Vera


Vera - 01.04.2000, Síða 23

Vera - 01.04.2000, Síða 23
ekki við það hugtak. Eitt er rétt þó, þeir hafa nú bætt við í skilgreiningu sína að klám sé niðurlægjandi fyrir konur, en það er nýtt innan þeirra hugmyndaramma." Segðu mér frá kenningum þínum um klám sem þú byggir andstöðu þína á. „Eg er algjörlega sannfærð um að klám hvetur til ofbeldis gegn konum. Eg trúði því ekki sjálf til að byrja með, jafnvel þótt mér hafi alltaf fundist klám óþægilegt. Eg byrjaði á því að skoða þær rannsóknanið- urstöður sem þá lágu fyrir og þær voru all- ar sammála um að klám væri skaðlaust. En þegar ég skoðaði rannsóknirnar sjálfar að standa nakin og vera stungin til bana. Sjálf held ég því fram að ég hafi algjör- lega skothelda kenningu um orsakasam- band á milli kláms og ofbeldis gegn kon- um, einkum og sér í lagi nauðgana. Enginn hefur bent á þverstæður í henni og sagt að hún standist ekki út af þessu, eða þessu. Þetta er hinsvegar hugmyndafræðilegt stríð og það kallar á aðgerðir. Ef fórnarlömbin, í þessu tilfelli konur, eru ekki tilbúin að gera eitthvað þá breytist ekki neitt. Rétt eins og ef svartir hefðu aldrei sameinast og barist gegn kynþáttahatri, þá hefði kynþáttahatur haldist algjörlega óbreytt. Það var til dæm- is opnuð búð í San Francisco sem seldi beldisfullt." Konur vilja yfirleitt ekki trúa því að menn þeirra noti klám vegna þess að það kostar átök í sambandinu og oftast nær vita þær ekki af því. Klámiðnaðurinn er síðan alltaf í sókn vegna þess að eitt af lögmálum klámsins er að það verður alltaf að ganga lengra og lengra, annars hættir það að virka, mönnum hættir að standa. Hluti af aðdráttaraflinu er líka tabúið, ef það hættir að vera tabú þá þarf að ganga lengra og finna upp eitthvað nýtt. Það er svona gengisfelling í gangi. Það sem eitt sinn var „hard core“ eða gróft klárn verður „soft core“ eða léttklám. Dynamíkin í klámi er semsagt að það verður grófara og Hér er dregin upp afskaplega einsleit kvenímynd og það gildir raunar um fullt af „venjulegum" tímaritum líka. Hér er gefin forskrift af því hverslags brjóst þú átt að hafa, hverslags líkama samfélagið vill sjá. Jafnvel þótt fólk trúi því ekki að klám orsaki ofbeldi gegn konum, þá er það skaðlegt að þessu leyti. Það skaðar sjálfsmynd kvenna. fannst mér þær mjög ósannfærandi og ég kom auga á slagsíðu. Mín niðurstaða var því sú að þessar rannsóknir sönnuðu alls ekki skaðleysi kláms, þvert á móti. Og eins og með öll önnur svið sem lúta að ofbeldi gegn konum, um leið og sett hafði verið fram femínísk greining endurskoðuðu vís- indamenn rannsóknarspurningar sínar, og gettu að hvaða niðurstöðu þeir komust? Nú, femínistarnir höfðu á réttu að standa, rannsóknir studdu okkur. Þetta var fyrir klofninginn á milli femínista með og á móti klámi. Seinna, eftir að okkar sjónar- mið varð óvinsælt, túlkuðu fræðingarnir niðurstöður sínar upp á nýtt, á þann hátt að þær sönnuðu í raun ekki neitt. Edward Donnerstein, sem á sínum tíma fullyrti að það væri sterkara orsakasamband á milli ofbeldisfulls kláms og raunverulegs ofbeld- is gegn konurn en á milli reykinga og lungnakrabbameins, reis nú upp og sagði að klám væri ekki alslæmt, „slazzer" myndirnar væru verri. Sjálf lít ég