Vera - 01.10.1999, Side 43

Vera - 01.10.1999, Side 43
erfitt eða er óvenju döpur, koma þeir og dansa fyrir mig. Þeir eru svona eins og hálfur fingur á hæð." Ég skima um stofuna, ekki laus við öfund, en mér er það ekki gefið að sjá blómálfa. „Svo þegar ég var 7 ára fluttu foreldrar mínir hingað á Patreksfjörð, í þetta hús," heldur Mar- grét áfram. „Pabbi var orðinn heilsutæpur um þetta leyti og svo var hann aldrei mikill bóndi. Hann var aftur á móti ágætur smiður og vildi helst vinna við smíðar." Þú hefur kannske þetta list- ræna handbragð frá honum? „Það er listfengi í föðurætt minni," samþykkir Margrét. „Ein föðursyst- ir mín málaði á silki og önnur var ágætlega skáldmælt. Hjá mér kom handlagni snemma i Ijós, til dæmis hannaði ég og saumaði fermingar- kjólinn minn sjálf. Pabbi mun hafa ætlað að snúa sér alfarið að smíðunum þegar hann flutti hingað. En þá var hann svo óheppinn að veikjast af berkl- um og lá á sjúkrahúsi í eitt og hálft ár. Það var erfiður tími fyrir okkur mæðgurnar. Mamma hafði ekki heilsu til að vinna á þessum árum þó hún fengi bata seinna. Ég gat sem betur fór fengið að vinna í fiski þó ég væri bara 11 ára. Sjálfsagt hefur kaupið ekki verið hátt - ég veit ekki enn hvað það var þvf ég fékk mömmu umslagið óopnað. Hún fékk seðlana en ég smáaurana og voru báðar fegnar. Oft sendi mamma mig líka niður á bryggju til að fá einn og einn þorsk í soðið þegar bátarnir komu að. Ef ég hitti engan sem ég þekkti, eða ef ekki var róið, borðuðum við bara brauð með bræðingi og mjólkursopa eða kaffi. Við vorum milli vonar og ótta allan þennan tíma. Stundum leið pabba betur en stundum versnaði honum. En svo fór hann í uppskurð á Akureyri og loks náði hann þeirri heilsu að hann mátti koma heim. Læknarnir sögðu þó að hann yrði að hlífa sér og mætti alls ekki vera undir miklu vinnuálagi. Hann kom sér þá upp lítilli vinnustofu heima og vann þar síðan við ýmis smærri verkefni. Lækn- arnir nefndu það líka við hann hvort hann gæti ekki komisttil útlanda um tíma, það mundi hressa hann." Og svo fór fjölskyldan til útlanda? „Jé, reyndar fórum við til útlanda þegar ég var 13 ára gömul. Ég veit ekki ennþá hvernig foreldrar mínir hafa fjármagnað þá ferð. Það breytti auðvit- að málinu að systir mömmu var gift stórbónda f Noregi og þangað fórum við, að Trogstad á Öst- fold. Þetta var ævintýri líkast fyrir mig og líklega okkur öll. Við fórum út með Gullfossi með við- komu í Kaupmannahöfn. Á leiðinni yfir hafíð fannst mér eftirsóknarverðast að standa aftur á skipinu, horfa ofan í boðaföllin í kjölfarinu og láta mig dreyma dagdrauma. Við vorum þrjé mánuði f Noregi, dásamlega sumarmánuði. Ég minnist þess hve pabba þótti skógurinn tilkomumikill, öll þessi stóru tré. Kannske hefur smiðurinn í honum Ifka komið þar Margrét með elsta barnabarnið Huldu, sem nú er uppkomin. Meö henni eru nöfnurnar, móöir hennar og elsta dóttir. Margrét og Gunnar. Myndin er tekin á fimmtugsafmæli Margrétar. Margrét með hundana sina. una sína viku áður en giftingin átti að verða. Hún var jarðsungin í brúðarskartinu. Fjölskyldur afa og ömmu voru vinafólk og þegar amma var nýfædd kom afi að sjá hana. Hann virðist hafa orðið heill- aður af barninu þvf hann sagði við langömmu mína: Þú gefur mér nú þessa stúlku fyrir konu. Móðir