Vera - 01.10.1999, Síða 31

Vera - 01.10.1999, Síða 31
Fyrirtíu árum átti sér stað hræðilegt bílslys á Laugavegi þar sem bíll með tveimur ungum stúlkum lenti í árekstri við strætisvagn. Önnur þeirra, Harpa Sonjudóttir, lést en hin, Hrafnhildur Thoroddsen, slasaðist mjög alvarlega. Baráttu- saga Hrafnhildar og móður hennar, Auðar Guðjónsdóttur, er mörgum kunn. Auður hefur gert allt til þess að Hrafn- hildur fái notið aðstoðar færustu lækna heims og getað náð þeim bata sem mögulegur er. Fyrir fjórum árum kom kínverskur læknir til landsins til að gera aðgerð á henni og árangur þeirrar aðgerðar er nú að koma í Ijós þar sem Hrafnhildur er farin að hreyfa fæturna. En Auður er ekki bara að hugsa um dóttur sína. Hún vill að þekkingin breiðist út en í því efni hefur hún marg rekið sig á að læknar skiptast ekki á upplýsingum. Til að bæta úr því hefur Auður barist fyrir því að stofnuð verði nefnd á vegum hlutlausra aðila og leitaði til WHO, alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar. Þó erfitt væri að komast að Gro Harlem Bruntland framkvæmdastjóra WHO gafst móðirin frá íslandi ekki upp. Hún hefur leitað til kóngafólks í Evrópu og talar á jafnréttisgrunni við þekkta vísindamenn á sviði mænuskaða. í baráttu sinni segist hún hafa að leiðarljósi orð Jesú: „Leitið og þér munuð finna. Knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða." Viðtal: Elísabet Þorgeirsdóttir

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.