Vera - 01.10.1999, Qupperneq 16
Kynl íFsFerðir ti I
eftir Karen Capozza
Vinsæl vefsíða heitir „Kynlífsferðir um allan
heim" og þar er dregin upp sú mynd af Kúbu að
hún sé algjör vændiseyja. „Flestar kúbverskar
konur eru falar og ódýrar í ofanálag," er haft eft-
ir einum gesti vefsíðunnar. Annar staðhæfir að
„...það kosti aðeins 400 dollara á viku að vera
sem soldán í eigin kvennabúri!"
Byltingarstjórn Kastrós til ómældrar gremju
hefur umfangsmikið vændi og kynlífssala sprottið
upp fjórum áratugum eftir sigur sósíalista.
Kúbverskar konur, myndin tengist ekki efni greinarinnar.
1959 var Kastró forystumaður byltingarhreyfingar
sem velti einræðisherranum Fulgencio Batista úr
sessi. Batista var skósveinn stjórnvalda í Washíng-
ton, gjörspilltur varðhundur bandarískra fjárfesta.
Einn af vinningum byltingarinnar var afnám
vændis sem var landlægt á valdaskeiði Batistas
enda var það einræðisstjórninni síður en svo á
móti skapi því það lokkaði bandaríska nautna-
seggi til eyjarinnar. Byltingarstjórnin kom á fót
viðamikilli starfsþjálfun þar sem uppgjafa vændis-
konur lærðu ýmislegt sem nýttist þeim vel í lífs-
baráttuni. En 40 árum síðar er vændi orðið tor-
leyst vandamál að nýju.
Útbreiðsla vændis stafar fremur af efnahags-
erfiðleikum en félagslegum breytingum eða nýj-
um viðhorfum. Þegar Sovétríkin liðu undir lok og
ríki Austur-Evrópu hurfu frá kommúnisma, misstu
Kúbverjar 89% utanríkisviðskipta sinna. Fyrir
þann tíma bjó alþýða manna á Kúbu við þokkaleg
lífskjör enda nutu þeir góðra kjara (viðskiptum við
Sovétmenn. Á öndverðum tíunda áratugnum
heyrði það hins vegar sögunni til.
Það bætir svo gráu ofan á svart að Bandaríkja-
stjórn hefur ekki léð máls á að aflétta algjöru við-
skiptabanni á Kúbu, en það torveldar stjórnvöld-
um þar að afla sér nýrra viðskiptavina. Þvf hafa
Kúbverjar ekki átt annars úrkosti en að snúa sér af
alefli að ferðaþjónustu. Hún hefur vaxið hratt og
ferðamenn flykkst til eyjarinnar, bæði frá Evrópu
og Ameríku.
Sá böggull fylgdi skammrifi að vændi kom
með ferðaþjónustunni. Þetta „þjóðfélagsmein"
varðar enn við lög en þó var það umborið í fyrstu
og litið á það sem fórn sem yrði að færa meðan
efnahagslífið væri í lamasessi. Miðborg Havana
varð þjóðbraut vændis, þegar degi hallaði gat að
Ifta ungar konur og aldnar falbjóða blíðu sína.
Kastró fordæmir andfélagslegt athæfi
Það var svo ekki fyrr en í janúar síðastliðnum að
stjórnvöld gripu í taumana. Kastró forseti for-
dæmdi „andfélagslegt athæfi" sem stöðugt
færðist í aukana á götum Havana og lýsti yfir að
brugðist yrði við því með fjölgun lögregluþjóna í
miðborginni. Þrátt fyrir þessar ráðstafanir dró ekki
úr vændinu, það var hins vegar ekki stundað
lengur fyrir opnum tjöldum. Aukin harka lögregl-
unnar jók bara erfiðleika vændiskvennanna. Or-
sök vandans er eftir sem áður almenn fátækt og
ferðaþjónusta sem býður upp á ódýrt kynlff.
Og stjórnvöld hafa ekki látið „starfsþjálfun-
ina" fyrir róða. Hún fer fram í eins konar vinnu-
búðum þar sem eftirlit er í lágmarki og reynt er að
innræta forhertum vændiskonum sósíalfskt vinnu-
siðferði. Samkvæmt upplýsingum yfirvalda hafði
lögreglan afskipti af 7000 vændiskonum í Havana
f fyrra. Margir telja þó að þær hafi verið mun
fleiri, dregið sé úr vandanum til að koma í veg fyr-
ir almennt uppnám.
Litið er á Kúbu sem einn af helstu ferðaáföng-
um alþjóðlegrar kynlífsþjónustu, eins og Tæland
og ýmis lönd önnur. (Vestur Evrópu, Kanada, Jap-
an og Mexíkó er boðið upp á pakkaferðir sem
fyrst og fremst eiga að höfða til einhleypra karl-
manna. Starfsfólk á helstu hótelum lætur sem
það sjái ekki stúlkur sem „fylgja" gestum upp á
herbergin. Og það sem blasir við á bakka sund-
laugarinnar við Cobacabana hótelið er eins og
afturhvarf til þeirra lostafullu tíma sem ríktu fyrir
byltingu og ollu því að Havana var uppnefnd „Hin
syndum spillta borg." Þarna liggja skvapholda
karlar á miðjum aldri og láta sólina baka sig en
kúbverskar ungmeyjar stjana við þá á alla lund.
