Vera


Vera - 01.04.2000, Síða 6

Vera - 01.04.2000, Síða 6
netast eða barást? Fyrir nokkrum árum varð til nýtt samskiptatól, Irkið eða spjallrásin, eins og við köllum það á íslensku. í fyrstu notuðust eingöngu harðir tölvunaglar við Irkið en með tímanum fóru fleiri að leggja leið sína þarna inn. Að lokum hafði myndast samfélag fólks sem hafði annað hvort rétt kynnt sér Irkið eða var farið að nota það til daglegra samskipta. Sumir létu sér nægja að spjalla við ókunnuga á Irkinu meðan aðrir vildu ganga skrefi lengra og fóru að hitta og jafnvel umgangast nýju kunningjana þaðan. Það fólk sem hafði lagt leið sína á spjall- rásirnar fékk á sig viðurnefnið Irkarar. Að vera Irkari eða vera ekki Irkari greindi nú einstaklinga hvern frá öðrum. WTtir sem ekki voru Irkarar fóru að tala um þennan nýja og mjög svo framandi samskiptamáta og velta því fyrir sér hvort eitthvað undarlegt væri þarna á seyði. Fjölmiðlar ýttu undir þær raddir að þetta Irk-stand væri kannski ekki alveg í lagi, og í hvert skipti sem eitthvað óvenjulegt kom upp á var því slegið upp sem frétt. Klám, pervertar, barnaníðingar, feitir, sveittir karlar og nördar voru orð sem almenningur tengdi við Irkið, og þá einnig internetið. En er þetta reyndin? Hverjir eru það sem hanga á Irkinu? Eru það ein- ungis einmana sálir sem finna sig ekki í tilverunni annarsstaðar? Eða er sagan kannski bara að endurtaka sig? Erum við sem fyrr einungis hrædd við það sem við ekki þekkjum og ofur tilbúin að fordæma hið ókunna? Þegar talsíminn fór að sjást á heimilum fólks á sínum tíma voru ófáar háværar og íhaldssamar raddir meira en tilbúnar að dæma þann „ópersónulega" samskiptamáta. Öll vit- um við hvernig því máli lyktaði. Tilfinningasambönd í gegnum tölvu Nú er málum þannig háttað að einstaklingar sem sækja reglulega í félagsskap á Irkinu eru farnir að stofna til náinna kynna með öðr- um Irkurum og sögur fara af milliríkjasamböndum sem í sumum tilfellum leiða til hjónabands. Það hefur semsagt orðið til nýr vett- vangur fyrir fólk í leit að maka. En nýjabrumið er ekki ennþá far- ið af Irkvettvangnum og ennþá heyrast gagnrýnisraddir sem lýsa yfir óánægju sinni með það að fólk geti stofnað til tilfmningasam- banda í gegnum tölvuna. Það verður að viðurkennast að þetta er nýstárleg leið en hvort hún sé eitthvað afbrigðileg má deila um. Breytt kvenhlutverk? Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hlutverk konunnar í nú- tímasamfélagi. Aður fyrr voru kvenhlutverkin fá og niðurnjörvuð en í dag viljum við trúa því að kvenhlutverkin séu fjölbreyttari. Samt sem áður höldum við fast 1 gamlar kreddur - gömul kven- hlutverk - og píslarganga konunnar við að berjast fyrir mannrétt- indum sínum heldur áfram og þá sérstaklega þeim mannréttind- um að hún fái að vera frjáls kynvera, laus við öll höft, boð og bönn. Ef við skoðum Irksamskiptin — kynni fólks þar — og berum þau saman við aðrar „mökunarleiðir" í samfélaginu kemur margt at- hyglisvert í ljós. Kona í leit að maka, hvort sem um ræðir til einn- ar nætur eða til lengri tíma, getur farið nokkrar leiðir. Sú hefðbundna: kona getur haft sig til og lagt í langferð á barinn. Þar skipar útlitið stóra rullu og því betra sem sjálfstraust hennar er út á við, þess auðveldara á hún líklega með samskipti sín við karl- eða kvenpeninginn á barnum. I mörgum tilfellum neyta konur áfengis og nota það jafnvel til að auka sjálfstraust sitt. Þessi leið er 6 • VERA

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.