á þær sem klám. Okei, þær sýna ekki raunveru- legar ríðingar, en þær sýna nakta konu í baði sem síðan er stungin til bana. Það fell- ur ekki að þröngum lagalegum skilgrein- ingum á því hvað er kynferðislega opin- skátt, en þær takmarkast við að raunveru- legar samfarir séu sýndar. Mín femíníska skilgreining gengur hinsvegar út frá því að þegar þú sameinar kynlíf eða nekt við eitt- hvað niðurlægjandi, þá sé það klám. Að mínu viti er það sannarlega niðurlægjandi bækur og dót sem var uppfullt af gyðinga- hatri. Daginn eftir var ráðist inn í búðina og hún gjöreyðilögð. Skemmdarvargarnir komust upp með það, vegna þess að al- menningsálitið var þeirra megin. Síðan hefur enginn reynt að opna búð með áróðri gegn gyðingum. Hei, klámiðnaður- inn heldur hinsvegar áfram að blómgast, enginn gerði neitt, og nú er orrustan töp- uð. Það veit enginn einu sinni hvar ætti að byrja. Ef við konur sameinumst ekki í bar- áttunni gegn því sem skaðar okkur, þá breytist ekki neitt." En af hverju hefur femínistum reynst svona erfitt að sameinast í baráttunni gegn klámi? Hversvegna gerist ekkert ef það er jafn skaðlegt og þú heldur fram? „Astæða númer eitt er auðvitað sú að karlmenn vilja klám, þeir nota það og þeir eru ekki tilbúnir að láta það frá sér. Alls ekki allir þó, að sjálfsögðu. Flestar konur hinsvegar skoða aldrei klám svo þær vita raunverulega ekki hvað þarna er á ferð, og þær vilja í raun og veru ekki vita það. En þetta er flókið samspil. Karlmenn örvast af nekt, sem í klámi er sýnd í bland við of- beldi. Til dæmis nakin kona með sígarettu stungið upp í leggöngin, en hér er ég með tiltekna mynd í huga. Það er sem sagt nekt- in sem örvar, sú staðreynd að framsetning- in er um leið ofbeldisfull er í upphafi ekki það sem dregur þá að. Það er ekki: „O, þetta er örvandi vegna þess að það er of- grófara. Og núna, með allt klámefnið á Netinu. Maður veltir bara fyrir sér hvert þetta muni leiða." Hvað er þá til ráða? „Konur þurfa að grípa til aðgerða. Framtíð femínistahreyfmgarinnar hefur verið talsvert í umræðunni og nýlega komu út tvær bækur um sögu kvenna- hreyfmgarinnar. Önnur er eftir Ruth Rosen en hin Susan Brownmiller. Þannig að nú höfum við allar þessar greiningar á „gamla tímanum." Þær eru ekki beinlínis að segja að það sé búið, en ég held það hafi verið Deadra English sem sagði: „Oh, vá, við erum ekki reiðar lengur. “ Eg bara fórna höndum. Einhver sagði að baráttan tæki á sig annað form núna, mótmælagöngur væru ekki eina leiðin. Eg veit vel að það er ekki eina leiðin, en það er sannarlega ein leið. En hversvegna gerist ekkert lengur? Eg veit það ekki. Og hvað á að gera í sambandi við klám? Eg satt að segja veit það ekki. Konur bregðast ekki við, þær hafa gefist upp. Við erum bara örfáar sem erum enn að berjast. Það er samt fullt af konum sem eru á móti klámi, meirihlutinn er á móti því. Það eru eingöngu topparnir, þeir sem eru hámenntaðir, útgefendur, og háskóla- fólk sem eru fylgjandi klámi. Verkalýðs- stéttin er mjög sterk gegn því, engin spurning. En elítan hefur völdin. Þeir gefa ekki út okkar efni, það er kaldhæðnin í þessu, talandi um ritskoðun. Það eru þeir VER A • 23

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.