Einn þessara saurlífisseggja heyrðist hvísla að fé-
laga sínum: „Hún kostar mig 50 dollara (3700
krónur) á dag, svo það er eins gott að hún standi
sig í stykkinu." Stúlkan lést fyrst verða hneyksluð
á þessum orðum en flissaði svo bara.
Fjárhagsleg neyð hrekur konur út i vændi
Kynlífsferðamenn hafa látið telja sér trú um að
kúbverskar konur séu einstaklega bllðlyndar og
veikar fyrir útlendingum og greiða þeim frá 5 og
upp f 100 dollara fyrir þjónustu þeirra. Sumir
leigja sér „unnustu" I viku í senn, aðrir fara á fund
kvenna sem arka um strætin að næturþeli.
Greiðsla er ýmist reiðufé eða „gjafir" - lúxusvör-
ur sem ekki fást í verslunum á Kúbu, svo sem dýr
fatnaður, ilmvötn og vandaðir skór.
Þvf fer fjarri að vændiskonum sé sýnd almenn
fyrirlitning á Kúbu. Yfirleitt eru þær ekki kallaðar
vændiskonur heldur „jinetara", sem er eins kon-
ar feluorð og vísar til allra sem reyna að verða sér
úti um dollara ferðamanna með blíðubrögðum.
Þessi faraldur ástúðar sem gengur kaupum og
sölum, gerir byltingarsamfélag Kúbverja ótrúverð-
ugt.
„Hvernig getur maður trúað á orðagjálfur um
Kú b u
kommúnisma þegar konurnar leggja stund á 4
vændi? Ég þekki margar konur sem eru „jineter-
as", en það er af brýnni þörf," segir Tomas
Ochoa, tvftugur lyfjafræðingur sem sér sér far-
borða með þvf að selja ferðamönnum vindla.
Aðrír Kúbverjar hvika ekki frá þeirri bjargföstu
sannfæringu sinni að svartur markaður sé ill
nauðsyn á erfiðum breytingatímum, þjóðin njóti
ekki lengur stuðnings Sovétmanna og reyni í
lengstu lög að forðast gjaldþrot á viðsjárverðum
tímum sem einkennist af alþjóðavæðingu efna-
hagslífsins.
„Við neyðumst til að höggva af okkur hand-
legg til að farast ekki. En við spyrjum: Hve mörg-
um útlimum eigum við að fórna til að verða ekki
sóttdauð?" Þetta eru vangaveltur Alejandros,
embættismanns f Kommúnistaflokknum.
Saga Nönnu
Nanna er tvítug og býr í Havana, einstæð móðir
og atvinnulaus. Hún er ein þeirra fjölmörgu
kvenna í höfuðborginni sem sagt hafa sig úr lög-
um við ríki sósíalismans og lifir á vændi. Hún er
afar fríð sýnum, með hrafnsvart hár, Ijósa húð og
hlýtt bros, og tekur hátíðlega hlutverk sfn sem
fyrirvinnu, móður, leigðrar ástvinu og ungrar
konu.
Nanna býr í smá kytru með syni sínum og y
frænda. Það er öðru vísi um að litast í íbúð henn-
ar en nágrannanna því þar má sjá dýran fatnað,
skó og skartgripi. Þetta eru verðlaun sem Nanna
hefur hlotið þau sjö ér sem hún hefur starfað sem
„jinetera."
Nokkur kvöld í viku hverri skilur Nanna þriggja
ára gamlan son sinn eftir hjá grannkonu og fer á
vinsæla túristabari f Havana. Eftir nótt með auð-
ugum Kanadamanni sem siglir um á lystisnekkju,
kemur hún heim með peningaseðla í veskinu,
sækir son sinn, kaupir í matinn og gerir íbúðina
hreina. Það er ávallt matur á borðum Nönnu en á
mörgum kúbverskum heimilum er ekki svo. Hún
er Ifka stolt af nútímalegum heimilistækjum sem
hún á, svo sem myndbandstæki og hljómflutn-
ingstækjum.
„Ég fæ engin tækifæri f þessu þjóðfélagi.
Hvað getum við svo sem gert?" spyr hún.
Val Nönnu endurspeglar óánægju kúbverskrar
æsku með kommúnistastjórn Castros. Gífurlegt
atvinnuleysi og matvælaskortur hafa valdið því að
margt æskufólk trúir ekki lengur á loforð bylting-
arinnar.
Óvissa ríkir varðandi stjórnarfar á Kúbu vegna
versnandi heilsufars Castros og framtíðin er
ótrygg. Ef ný ríkisstjórn gerir ekki gangskör að því
að draga úr kynlífssölu er líklegt að vændi í núver-
andi mynd verði viðvarandi á Kúbu.
Koren Capozza er blaðakona sem býr í Mexfkóborg. Hún
hefur búið og unnið í Suður Ameríku f nokkur ár og skrif-
ar um stjórnmál og félagsmál samtímans út frá sjónar-
horni femínista.
þýtt úr WIN, VSV
16 • VERA