Vera - 01.04.2000, Side 12
N E I A S I
B A R A S T
nnvmf/v Ipruhir
Reynslusögur af netsamskiptum
Irkisins
Laufey Jóhannesdóttir
Það var á haustdögum fyrir nokkrum árum að ég
komst fyrst í kynni við Irkið. Eg hafði að áeggjan vinnu-
félaga tekið tilboði einhvers netfyrirtækis um fría
nettengingu. Kvöld eitt, þegar rigningin beljaði óvenju
einmanalega á eldhúsglugganum, droppaði gamall vin-
ur við. Með kaffinu deildi hann með mér sögum um
nýjasta áhugamál sitt. Nú var hann farinn að sitja öllum
stundum fyrir framan tölvuna sína og spjalla. Hann var
búinn að uppgötva Irkið. Hann var kominn í ótrúleg
sambönd við fólk, aðallega kvenfólk, hér og þar í heim-
inum. Atti nú góða vinkonu á Selfossi og væntanlega
kærustu í Brasilíu. Þetta hljómaði spennandi. Án for-
talna settist hann við tölvuna mína og var, fyrr en ég
hafði áttað mig, búinn að tengja mig hinum ónumdu
lendum Irkisins.
Þegar vinur minn fór, hafði ég varla tíma til að líta
upp og kveðja. Ég var í þann veginn að komast í mjög
náin kynni við nokkra menn. Einn sagðist búa í Kefla-
vík, annar í Kópavogi og sá þriðji var sjómaður úr Grindavík, að
mér skildist. Ég var vægast sagt mjög spennt. Þegar fyrsta kvöldinu
mínu á Irkinu var lokið hafði ég eytt u.þ.b. sex klukkustundum af
lífi mínu í að deila gleði og sorgum með mönnum sem ég hefði
ekki þekkt á götu. Einn hafði jafnvel gerst svo opinskár að segja
mér frá þeirri reynslu sinni að liggja á gægjum og horfa á ung-
lingsstúlku baða sig. Ég vissi ekki alveg hvers vegna hann var að
segja mér þetta. Daginn eftir vaknaði ég með timburmenn. Mér
leið ekki sérlega vel. Það var einhver óljós tilfmning um að ég
hefði verið að gera eitthvað af mér. Hvers vegna var ég sex tíma á
netinu og hvers vegna leyfði ég þessum múrara úr Keflavík að
segja mér þessa ógeðfelldu sögu um gluggagægjurnar? Ég snerti
ekki tölvuna í margar vikur.
Varaðist persónugreinanlegar upplýsingar
Einhverju sinni í endaðan nóvember, þegar ég hafði átt sérstaklega
erfitt með að einbeita mér við próflesturinn, datt mér í hug að
heimsækja Irkið aftur. Bara rétt að athuga hvort ég gæti ekki haft
betri stjórn en áður. Nú tók ég enga sjensa. Stoppaði allt tal strax
og það var orðið eitthvað tvírætt og varaðist að gefa persónugrein-
anlegar upplýsingar um mig. Nú gekk allt betur. Tveir tímar á Irk-
inu og enginn hausverkur. Bara gott innlegg í leiðinlegan próflest-
ur. Næstu vikurnar fór ég reglulega á Irkið. Fljótlega urðu það bara
nokkrar ákveðnar persónur sem ég var tilbúin að eyða tíma mínu
í að spjalla við. Þetta urðu IRK-vinir mínir og hafði ég á tímabili
meiri áhuga á samskiptum við þá í gegnum tölvuna mína en á því
að fá gömlu, góðu vini mína í kaffi.
Að því kom að tímabært var að ganga skrefi lengra og hitta eitt-
Föstudagsævintýri
Sem sé föstudagskvöld. Sé ég til í ævintýri þá er það helst á föstu-
dagkvöldum. Það var komið að því. Klukkan var langt gengin í tvö
þegar ég aulaði upp úr mér heimilisfanginu mínu við manninn,
númerinu á bjöllunni og á hvað hæð ég bý. Næstu 45 mínútur
voru ekki þær auðveldustu sem ég hef lifað. Yfirkomin af spennu
gekk ég um gólf og beið eftir að dyrabjallan hringdi. Gekk út að
glugganum til að kíkja eftir bílaumferð og að útidyrahurðinni til
að kíkja eftir mannaferðum. Ég var að tryllast. Ætli ég lifi þetta af?
Svo hringdi síminn. Hann var fyrir utan. Bara bíllinn sem hann var
á sagði mér að ég hefði eitthvað misreiknað mig. Bakvið gardínur
fylgdist ég með þegar vinurinn steig út úr bílnum. Eitthvað var
vaxtarlagið öðruvísi en ég átti von á. Hann hafði ekkert sagt mér
frá því að ummálið væri ekki í réttum hlutföllum við hæðina. Ég
lét mig samt hafa það að hleypa manninum inn í stigaganginn
þegar dyrasíminn hringdi. Það er ekki mjög auðvelt fyrir þá sem
ekki þekkja sig í blokkinni minni að rata á réttar dyr. Ég sá út um
hvað af þessum félögum í eigin persónu. Ég valdi fyrst náunga
sem virtist vera þokkalega gefinn, fljótur að hugsa og hafði
húmorinn í lagi. Við höfðum nokkru sinnum talað saman í síma
og hafði hann pressað töluvert á mig að hitta sig. Eitt föstudags-
kvöldið, eftir langt spjall, tók ég ákvörðun. Nú skyldi verða af því.
Hugmyndina hafði ég áður viðrað við kunningjakonu mína en
hún hafði þreifað fyrir sér í blindum stefnumótum við menn af
símalínum. Hún ráðlagði mér, út frá sinni reynslu, að ef af því yrði
að ég hygðist hitta einhvern af netinu þá skyldi ég gera það heima
hjá mér. Það hafði henni gefist best.
%
12 • VERA