barnsins játaði þessu, svo undarlegt sem það var nú, og telpan var alin upp við það sjónar- míð að í fyllingu tímans ætti hún að giftast þess- um manni. Þegar hún var 19 ára giftust þau, hann var þá kominn hátt á fimm- tugsaldur. Ég held að hjónabandið hafi samt verið furðu gott en eins og ég sagði dó hann auðvitað löngu á undan henni. En svo ég haldi áfram með mína eigin sögu. Þegar ég var þarna á Östfold hjá ömmu hitti ég mína æskuást. Það voru yndislegir dagar - hver man ekki eftir fyrstu ástinni? En draumaprinsinn hvarf mér jafn skyndilega og hann birtist. Honum buðust önnur tækifæri sem hann tók fam yfir mig. Mér sárnaði ótrú- lega mikið og ég harðnaði líka mik- ið í skapi. Svo er fólk að segja að unglingar séu svo léttlyndir, þeir gleymi strax vonbrigðum. Þetta held ég að sé mjög rangt. Ég get ennþá fundið þennan nístandi söknuð í sálinni. En æskuvinur minn höndlaði ekki það gull og grænu skóga sem hann ætlaði sér. Hann hefur ekki verið heppinn í líf- inu." til. Ég eignaðist strax vini og komst inn í krakka- hópinn f nágrenninu. Við lékum okkur úti og í hlöðunum. Stundum var með okkur f leikjunum þroskaheftur piltur sem átti heima þarna nálægt. Sumir voru smeykir við hann en það var ég aldrei. Okkur kom alltaf vel saman. Kristín frænka mín og maður hennar áttu engin börn en móður- amma mfn og nafna bjó hjá þeim. Og næsta ár spurði frænka mín þau pabba og mömmu hvort ég mætti ekki vera hjá sér um tíma, snúast í kring- um ömmu og svoleiðis. Þetta varð að samkomu- lagi og árið sem ég var 14 ára fór ég aftur að Öst- fold til ömmu minnar og frændfólks. Margrét amma var indæl kona, svo hlý og skilningsrík. Hún hafði lengi verið ekkja þvf aldursmunur var mikill á henni og afa. Ég get ekki stillt mig um að segja sögu þeirra hér, hún er svo ótrúleg. Vilhjálmur afi var 27 ára þegar amma fæddist. Hann var þá í sorg því hann hafði misst unnust- Þú hefur átt dálítið óvenjuleg unglingsár miðað við það sem þá gerðist. „Já, ég fékk auðvitað allt annað sjónarhorn en unglingarnir heima á Patró. Og þegar mér bauðst að fara í vist til Færeyja fannst mér sjálfsagt að prófa það. Það var yndislegur vetur sem ég minn- ist alltaf með gleði. Færeyingar eru svo Ijúft fólk. Þarna í Þórshöfn fór ég í myndlistarnám. Allt gekk eins og í sögu, mér fannst námið auðvelt og skemmtilegt. Ég átti að taka þátt í sýningu og hvað eina. En forlögin eru undarleg. Allt í einu fékk ég slíka heimþrá að mér var varla sjálfrátt. Ég tók mig saman í skyndi, kvaddi kóng og prest og fór heim til Islands." Þú giftist nokkuð ung? „Já, ég giftist þegar ég var 18 ára, norskum pilti að nafni Hermod Lund. Við vorum mjög ástfang- in og mér fannst gæfan brosa við mér. Því miður fölnaði rómantíkin okkar allt of fljótt. Við byrjuð- um búskap í Noregi. Maðurinn minn og félagi hans ráku lítið fyrirtæki saman. En hafi verið hagnaður af því fyrirtæki þá sáum við lítið af hon- um. Meðeigandinn mun ekki hafa verið mjög ná- kvæmur í reikningshaldinu. Við bjuggum í sex ár í Noregi við fremur þröngan kost en þá fór fyrir- tækið í gjaldþrot og við fluttum til íslands. Við eignuðumst tvær dætur á þessum árum, Mörthu og Helen. Ég hafði hlakkað til að eignast Iftil börn VER A • 4 3

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.