Vera - 01.04.2000, Page 33
Vegna þess að viðurkennt er að konur
séu barðar, var brugðist við þeim hálfsann-
leika með stofnun kvennaathvarfs til þess
að forða konunum frá „barsmíðunum" og
það fannst okkur öllum hin rökrétta lausn.
I sumar vorum við Stígamótakonur
spurðar að því í útvarpinu fyrir verslunar-
mannahelgina hvað segja ætti við ung-
lingsstúlkur sem langaði á útihátíðir. A
annarri stöð var spurt hvað segja ætti við
mæður stelpna sem ætluðu á útihátíðir.
Um daginn var ég beðin að koma í efstu
bekki grunnskóla. Þar var búið að skipta
upp árgöngunum eftir kynjum og ég var
beðin að koma og spjalla við stelpurnar
um kynferðisofbeldi. í öllum tilfellum var
um áhugasama, velupplýsta spyrla að ræða.
Það er eins og nauðganir, sifjaspell eða
barsmíðar hitti þær konur og börn sem
fyrir því verða eins og þruma úr heiðskíru
lofti. Bara sí sona. Rifjum upp að algeng-
ustu afleiðingar kynferðisofbeldis eru
skömm, sektarkennd og léleg sjáifsmynd.
Þær sem fyrir ofbeldinu verða bera enn
ábyrgðina á því. Þær sem ekki „passa sig“
eru sekar.
Hvað er það sem við enn segjum ekki??
Hvað er það sem vantar í þessar fullyrðing-
ar um að konum sé nauðgað, börn séu
misnotuð og konur séu barðar??? Hverju
höfum við pakkað inní orð eins og heim-
ilisofbeldi?
Hinu ósegjanlega. Nefnilega að það eru
menn sem berja, nauðga og beita börn
sifjaspellum. Mér líður sjálfri eins og hálf-
gerðri ofbeldismanneskju þegar ég segi
þetta. Það er svo vont.
I ár kærðu bara 17% þeirra sem til
Stígamóta leituðu það ofbeldi sem þær
urðu fyrir. Langflestir þeirra rúmlega fjög-
ur þúsund ofbeldismanna, sem eru okkar
eiginlegu vinnuveitendur hjá Stígamótum,
ganga um fríir og frjálsir án þess að
nokkurn óri fyrir glæpum þeirra, aðrir en
þær sem urðu fyrir þeim og við hjá Stíga-
mótum.
Næstu skref
Það er ekki fyrr en við endanlega rjúfum
þögnina og setjum skömmina, sektar-
kenndina og vondu sjálfsmyndina þar sem
hún á heima, að við getum leitað réttra
lausna. Það er ekki fyrr en við hættum að
tala um heimilisofbeldi og tölum um
karlaofbeldi að við bregðumst rétt við.
Að við lokum kvennaathvörfunum svo
að konur og börn þeirra hætti að verða
flóttamenn í eigin landi vegna þess að við
horfum framhjá því að karlarnir sem beita
þær ofbeldi hafa heimili þeirra í gíslingu.
Við þurfum að mynda eins konar friðar-
gæslusveitir sem tryggja líka þeim sem búa
með ofbeldismönnum friðhelgi heimil-
anna og fjarlægjum hættuna - ofbeldis-
mennina.
Það er ekki fyrr en spurt er hvað eigi að
segja við stráka og strákaforeldra áður en
haldið er á útihátíðir að eitthvað fer að
breytast, því ef stelpurnar færu einar á úti-
hátíðirnar ættu engar nauðganir sér stað.
Það er ekki fyrr en að við erum líka
beðnar að tala við strákana í kynskiptum
bekkjum að eitthvað gerist, því bæði eru
strákar misnotaðir og í þeirra hópi felast
því miður mögulegir framtíðarofbeldis-
menn.
I baráttuna gegn kynferðisofbeldi þurf-
um við að fá í lið með okkur hinn helming
þjóðarinnar, karlana. Við þurfum karla-
klúbbana, sem einbeita sér að ýmsum
þjóðþrifamálum, til þess að taka ábyrgð á
og horfast í augu við ofbeldishneigð kyn-
bræðra sinna.
Næstu skref okkar Stígamótakvenna eru
þessi. Að vera enn um sinn boðberar vá-
legra tíðinda og setja ábyrgðina þar sem
hún á heima. Það eru skref í áttina að því
að láta stóra drauminn okkar rætast,
drauminn um að loka Stígamótum.
Leikkonurnar Margrét Ákadóttir, Steinunn
Ólafsdóttir, Kotbrún Erna Pétursdóttir og
Edda V. Guðmundsdóttir i hlutverkum sinum.
Það er ekki fyrr en spurt er hvað eigi að segja við stráka og strákaforeldra áður en haldið er á útihátíðir
að eitthvað fer að breytast, því ef stelpurnar færu einar á útihátíðirnar ættu engar nauðganir sér stað.
VERA • 33