Vera


Vera - 01.04.2000, Qupperneq 43

Vera - 01.04.2000, Qupperneq 43
í lítilli hliðarálmu bjuggu ungar stúlkur sem þurftu stöðuga aðhlynningu og eftirlit. Það er öllum brögðum beitt. Þeir karlar og þær konur sem stunda þessi viðskipti svífast einskis. Hjá þessum stúlkum höfðu þau erindi sem erfiði og lagt var af stað með þær. Fyrst í stað er hugsað vel um þær þannig að á öðrum eða þriðja degi ganga þær grunlausar inn á veitingastað, einhvers staðar á leið þeirra til betra lífs. En þá eru þær teknar, háttaðar, skilríki fjarlægð og dópi sprautað í líkamann. Síðan misþyrmt og nauðgað aftur og aftur. Seidar á uppboði I frásögnum stúlknanna í flóttamannabúð- unum kom fram að í mörgum tilvikum eru teknar myndir af því þegar verið er að nauðga þeim og síðan hótað að senda myndirnar til fjölskyldunnar ef þær ekki hlýði. Þá er veittur „frír“ aðgangur að þeim frá einni viku upp í mánuð, eftir því hversu langan tíma tekur að brjóta þær niður. Allan tímann eru þær sprautaðar eða neyddar til að taka dóp. Þá er farið með þær á einhvers konar uppboðsmarkað eða þeim stillt upp í herbergi þar sem ekki sést út en hægt er að grandskoða þær utan frá. Síðan eru þær seldar hæstbjóðanda. Mörg dæmi eru um að stúlka hafi verið marg seld áður en hún er send yfir til Italíu eða eitthvert annað. I bátnum á leið sinni frá Balkanskaganum yfir til Ítalíu er þeirra stranglega gætt og fáum metrum frá ströndinni hent útbyrðis. Þær eru allslaus- ar og án allra skilríkja, undir áhrifum eitur- lyfja þær stúlkur sem teknar eru á þennan hátt. Auðvitað er það svo að einhver hópur stúlkna er þarna af fúsum og frjálsum vilja. En fullyrt er að meirihluti þessara stúlkna sé ginntur eða beinlínis rænt frá heimilum sínum og þannig var því farið með þær stúlkur sem við hittum í flóttamannabúð- unum. A líkama stúlknanna voru merki um gróft ofbeldi. Geirvörtur höfðu verið brenndar, kynfæri sködduð, hnífstunguför og ör eftir barsmíðar. Aðeins var liðinn rúmur mánuður, kannski tveir, frá því að þær flestar höfðu búið heima hjá fjölskyld- um sínum og nú upplifðu þær að þær ættu ekki afturkvæmt þangað. Astæðurnar eru margar en oftast trúarlegar. Allar báru merki eftir eiturlyfjasprautur og allar voru brotnar, höfðu enga sjálfsmynd, vissu ekk- ert hvert stefndi. Það varð að gæta þeirra svo þær tækju ekki líf sitt. Þess eru dæmi að þær vilji ekki þiggja hjálp. Sumar vegna þess að allt er betra en eymdin heima og draumurinn um pen- inga, betra líf, menntun og glæsileika ræð- ur enn ferðinni, þrátt fyrir misþyrmingar. En þetta er draumur sem aldrei rætist. Þær eiga sig ekki sjálfar heldur ganga kaupum og sölum. Og svo, það sem ég nefndi áðan, þær átta sig á því að þær eiga ekkert val. Flestar vilja þó hjálp og reynt er að veita hana í flóttamannabúðunum. Þær fá að dvelja lengur en aðrir, þær fá læknishjálp og aðstoð til að takast á við tilfmningaleg vandamál sem eru stór og á stundum óyfir- stíganleg. Þá er einnig reynt að útvega þeim vinnu á þeirn stað sem þær fara á eftir að dvöl í búðunum lýkur. I þessar flótta- mannabúðir sem við heimsóttum koma vikulega á bilinu 20 til 60 stúlkur og hversu vel sem staðið er að því að aðstoða þær þá verða þær aldrei þær sömu og áður. Það er búið að ræna þær öllu. Glæpastarfsemi án landamæra En við skuldum þeim að gera allt sem hægt er. Þær voru fluttar nauðugar undir fölsku yfirskini til þess að uppfylla kröfur sem eru til staðar í hinum ríka, velmegandi og vel- menntaða vestræna heimi, eins og reyndar á fleiri stöðum. Kannanir segja okkur að tugþúsundir, jafnvel hundruð þúsunda stúlkna og einnig drengja séu seld til kyn- lífsþrælkunar og sé haldið föngnum hér á Vesturlöndum. Vel skipulögð glæpastarfsemi stendur á bak við þennan verknað ásamt víðtækri eiturlyfja- og vopnasölu. Þarna eru miklir peningar í umferð og vald peninganna er mikið. Teygir þetta mál anga sína til Islands? Er einhver sem getur neitað því? Erum við eitthvað betri en aðrir í þessum efnum? Hafa ekki vegabréfslausar stúlkur leitað út á flugvöll eftir aðstoð til að komast í burtu? Hafa ekki stúlkur leitað til Kvennaathvarfs- ins eftir hjálp? Þetta er ekki íjarlægt vanda- mál sem aðeins snertir aðra, ekki okkur. Nei, hér er ekki um upphrópanir að ræða heldur blákaldan veruleikann sem við verðum að bregðast við. Þetta er vel skipu- lögð glæpastarfsemi, ein sú allra ljótasta, og hún er án landamæra. Við berurn ábyrgð, hana þurfum við að axla. Kannanir scgja okkur að tugþúsundir, jafnvcl hundruð þúsunda stúlkna og einnig drcngja séu scld til kynlífsþrælkunar og sé haldið föngnum hér á Vesturlöndum. 4 3 V E R A •
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.