Vera - 01.04.2000, Side 42
Flóttamannabúðir kaþólsku kirkjunnar í Bari.
anna eru skilríkjalausar ungar stúlkur, oft-
ast uppdópaðar, í gæslu bátsverja svo þær
reyni ekki að flýja eða fyrirfara sér. Þær
hafa verið plataðar eða rænt frá heimilum
sínum og eru seldar til að stunda vændi.
Nokkrum metrum frá landi er þeim hent í
sjóinn. A strönd Italíu bíður mafían eða
hver sá sem „á“ stúlkurnar, eða ef þær eru
heppnar finnur lögreglan þær á undan og
færir í flóttamannabúðir.
Um þetta fjölluðu erindin á ráðstefn-
unni og umræðan sem á eftir fylgdi. Við
sáum vídeómyndir sem sýndu viðtöl við
nokkrar stúlkur sem hafði verið bjargað frá
mafiunni eða melludólgum. Oftar en ekki
höfðu þær verið lokaðar inni vikum, jafn-
vel mánuðum saman í vændishúsum. Aður
höfðu þær verið seldar á milli staða eins og
hver annar varningur. Flestar vildu ekki láta
andlit sín sjást eða gefa upp nafn, af ótta
við að þá yrði fjölskyldum þeirra refsað
grimmilega vegna frásagna þeirra og upp-
ljóstrana. Við heyrðum þær segja frá vin-
konum sínum sem voru látnar vegna mis-
þyrminga eða að þeim hafði verið gefinn
of stór skammtur af dópi, eða hvoru
tveggja. Sumar höfðu tekið líf sitt sjálfar.
Við sáum og heyrðum um brunasár,
skurði og hverskonar limlestingar og
hroðalega kynferðislega misnotkun. Eg er
viss um að erindin og vídeómyndirnar létu
engan ósnortinn.
Með sársaukann og dauðann í svipnum
Stundum er sagt að sjón sé sögu ríkari. Það
á auðvitað við þegar horft er á hverskonar
myndefni. En aldrei hef ég skynjað sann-
leiksgildi þessara orða eins sterkt og á þess-
ari ráðstefnu í Bari.
Síðasta dag hennar fórum við í heim-
sókn í flóttamannabúðir sem staðsettar eru
rétt fyrir utan borgina. I þessum búðum,
sem kaþólska kirkjan rekur án ríkisstyrkja,
aðeins fyrir frjáls framlög, búa á sjötta
hundrað flóttamenn. Aðeins brot af þeim
fjölda flóttamanna sem koma til Italíu í
hverri viku. Fólkið dvelur aðeins stuttan
tíma í búðunum, eina til tvær vikur, fær
föt, mat, læknisaðstoð og aðstoð vegna
skilríkja ef með þarf. Er síðan hjálpað áfram
heim eða til annarra landa. Þau hugsa um
búðirnar sjálf, þ. e. matreiða, þrífa og svo
framvegis.
Þarfir þessa fólks eru virtar ef mögulegt
er. Til dæmis er það svo að þó kaþólska
kirkjan reki þær er hvergi að sjá nein trúar-
leg tákn. Það er gert af virðingu við þá ein-
staklinga sem þarna dvelja og koma frá
ólíkum menningar- og trúarsvæðum.
Það var undravert að sjá hvernig fólkið
hjálpaðist að og bjó saman í stórum sölum
hússins. Það gilti þó ekki um alla. I lítilli
hliðarálmu voru nokkrir íbúar einangraðir
frá hinum. Þar voru starfsmenn kirkjunnar,
læknir og sálfræðingur á vakt. Þó íbúar
álmunnar væru fáir þurftu þeir meiri og
stöðugri aðhlynningu og eftirlit en allir
hinir.
Þarna bjuggu ungar stúlkur sem lög-
reglan hafði náð á ströndinni meðal flótta-
mannanna, 20 ungar stúlkur sem komu í
búðirnar á einni viku. Stúlkur sem sendar
voru frá Balkanskaganum til að stunda
vændi í hinum vestræna heimi. Heimi ríki-
dæmis, velmegunar og menntunar — um-
hverfi sem þær þekktu ekki en væntu sér
svo mikils af.
Þessar ungu stúlkur náðust áður en þær
komust á leiðarenda úr klóm eigenda
sinna, fólks sem hafði keypt þær á upp-
boðsmörkuðum. Því mætti ef til vill ætla
að þær væru ekki svo illa farnar. En það var
öðru nær.
Það var ólýsanleg tilfinning að standa
fyrir framan þessar ungu stúlkur, þær
yngstu rétt 1 S ára gamlar. Fallegar stúlkur
en með sársaukann og dauðann í svipnum.
Þær höfðu samþykkt að taka á móti okkur
og að það yrði sagt frá reynslu þeirra ef
það mætti verða til þess að bjarga öðrum
sem væru í sömu sporum.
Allar höfðu gengið í gegnum svipaða
lífsreynslu. Búsettar í þorpum og bæjum á
Balkanskaga, þó ekki samlanda. Komu úr
frekar stórum fjölskyldum sem bjuggu við
algera fátækt þegar „bjargvætturinn" eða
„bjargvættirnir" birtust. Bjargvættirnir
komu og buðu betra líf, vinnu í verslun-
um, á hótelum jafnvel við sýningarstörf.
Þeim og fjölskyldum þeirra voru sýndar
myndir af glæsilegum híbýlum og vinnu-
stöðum sem biðu þeirra og að síðustu er
svo trompinu spilað út. Himinhá laun á
mælikvarða þessa fátæka fólks og mögu-
leikar til að mennta sig.
Bjargvættirnir komu og buðu bctra líf, vinnu í verslunum, á hótelum jafnvel við
sýningarstörf. Þeim og fjölskyldum þeirra voru sýndar myndir af glæsilegum híbýlum
og vinnustöðum sem biðu þeirra og að síðustu er svo trompinu spilað út.
Himinhá laun á mælikvarða þessa fátæka fólks og möguleikar til að mennta sig.
42 • VERA