Vera


Vera - 01.04.2000, Síða 18

Vera - 01.04.2000, Síða 18
„Það er gott að vita hvað maður vill gera í lífinu í stað þess að synda bara í allar áttir og gera ekkert vel.” „Við ætlum ekkert endilega að verða frægar, bara halda áfram að búa til tónlist." Nafnið er ekki sótt í þáttinn um Múmínálfana heldur valið vegna þess að það fer vel í munni, hljómar vel en það þýðir ekki neitt. Hljómsveitin Múm var valin „Bjartasta vonin" þegar íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent nýverið og eru liðsmenn sveitarinnar að vonum hamingjusamir með þá útnefningu. Jóhanna Vigdís hitti þær Gyðu og Kristínu, Múm-tvíburana, á Svarta Kaffi og þær sögðu henni nánar af samskiptum sínum við tónlistargyðjuna. Kristín og Cyða, sem eru 18 ára, koma blaðamanni fyrir sjónir sem ósköp indælar og ákveðnar ungar konur. Ef Gyða hefur setningu þá lýkur Kristín henni yfirleitt, og öfugt, þannig að ekki er mögu- legt að greina þær í sundur. Lesendur verða því að sætta sig við einradda Múm-tvíbura og geta jafnvel ímyndað sér fyrirbæri, Múm-skrímsli, þar sem annar helmingurinn leikur á selló á meðan hinn spilar á píanó. „Við erum á tónlistarbraut MH, það er fínt, gefur okkur meira svigrúm til að einbeita okkur að tónlistinni." Kristín er að læra á píanó en Gyða leikur á selló. „Hljómsveitin Múm var stofnuð af Gunnari Erni og Örvari, sem áður voru í hljómsveitinni Andhéri, en við kynntumst þeim í MH." Þar fluttu þær tónlist sem Gunnar og Örvar sömdu við leikrit sem MH setti upp. Þær eiga erfitt með að lýsa tónlist Múm, „en ömmu finnst hún frábær, svo angurblíðir tónar, eins og hún orðar það. Sumir tala síðan um argasta hávaðapönk en þeir hljóta reyndar að hafa hlustað á aðra plötu en okkar. Svo virðist sem fólk heyri ná- kvæmlega það sem það vill heyra þegar það hlustar á Múm." Hljómsveitin tekur upp grunna í hljóðveri sem hún síðan spilar yfir á tónleikum. Stundum spinnur hún lögin upp á tónleikunum en stundum eru þau fullkláruð, það eru aðallega ný lög sem taka breytingum milli tónleika. Blaðamaður spyr þær Gyðu og Kristínu hvort þær séu góðar vinkonur, sem er reyndar heimskuleg spurning miðað við að þær virðast gera allt saman. „Á tímabili vorum við að reyna að eignast sitt hvorn vinahópinn en það gekk ekkert þar sem okkur líkar alltaf vel við sama fólkið. Þannig að við erum bara búnar að sætta okkur við að eiga sama vinahópinn og erum góðar vinkonur." Þær segjast hins vegar alls ekki vera mjög líkir persónuleikar og þegar ég spyr þær hvað þeim líki verst í fari hvor annarrar finna þær ekkert. „Ef það væri eitthvað til að tala um myndum við sko ekki gera það í blaðaviðtali." 18 • VERA

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.