyrðar í vinnuna og aft-
ur heim eftir vinnu. Þeim er sagt að bannað sé að
stunda vændi inni á staðnum en að þeim sé frjálst
að gera hvað sem er eftir að þeim hefur verið skil-
að heim úr dansvinnunni. Það gefur augaleið að
þær sem ætla sér að selja sig fara þá aftur út og
gera það. Auðvitað kynnast þær flestum kúnnun-
um á dansstaðnum.' Eigandi þessa staðar hirðir
hluta af þeím pening sem þær vinna sér inn með
vændi fyrir utan vinnutíma.
Vinnuveitandi okkar beitir aftur á móti sektum
til að koma í veg fyrir vændi. Hann segir þeim
strax í upphafi að ef hann komist að því að þær
séu að selja sig fái þær 250 dollara (18.500 kr.)
sekt fyrir fyrsta skipti, 500 dollara (37.000 kr.)
fyrir annað skipti og í þriðja skipti séu þær sendar
heim og fái aldrei að koma aftur. Og þær sem
búa með þeirri sem brotið hefur þannig af sér fá
sömu sekt. Þær eru því duglegar að Ijóstra hver
upp um aðra. En auðvitað er aldrei alveg hægt að
koma í veg fyrir þetta. Við heyrum stundum þeg-
ar þær eru að tala saman að það eru alltaf ein-
hverjar sem eru að selja sig. Við höfum líka heyrt
setningar inni á staðnum þegar þær eru að spjal-
la við kúnnana, eins og þessar: „If you want a
blowjob, it's one thousand five hundred." (Ef þú
vilt munnmök kostar það 1500).
Kúnnarnir spyrja mikið um hvað þær taki fyrir
samfarir eða munnmök og þeir virðast oft hafa
reynslu af því að geta gengið alla leið, því þeir
segja stundum: „Ég vil ekki eínkadans með þér af
því ég veit þú lætur ekki ríða." Það er svo mikil
„Hvers veqna í ósköpunum ættum
við að vakna á hverjum deqi
klukkan átta á morqnana oq vinna
til Pimm Pyrir 70.000 kall á mánuði
þegar við qetum haFt það sama
Fyrir að dansa eina helqi?“
Þær segjast vita af vændishúsi hér I bænum
(öðru en þessu á Túngötunni) og að þaðan komi
oft stúlkur í litlum hópum (4-5 saman) inn á
dansstaðinn sem þær vinna á og gómi karlana
þegar þeir eru heitir og bjóða þeim að koma með
sér.
En hvernig er með fíkniefnaneyslu
á nektardansstöðum?
„Þegar ég var að byrja að dansa fyrir fjórum árum
varð ég aldrei vör við dóp á þessum eina stað sem
þá var til. En svo var kanadískur framkvæmda-
stjóri ráðinn til að sjá um staðinn og allt varð vað-
andi í dópi á meðan hann var við völd. Hann var
alltaf inni á klói að reykja eða taka I nefið. Hann
flutti inn kanadískar stelpur til að dansa og þær
voru ekkert að fela dópið sitt, enda var það með
góðu samþykki framkvæmdastjórans. Maður sá
þær vera að taka í nefið og annað slíkt inni I bún-
ingsherberginu. Ég man sérstaklega eftir stelpu
sem var að gleypa sýru, hún var með litlar Bart
Simpson myndir sem hún stakk upp í sig og svo
þegar hún átti að dansa þá stóð hún bara stjörf
og gat ekki hreyft sig. Sá kanadíski vildi hafa þær
sem mest vímaðar og hann þoldi t.d ekki að ég
skyldi ekkí drekka í vinnunni. Hann var alltaf að
hvetja mig til þess og sagði að það væri miklu
betra ef ég væri full því þá myndi ég selja betur.
Ég harðneitaði og sagðist frekar vilja vita hvað ég
væri að gera en að vera heiladauð af vímu. Hon-
um var sem betur fer komið frá og á þessum stað
I dag er hart tekið á dópinu. Eigandinn vill ekkert
dóp á slnum stað og lætur leita á stelpunum sem
dansa hjá honum."
Hvernig er þetta á hinum stöðunum?
„Á einum nektardansstað í bænum eru margar
kanadískar stelpur og þeim fylgir alltaf mikið dóp.
Þegar við vorum að dansa tímabundið é öðrum
stað var eigandinn þar ekkert að fela sína eigin
neyslu. Hann settist einu sinni bara niður í miðjum
salnum eftir lokun og byrjaði að reykja jónu og
bauð okkur smók eins og ekkert væri eðlilegra."
Samkvæmt því sem þær segja virðist stúlkun-
um vera í sjálfsvald sett hvort þær eru undir áhrif-
um áfengis í vinnunni eða ekki. „Auðvitað kemur
fyrir að við fáum okkur ! glas en oftast erum við
edrú því þá er allt miklu auðveldara. Þá gengur
betur að tala karlana til og fá þá til að vera góða
ef þeir eru erfiðir. Þar sem við vinnum er fylgst vel
með því að drykkja dansaranna fari ekki úr bönd-
unum. Þær sem verða of fullar eru lóðsaðar út í
hreint loft og reynt að hressa þær við, láta þær
æla eða borða eitthvað svo mesta víman renni af
þeim. Ef ekkert af þessu gengur upp eru þær bara
keyrðar heim."
Viðmælendur mínir segjast ekki finna fyrir for-
dómum í sinn garð vegna starfsins og þær eru
fljótar að svara þegar ég spyr þær að lokum hvort
launin í þeim störfum sem bjóðast ómenntuðum
konum séu svo léleg að það sé ástæðan fyrir því
að þær séu að dansa nektardans:
„Hvers vegna I ósköpunum ættum við að
vakna á hverjum degi klukkan átta á morgnana
og vinna til fimm fyrir 70.000 kall á mánuði þeg-
ar við getum haft það sama fyrir að dansa eina
helgi?"
(
(
(
(
(
(
(
(
l
I
4
12 • VERA