Vera


Vera - 01.04.2000, Síða 22

Vera - 01.04.2000, Síða 22
stúlkum í þessu handahófsúr- taki hafði verið fórnarlamb einhverskonar kynferðislegrar misnotkunar. A þessum tíma- punkti var samfélagið tilbúið að viðurkenna að kynferðislegt ofbeldi gegn börnum væri veruleiki sem takast þyrfti á við. Ég fékk niðurstöður sem aldrei höfðu sést áður vegna þess að ég þróaði mína eigin aðferðafræði. Eg er femínisti og vísindamaður og það er vinningsblanda. Mikilvægast var að velja fólk til að taka við- tölin sem ekki var fyrirfram blindað af nauðgunargoðsögninni. Ef fólkið sem tek- ur viðtölin trúir því fyrirfram að konur geti sjálfum sér um kennt ef þeim er nauðgað, getur það ekki búist við því að viðmælend- urnir opni sig fyrir þeim. Sumir hafa hald- ið því fram að maður eigi ekki að þjálfa fólkið sem tekur viðtölin vegna þess að þar með sé komin slagsíða í rannsóknina. Ég svara þess þannig að slagsíðan er til staðar. Málið er að velja fólk sem ekki hefur fyrir- fram gefna fordóma og þjálfa þau síðan upp, og þar með rétta slagsíðuna af. Það breytir hreinlega öllu fyrir rannsóknina. Ein af jákvæðustu upplifunum sem ég verð fyrir er þegar konur víðsvegar að úr heim- inum koma til mín og segjast stöðugt vera að nota rannsóknir mínar, og að þær hafi breytt lífi þeirra.“ En nú er ég orðin forvitin að heyra hvað Russell hefur að segja um klám, og klám- stríðið sem hefur geysað í Bandaríkjun- um, en því hefur verið haldið fram að það sé einhver djúpstæðasti og alvarleg- asti ágreiningur sem upp hefur komið milli femínista og því er spáð að þar muni aldrei gróa um heilt. „Afskipti mín af klámi byrjuðu í Dan- mörku árið 1974 þar sem ég fór ásamt dönskum femínistum í klámbúðir. Þar keypti ég helling af klámefni og tók með mér til Bandaríkjanna og sýndi það konum í kvennahreyfingunni. Þeirra viðbrögð voru: „O, hvað er svona athugvert við þetta? Þetta er bara klárn." Ég varð því að byrja á því að fræða femínistana, „snúa þeim.“ Þær voru eins og hverjir aðrir, þær samþykktu klám vegna þess að það var ekki til femínísk greining á klámi, bara frjáls- lynda afstaðan: „Klám er um kynlíf, kynlíf er gott. Ef þér líkar ekki klám þýðir það að þú ert á móti kynlífi." Okkar aðferð var að sýna klám, hengja það upp á veggi. Það dugði þó skammt vegna þess að fólk leit undan, forðaðist það. Þá varð að fá það til að setjast niður og sýna því myndir. Okkar hópur í San Francisco varð fyrsta „Konur gegn klámi" hreyfmgin í Bandaríkjunum. Og við gerðum kraftaverk. Við gáfum út fréttabréf, skipulögðum mótmælafundi og göngur og héldum stóra ráðstefnu. Við fengum mikla athygli frá fjölmiðlum. Upp úr þessu varð til „femíníska greiningin" gegn klámi, í gengum okkar verk. Síðan gerðist það um það bil þremur árum seinna að það fór að þróast nýtt afl, „gegn okkur“ innan femínistahreyfmgar- innar. Þetta byrjaði með allsherjar uppreisn gegn sjónarmiðum okkar þar sem því var haldið fram að við værum að halda að fólki þröngum siðferðisviðmiðum um fólk og kynferðislanganir þess, og að við vær- um í einhverskonar bandalagi við hægri öfl í samfélaginu. „Konur gegn ritskoðun" var ein birtingarmynd þess. Af einhverri ástæðu voru sósíalískir femínistar einnig fylgjandi klámi, og mjög harðar gegn okk- ur. Þær hafa gjarnan verið undir sterkum karllegum áhrifum og mótaðar af karlapólitík, svo þær héldu því fram að þetta væri allt í lagi. Sósíalísku femínistarn- ir studdu líka S&M lesbíur, en þær gáfu út bækur sem fjölluðu um það af hverju væri í lagi fyrir konur að taka þátt í sadó/ma- sókisma og sýndu myndir af konum að berja hver aðra. S&M varð að tískubylgju í lesbíusamfélaginu og allir voru svo frjáls- lyndir. „Hver er ég að dæma hvað fólk ger- ir, fullorðið fólk sem tekur þátt af fúsum og frjálsum vilja?" sagði fólk. Þetta varð til þess að ég, ásamt þremur öðrum, skrifaði bók þar sem við réðumst harkalega gegn S&M.Vendipunktur var síð- an lagafrumvarp gegn klámi sem Catherine MacKinnon og Andrea Dworkin smíðuðu og lögðu fram og þau urðu býsna áhrifamikil. Lögin fóru næst- um því í gegn á nokkrum stöðum og það varð virkileg ógn. Fyrir þann tíma höfðum við aðeins í höndunum femín- ískan kenniramma en þetta voru lög, og allir tengdu þau við ritskoðun. Það hefur alltaf verið eitt helsta áróðursbragð í klámstríðinu að kalla hvaðeina sem er „gegn klámi" ritskoð- un. Allavega, þetta varð til þess að það mynduðust tveir algjörlega ósættanlegir pólar, með og á móti klámi. Margir sögðu um okkar málstað: „O, þetta verður til þess að lesbískt efni verður ritskoðað." Ut frá mínum bæjardyrum séð er það fínt, mikið af því ætti að vera ritskoðað vegna þess að það er klám. En þá er því haldið fram að allt lesbískt eða samkynhneigt efni sé í lagi. Hversvegna? Því skyldi vera tvöfalt sið- gæði? Á að vera sjálfsagt að sýna lesbíur skera hvor aðra í sundur, konur að gera eitthvað við konur sem væri ekki í lagi ef karlmaður gerði sama hlut við konu? En hlutirnir hafa breyst, það er mjög erfitt að fá eitthvað „gegn klámi" geflð út í dag, mjög erfitt. Enginn vill vita af því. Svo ástandið er virkilega erfitt fyrir okkur." Nú hafa íhaldsöfl í Bandaríkjunum, Christian Right til dæmis, að einhverju leyti tekið upp ykkar rök og málstað. Hvað getur þú sagt mér um þetta óheilla- vænlega samkrull? „Hægri íhaldsöfl og „The Christian Right“ hafa alltaf verð á móti nekt og kyn- lífl, þannig að ég vil ekki meina að þeir hafi „stokkið á okkar“ málstað. Einn leið- togi þeirra heyrði mig reyndar tala alveg í byrjun og hann varð uppnuminn. En við þróuðum okkar greiningu algjörlega óháð þeim, að sjálfsögðu. Það er femínísk grein- ing, algjörlega, byggð á femínískri hug- myndafræði. Við tölum ekki um að eitt- hvað sé hneykslanlegt, heldur að það sé of- beldisfullt gagnvart konum á meðan þeirra nálgun byggist á því að hverskyns sýnileiki kynlífs sé óhreinn, sóðalegur, viðbjóðsleg- ur, syndsamlegur og á því byggist hug- myndin um hið hneykslanlega „the ob- scene“ sem þeirra málflutningur byggist á. Við tengjum okkar greiningu og gangrýni 22 • VERA

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.