Vera - 01.10.1999, Side 26

Vera - 01.10.1999, Side 26
Hvað er „gott líf"? En sjálfsmynd okkar þroskast einnig í samskiptum við annað fólk. I við- tali við Magnús Didrik Baldursson (1995) talar þýski félagsheimspeking- urinn Axel Honneth um þrjár tegundir viðurkenningar í persónulegri þroskamótun okkar. Hann tekur undir orð mín f upphafi þessa erindis og talar um mikilvægi bernskunnar en hann skoðar viðurkenninguna einnig frá sjónarhóli samfélagsins og talar um viðurkenningu réttarins en þriðja tegund viðurkenningar, sem hefur áhrif á þroska okkar og l(f, segir hann flóknasta og umdeildasta en hún hefur einkum spunnist í kringum hina svokölluðu „samfélagshyggju". Þá snýst spurningin um það hvort við séum aðeins handhafar réttinda eða aðilar sem bindast sterkum böndum sameiginlegra gæða. Hann talar um það að frjálslynd- ir hugsuðir séu þeirrar skoðunar að hlutverk ríkisins sé fyrst og fremst að skapa almenna umgjörð og að spurningin um „gott líf" okkur til handa eða hvernig við viljum haga lífi okkar sé einkamál hvers og eins. Samfé- lagssinnar fullyrði hins vegar að heild samfélagsins geti aðeins starfað eðlilega ef hinar smáu einingar þess geri það einnig. (Ijósi þessa er heildin ekki aðeins formlegur rammi heldur Iffræn heild sem verður að byggja á sögulegri hefð. Þá má spyrja hvort slík þjóðernisleg hefðarhyggja sé raunverulegur kostur nú á tímum eða rómantísk villa. Honneth segir: „Án sterkra tengsla á vettvangi einkalífsins og persónulegra samskipta innan fjölskyld- unnar er persónuþroski einstaklingsins í veru- legri hættu. Um leið er það útbreidd skoðun að þessi persónulegu samskipti verði ekki tryggð nema jafnframtsé tekið tillit til ákveðinna rétt- lætiskrafna. Með því er átt við jafnrétti karls og konu, jafna skiptingu verka og viðurkenn- ingu á sjálfræði barna." (Magnús Didrik Baldursson, 1995). Honneth segist sannfærður um að ekkert þjóðfélag fái haldið velli ef persónuleg sam- skipti og einkalífið fái ekki að endurnýjast með lifandi hætti. Ríkisvaldið getur ekki tryggt slíka endurnýjun með beinum afskiptum. En á hverju ríki ætti að hvíla sú krafa að skapa fé- lagslegar, pólitískar og menningarlegar aðstæður fyrir lifandi persónuleg samskipti. Þá geta þjóðfélags- þegnarnir aðeins verið virkir þegnar í pólitísku lífi að þeir eigi sér frjótt einkalíf sem er lífsforsenda hvaða samfélagsgerðar sem er. Honneth segir ennfremur: „Réttlæti merkir ekki almennt og óhlutdrægt jafnréttisviðhorf, held- ur sértækt viðhorf sem lætur sér annt um farsæld einstaklingsins. Ég kem fram við fólk af réttsýni sem merkir ekkert annað en að ég sýni þvi umhyggju eftir bestu getu." Honneth, A., 1995. Til þess að við aTtum olslsur á mikilvægi þess að við þnrfum að vera eigin bandamenn þurfum við írið, næði og einveru. Ég vék að því í upphafi að á fyrstu æviárunum mótast sjálfsmyndin í samskiptum við foreldra og þá sem standa okkur næst. Er við eldumst fara félagar að hafa meiri áhrif, skipa stóran sess í lífinu. Margvíslegar aðstæður heima fyrir og í umhverfinu hafa sfðan áhrif á þroska okkar. Ef við viljum efla heilbrigði okkar og þroska þurfum við að: • þroska jákvæða og raunhæfa sjálfsmynd • þroska góð og traust vinatengsl • vera virk, finna tilgang með