Vera


Vera - 01.04.2000, Síða 16

Vera - 01.04.2000, Síða 16
A I hl A E N A K Q N LJ R Hafa sanmað og selt sæmgurfatnað í VersluninVerið á Njálsgötu átti nýlega 40 ára afmæli. Verið hefur alltaf verið í eigu kvenna og fyrirtækið er ekki eingöngu verslun heldur sængurfataffamleiðandi. Þar hefur verið saumuð gæðavara úr vönduðum efnum - vara sem alltaf verður þörf fyrir - frá því fyrirtækið var stofnað. Þó að ýmsar bylgjur hafi gengið yfir landið hvað varðar tísku og smekk fyrir sængurfatnaði hefur eftirspurn eftir fram- leiðslu fyrirtækisins verið stöðug og fer síst minnkandi.Við ræddum við núverandi eigendur Versins, mæðgurnar Ernu Kristins- dóttur og Elínu Kolbeins. Ema Kristinsdóttir keypti Verið eflir að tiafa unnið þar í 30 ár. Her er hún við velasarnstæði] sem saurnar rn.a. milliverk f vöggusett. Erna hóf störf hjá fyrirtækinu árið 1962 en keypti það þrjátíu árum seinna og fimm árum síðar gekk dóttir hennar til liðs við hana. Stofnendur Versins voru hins vegar þær Selma Antoníusar- dóttir og Emilía Þorgeirsdóttir. Þær voru vinkonur, höfðu kynnst á berklahælinu að Vífilsstöðum þar sem þær lágu báðar. „Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Selmu og vinna með henni. Það var virkilega lærdómsríkt," segir Erna. „Hún var búin að berjast við berklana og fara í margar aðgerðir en það dró ekki úr henni kraftinn. Hún var full af eldmóði og kjarki. Það þurfti mikið þor á þessum tíma fyrir konu að stofna fyrirtæki. Kveikjan að stofnun Versins var happdrættisvinningur sem Selma fékk hjá SIBS. Hún var óbreytt alþýðukona, gift og átti börn, en vildi ekki að peningarnir færu í heimilisreksturinn heldur í eitt- hvað sérstakt. Hún ákvað því að kaupa saumavélasamstæðu sem varð grunnurinn að fyrirtækinu. Emilía var systir Magnúsar, stofn- anda verslunarinnar Pfaff, og hann studdi þær stöllur í að fara til Þýskalands til að læra á vélina. Emilía gekk síðan fljótlega út úr fyr- irtækinu en hún var Selmu mikill stuðningur í upphafi. Vélin reyndist happagripur en í henni eru fimm saumavélar sem sauma samtímis munsturbekki, t.d. í vöggusett, sem Selma lagði mesta áherslu á að framleiða í upphafi. Þegar hún stofnaði fyrirtækið, 1960, voru konur í auknum mæli að fara út á vinnumarkaðinn og höfðu minni tíma til að vinna handavinnu eins og þær höfðu gert. Við erum nýhættar að nota þessa vélasamstæðu og ætlum að af- henda hana Arbæjarsafni.” Kvennafyrirtæki Erna keypti fyrirtækið ásamt Guðrúnu Sigursteinsdóttur árið 1992 en í millitíðinni átti Kristín Arnadóttir fyrirtækið. Maður Kristín- ar, Sveinbjörn Jónsson, er líklega eini karlmaðurinn sem hefur af- greitt í versluninni við Njálsgötu. Erna hefur yfirumsjón með saumastofunni en þar vinna að jafnaði fjórar manneskjur. Elín er jöfnum höndum á saumastofunni og að stjórna versluninni en þar hefur Gríma Sveinbjörnsdóttir unnið í 30 ár. Fleiri starfsmenn eiga langan starfsaldur að baki, t.d. hefur Guðrún Eggertsdóttir unnið hjá þeim í 13 ár og Sigurveig Einarsdóttir í sjö ár. Eiginmaður Ernu og faðir Elínar, Eyjólfur Kolbeins, hefur nú blandað sér í kvenna- hópinn eftir að hann fór á eftirlaun. „Hann hjálpar til við að sníða og fer á pósthúsið.Við seljum mikið í póstkröfu, bæði út á land og til annarra landa. Það er gott að hafa hann í slíkum snúningum," segja þær mæðgur. Fyrir tveimur árum flutti saumastofaVersins í rúmgott og þægi- legt húsnæði við Bíldshöfða. Fyrsta saumastofan var á horni Skólavörðustígs og Bergstaðastrætis og síðan hefur hún verið á ýmsum stöðum í bænum. „Það hefur margt breyst síðan ég byrj- aði,“ segir Erna. „Fyrirtækið hefur vaxið mikið og framleiðslan aukist. Við saumum óhemjumikið af sængurverum, koddaverum, teygjulökum og vöggusettum úr vönduðum efnum — bómullar- damaski eða satíni. Við framleiðum líka sængur og kodda úr inn- fluttum dúni og svo er alltaf mikið um sérsaum. Til dæmis hefur aukist mikið að konur komi með milliverk, sem þær hafa heklað eða saumað, og við sjáum um að sauma sængurfatnaðinn. Við saumum líka stafi í sængurfatnað og í handklæði og höfum nýlega fengið tölvustýrða saumavél til þess.” 16 • VERA

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.