Vera


Vera - 01.04.2000, Page 27

Vera - 01.04.2000, Page 27
Kipnlíkvi?) 777/7/ Snæfríður Baldvinsddttir, fyrrverandi fyrirsæta, lysir reynsln sinni „En feguröina Lítillækar auglýsingar og viö auma mannkyn! Hvernig ferst þér ? þú velur hana. Auðmýkir hana. hana. f>ú setur á hana ágirndar. Þú fram á torgum og gatnamótum, leggur mæli og vog andlegrar lágkúru þinnar^og siðleysis, líkt og soldáninn lýsti meydóm frillu sinnar inu, í þvi skyni fegurð kvendýrsins í allra augsýn svo andstyggilegt? Nokkuð svo Eru engin takmörk fyrir hve þu getur maður?... Ég er á móti þvi að sé stillt upp á pall og hún og skemmtunar. Og ennþá meira á móti þvi að hún sé sett upp á annan og stærri pall i útlandinu og mæld þar af ómerkilegum mönnum. Þvi af karlmenn sem hafa gert sér i kringum konur það ómerkilegasta sem þrifst á jörðunni..." ir nokkuð legt? lotið lágt, elskunni minni höfð til sýnis eru þeir úr fegrunarsnatti soramark leiðir hana hana á innaí af Amman aug á markaðstorg- selja hana. Þú svivirð- Er ömur- og öllu ómerkilegu atvinnu þ I ess essi orð skrifaði faðir minn til móður minnar er hún (sællar minningar!) varð hlutskörpust í fegurðarsamkeppni sem haldin var í Tívolí fyrir einhverjum árum síðan. Fáum árum seinna vann ég, dóttir þessa sama manns, fyrirsætukeppni sem haldin var á vegum Elite og jafnvel þótt/þrátt fyrir að hann haft þá stundina verið staddur í fjarlægri álfu að sinna mikilvægum erindum þá barst mér nú samt sem áður símhringing (eftir erfiðum leiðum) með hamingjuóskum. Stutt og laggott. Af hverju svo breytt viðhorf frá móður til dóttur? Var hún yfir þennan titil hafin en ég ekki? Varla. Hafa samfélagsviðhorf breyst til verslunar með fegurðina á hinu hverfandi hveli, eða er skýring- in einfaldlega sú að þá var faðir minn ungur kommúnisti en nú er hann (enn ungur!) krati! Því staðreyndin er samt sú að enn er þessum geira stjórnað af þessum sömu mönnum í sama tilgangi: að versla með kvenlíkamann sem söluvöru í gróðaskyni. Umbúð- ir og merkingar eru enn þær sömu. Það eina sem hefur kannski breyst er að nú er fegurð stráka líka sett á vogarskálarnar, mæld og vegin af þessum sömu mönnum. Felst kannski visst jafnrétti í því? Að mínu áliti er það eitt hið mikilvægasta verkefni feminista (úr því ég er hér að skrifa hugleiðingar í blað sem ber hag kvenna fyrir brjósti) að brýna fyrir stúlkum mikilvægi þess að vera sjálfstæðar og þá fyrst og fremst efnahagslega. Efnahags- legt sjálfstæði er eitt árangursríkasta vopnið í baráttunni gegn allra handa kúgun og misrétti, örugg leið út úr kringumstæðum sem skapa óholla sjálfsvitund og ímynd konunnar. (Það ósjálfstæði sem aftur á móti hlýst af ást- inni er önnur saga). Nú hlaut ég þetta sjálfstæði þegar mér gafst kostur á að vinna sem fyrirsæta úti í heimi eftir að hafa unnið keppni á vegum Elite. - Ekki misskilja mig! - Það var ekki sjálf- stæði eða frelsi frá kúgun eða annars konar óhollustu, heldur bara það sjálfstæði sem alla unglinga dreymir um. Að komast burt úr heimahúsum og gerast sinn eiginn herra. Kannski vissi ég allan tímann að það yrðu mín ör- lög að búa fjarri heimkynnum. Þess vegna var hugurinn ávallt handan fjallgarðsins. En eitt var víst. Ég vildi fara utan. Og þetta var vegabréfið í það óvissuferðalag. Ég fór um allan heiminn og mér var borgað fyrir það. Ég gat leyft mér að búa í notalegu „penthúsi" við Signubakka með útsýni yfir Notre Dame. Og ég var minn eiginn herra. Hvað meir gat ég farið fram á? Leiðin að þessu marki var sú að nýta mér það sem ég hafði fram að færa, og gerast söluvara. Til- gangurinn helgar meðalið, eða hvað? Það verður hver og einn að gera upp við sjálfan sig. En ég taldi það vera þess virði. Efnahagslcgt sjálfstæði cr eitt árangursríkasta vopnið í baráttunni gcgn allra handa kúgun og misrétti, örugg lcið út úr kringumstæðum, sem skapa óholla sjálfsvitund og ímynd konunnar. Ég er þeirrar skoðunar að það sé á ein- skis manns færi að kveða upp úr um hvort fegurðariðnaðurinn eigi rétt á sér eða ekki. A meðan neytendur eru reiðubúnir að borga fyrir það sem hann býður upp á öðlast hann sína réttlætingu . En ég verð að játa að það fer mjög í taugarnar á mér að heyra hagsmunaaðila þessa geira — hvort sem það eru eigendur fyrir- sætuskrifstofa, forráðamenn keppni eða aðrir viðriðnir þennan bisness — reyna að dulbúa hann eða setja hann í einhverja háfleyga umgjörð og þannig hefja til skýjanna. Lýsir það best vanmati þeirra á greind neytenda og leikenda — og líka þá í leiðinni — greindarskorti þessa sama fólks þegar það þykist ætla að sannfæra okkur um að hér sé um að ræða - ja, eitthvað annað en hrein og bein viðskipti þar sem kvenleg fegurð er föl fyrir peninga... Fúlg- VER A • 27

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.