verkefnum okkar Öryggi er undirstaða góðra samskipta við annað fólk og okkur sjálf og að öðlast trú á okkur sjálfar og eigin möguleika. Það er okkar ábyrgð að stuðla að persónulegum þroska. Það má gera á margvíslegan hátt. Evelyn Stefánsson, ekkja Vilhjálms Stefánssonar landkönnuðar, var hér fyrir nokkrum árum. í blaðaviðtali sagði hún að hún væri alltaf að læra eitthvað nýtt og sagði. „Aðferðin til að geta lært er að vera alltaf að læra eitthvað. Við vit- um nú að maður getur útvikkað getu heilans með þvi að örva hann. Það hefur ekkert með aldur að gera. Ef maður hættir að nota heilann, legg- ur til hliðar þá hugsun að læra, þá verður hann óvirkur, en ef maður heldur áfram að læra eitthvað áhugavert og skemmtilegt þá gengur það." (Elín Pálmadóttir, 1995). Evelyn hefur lifað samkvæmt þessari kenningu, hlýjan og lífsgleðin skein úr hverju hennar spori. Hún er nýlega hætt að vinna sem sálgrein- andi, er að skrifa sjálfsævisögu sína en þegar því verki er lokið ætlar hún að byrja að læra eitthvað nýtt. Hún er ein af þessum sterku konum. Ég tel að það sé undir hverjum og einum komið hvort hann ræktar garðinn sinn en það krefst aga og úthalds. Jákvætt viðhorf og Iffssýn getur verið það afl sem gefur okkur styrk, kraftinn sem við þurfum til að stuðla að auknum þroska. Við þurfum að hafa talsvert fyrir því að styrkja jákvætt viðhorf okkar og gildismat, það er eins og það komi ekki af sjálfu sér. Persónulegan vanda má Ifta á sem áskorun, tækifæri til aukins þroska. Veröldin breytist ekki fyrr en við erum tilbúin að breyta okkur sjálfum til hins betra. Mér þykir það athyglisvert við skrif Honneth's, að hann talar um samstöðu og ást þ.e. umhyggjuna, það mikilvæga félagslega gildi sem hafi verið vanrækt um langa hríð. Hann segir feminista öðrum fremur hafa dregið þetta gildi fram í dagsljósið á nýjan leik. Og hann spyr hvort það sé ekki betur við hæfi að rökstyðja og fjalla um jöfnuð með því að skírskota til þess sem eitt sinn hét ást fremur en út frá réttlætishug- myndum jafnréttisstefnunnar. Ég legg þann skilning í þessa hugsun að nú geti ég sagt: „Ég þekki karlmann sem ber svo mikla ást I brjósti til konu sinnar og barna að hann tekur fullan þátt I umönnun barna sinna og heimilis, þ. e. ekki af réttlætisástæðum heldur afást til fjölskyldunnar." HEIMILDIR BJÖRN HARALDSSON. 1971. Hugleiðing um heiðarbýli. I: Árbók Þingeyinga. 14. rg. s: 67-94. ELlN PÁLMADÓTTIR. 1995, 7. mal. Landkönnun I llfinu. Ég hef átt gott líf, átt þrjá alveg frábæra eiginmenn sem... Morgunblaðið, B-blað, s: 2-4. (Viðtal við Evelyn Stefánsson). EMELlA BALDURSDÓTTIR (kennari og bóndi) Samtal um Islenskrar konur. I aprll 1995. FROMM, E. 1974. Listin að elska. Reykjavlk. Mál og menning. HARALDUR BESSASON (fyrrverandi rektor) Samtal um Islendingasögur. I aprll 1995. MAGNÚS DIDRIK BALDURSSON. 1995, 26. mars. Samstaða á grundvelli einstaklingshyggju. Án sterkra tengsla á vettvangi. Morgunblaðið, B-blað, s: 8-9. (Viðtal við Honneth, A.) STEINUNN JÓHANNESDÓTTIR. 1994. Hollusta (slenskra kvenna við fjölskylduna er misnotuð: doktorsritgerð um fjölskylduna. I: 19. Júnl. 44. árg. 1. tbl. S: 10-13. (Viðtal við Dr. Sigrúnu Júlíusdóttur). 26 • VER A

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.