Vera


Vera - 01.04.2000, Page 20

Vera - 01.04.2000, Page 20
Klám er niðurlægjandi fyrir konur rætt við bandaríska femínistann Diönu Russell Bandaríska baráttu- og fræðikonan Diana Russell kom hingað til lands sem gestur Stígamóta í tilefni af 10 ára afmæli samtakanna. Þann n. mars flutti hún opinberan fyrirlestur í Iðnó fyrir troðfullu húsi. Russell hefur helgað ævi- starf sitt baráttunni gegn kynferðis- glæpum og ofbeldi gegn konum og hún hefur, ein eða með fleirum, skrifað eða ritstýrt fimmtán bókum og auk þess haldið fjölda fyrirlestra. Rannsóknir hennar hafa brotið blað og opnað upp umræðu um samfélagsleg tabú. Meðal þeirra málaflokka sem hún hefur snert á má nefna nauðgun, sifjaspell, sadó/ masókisma, kvennadráp eða femicide — hugtak sem hún hefur endurvakið en það þýðir dráp á konum af því þær eru konur. Hér á landi er Russell þó kannski þekktust fyrir skrif sín um klám en hún hefur skrifað og ritstýrt þremur bókum um efnið. Sú áhrifamesta heitir Against Pornography. The Evidence of Harm og kom út árið 1993. Fyrirlesturinn sem hún flutti í Iðnó var að stórum hluta byggður á efni þeirrar bókar. Viðtal: Þorgerður Þorvaldsdóttir 20 • VERA

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.