Vera - 01.04.2000, Side 3
\E I Ð A B L
Klámiðnaðurinn blómstrar
sem aldrei fyrr
Árið 1976 var efnt til alþjóðlegs réttarmálþings um glæpi gegn konum. Byggt var á per-
sónulegum reynslusögum um heimilisoíbeldi, nauðganir og sifjaspell í þeim tilgangi að
skilgreina glæpi upp á nýtt - út frá forsendum kvenna en ekki forsendum feðraveldisins,
eins og gert hefur verið í aldaraðir. Er þar skemmst að minnast sagna úr Biblíunni (t.d.
Dóm. 19. k) þar sem karlmenn leyfðu nauðganir á konum í deilum sín á milli. Sú saga
er ekki bara gömul heldur ný, eins og við urðum vitni að í stríðunum á Balkanskaga.
Hugmyndina að þessu réttarmálþingi átti dr. Diana Russell sem heimsótti okkur nýlega
og sagði frá áratuga baráttu sinni gegn klámi. I ítarlegu viðtali hér í blaðinu segir Diana
frá því hvernig hin nýja skilgreining á glæpum gegn konum varð undanfari þess að
stofnuð voru kvennaathvörf víða í Evrópu. Sameiginlegt átak kvenna frá fjölmörgum
löndum leiddi til þess að ekki þurfti að byrja á byrjunareit í hverju landi fyrir sig. Al-
þjóðleg samstaða kvenna lyfti grettistaki.
En Diana er ekki eins ánægð með hvernig til hefur tekist í heimalandi hennar, Bandaríkj-
unum, í baráttunni gegn klámi. Þar finnst henni orrustan vera töpuð, konur stóðu ekki
saman og klámiðnaðurinn blómstrar sem aldrei fyrr. Afraksturinn flæðir hingað til lands
án hindrana, t.d. í formi klámblaða fyrir karlmenn og klámmynda á myndböndum.
Internetið er án landamæra og lítil sem engin ráð til að hefta aðgang ungmenna að því
klámi sem þar er að finna. Afleiðing allrar þessarar klámneyslu hlýtur að verða brengluð
tilfmning fyrir kynlífi og óljós skilgreining á því hvað er ofbeldi og hvað ekki.
Rannsóknir Diönu Russell leiða það ótvírætt í ljós að neysla kláms leiði til ofbeldis gegn
konum. Hún segir jafnframt að ef konur séu ekki tilbúnar til að vera á móti klámi þá
gerist ekki neitt. En til þess þurfa konur að þora að athuga hvað klámblöðin og klám-
myndirnar, sem svo mikil eftirspurn er eftir, hafa að geyma. Og er nokkur furða þótt
þær veigri sér við því? Alvarleiki málsins er hins vegar verulegur þegar litið er til þess
að kynlífsþrælasala er orðin hlutskipti hundruða þúsunda kvenna og barna út um allan
heim. Allt styður þetta hvað annað - getur nokkur mælt á móti því? Hér í blaðinu er
hræðileg lýsing á veruleika stúlkna sem hnepptar hafa verið í þennan nútímaþrældóm,
eftir Margréti Frímannsdóttur sem heimsótti flóttamannabúðir á Ítalíu nýlega.
Við Islendingar búum ekki lengur á útskeri þangað sem fréttir af óhugnaði úti í heimi
berast með strjálum skipaferðum. Við erum hluti af heimssamfélaginu, með kostum þess
og göllum, og verðum að þora að horfast í augu við að kynlífsiðnaðurinn teygir anga
sína hingað, með öllu sínu vændi og dópi. Við höfum ekki sérsamninga við mafiur
heimsins um að hlífa okkur við starfsemi sinni. Því fyrr sem við bregðumst til raun-
hæfrar varnar, því betra. Þar geta stjórnvöld lagt sitt af mörkum og eru þau hér með
hvött til þess.
Hver hafa lagt sitf á vogarskálar jafnréttis?
Hver hafa unnið jafnréttisbaráttunni gagn og hver ógagn?
Sendu Veru ábendingar
L Ú S
Bætt löggjöf um fæðingarorlof
sem ríkisstjórnin hefur nú lagt til eins og hún
hefur marglofað, t.d. á ráðstefnunni Konur og
lýðræði og í viðræðum við verkalýðshreyfing-
una. Réttur feðra til þriggja mánaða fæðingar-
orlofs á fullum launum vegur þungt I þvl að efla
sameiginlega foreldraábyrgð, bæði gagnvart
börnum og atvinnurekendum. Einnig var löngu
tímabært að tryggja að mæður haldi fullum
launum I sínu fæðingarorlofi.
Kolbrún Halldórsdóttir, alþingiskona
fyrir skeleggan málflutning gegn klámi og
vændi sem hún hefur haldið uppi I sölum Al-
þingis og vlðar. Kolbrún gerir skýran greinar-
mun á þvi hvað er klám og hvað er erótlk, sem
er allt annar hlutur. Hún hræðist ekki áróður
þeirra sem halda uppi vörnum fyrir klámi í nafni
frelsis og er óhrædd við að taka siðferðilega af-
stöðu.
A3 jafna kynjaskiptingu i náms-
og starfsvali
sem er hluti af þriggja ára átaksverkefni á veg-
um Jafnréttisnefndar Hl, Jafnréttisráðs, stjórn-
valda og fyrirtækja, þar sem einnig verður unn-
ið að því að auka hlut kvenna í forystustörfum
á vinnumarkaði. M.a. verða ungar konur hvatt-
ar til náms i raunvísindum og tæknigreinum á
háskólastigi og ungir karlar til hjúkrunarnáms.
Ný ríkisstjórn Austurríkis
sem lét það verða eitt sitt fyrsta verk að leggja
niður kvennaráðuneytið. Máiefnum kvenna
verður slegið saman við ýmis fjölskyldu- og fé-
lagsmál sem er mikil afturför frá því að sérstakt
ráðuneyti annaðist þau og hafði atkvæði I ríkis-
stjórn, eins og verið hefur sl 25 ár. Jafnframt
verður 370 milljón króna árleg fjárveiting til
málefna kvenna lækkuð um helming.
Happdrætti DAS
fyrir sjónvarpsauglýsingar þar sem slmanúmer
eru birt á konubrjóstum. Græðgislegur karl-
maður kemur þar einnig við sögu og orkar
mjög tvímælis hvort augljós áhugi hans er á
símanúmerunum eða á brjóstunum á bak við
þau.
Nútíma þrælasala
Verslun með konur og börn í kynllfsþrældóm er
orðin opinþerlega viðurkennd meðal þjóða
heims og var fordæmd harkalega á alþjóðlegri
ráðstefnu á Manila á Filippseyjum nýlega. Sllk
verslun er að umfangi talin koma næst á eftir
ólöglegri vopnasölu og eiturlyfjasölu og nefnd-
ar tölur um hundruð þúsunda fórnarlamþa.
VERA • 3