Vera - 01.04.2000, Side 45
D A G B Q&
f E M I N 1 S I A.
Úlfhildur Dagsdóttir
Gengió í augu
Undanfarið hef ég verið iðin við að boða fagnaðarerindi sjónarspilsins og mætti
næstum segja að ég hafi sett mig i trúboðastellingar. Þetta er það sem ég hef
verið að boða: Öld sjáaldra er hafin og henni fylgja ekki aðeins nýjar leiðir til
að skynja og skilja umhverfið, heldur lika ny leið til að skilja og skynja kyn(str)in
Eins og allir innlimaðir meðlimir upplýs-
ingasamfélagsins hafa tekið eftir og séð,
hefur sjónræn miðlun af hverskyns
tagi orðið afskaplega umfangs-
mikil í okkar póstmóderníska
fjöl-miðlaða og fjöldaframleidda
samtíma og því er nauðsynlegt að
vakna til vitundar um fjöl-breytilega
táknfræði þessarar miðlunar og læra að
lesa í umhverfið. Þessi vakning, eða jafnvel
frelsun, er þeimmunmeira aðkallandi nú í upphafi
nýs árþúsunds þegar við stefnum hraðbyri inn í öld hins sýnilega,
tími sjónarspilsins er hafinn: framtíðin er í aug-sýn.
Sjónræn framsetning er ekki lengur spurning um skreytingu eða
skrum (og hefur aldrei verið það), sjónrænt form, hönnun og
myndlýsingar eru veigamikill þáttur hvers texta, eru texti ekki síð-
ur en hið ritaða mál, texti sem kallast á við hinn skrifaða texta,
undirstrikar hann, færir í form og setur fram.
Það má eiginlega segja að það sé einkenni og jafnvel skilgrein-
ing nútímamenningar að vera sjónræn: Upplýsingasamfélagið,
okkar samfélag, er knúið áfram á sjónrænum eða myndrænum
upplýsingum — allt frá myndlist til tísku, tölvum til auglýsinga — og
þetta sjónræna efni kallar á læsi; lestur og úrvinnslu, ekki síður en
ritað mál. Staða kynjanna innan sjónrænnar menningar hefur ver-
ið mikið til umræðu, enda eru allar spurningar um sjónræna
menningu, ímyndir og augnaráð, ákaflega kynjaðar og kynlegar á
allan hátt. Sérstök áhersla hefur verið lögð á hinn erótíska þátt
ímyndarinnar og augnaráðsins, og bent hefur verið á hvernig
konur hafa iðulega staðið fyrir ímyndir og hið séða meðan karlar
hafa verið handhafar augnaráðsins. Og ímyndir þykja ekki finar,
heldur einmitt mjög ófinar, einfaldar og augljósar eftirhermur eða
eftirlíkingar á upprunaleika eða raunveruleika, sem er álitinn „góð-
ur“ eða „réttur" og sem eftirmyndin skemmir og er hún því
„vond“ eða „röng“.
Þessi kynlega uppstilling ímynda og augnaráðs tekur á sig ákaf-
lega varhugaverða mynd þegar á það er litið að í vestrænum sam-
félögum hefur sjóninni verið gefið vægi umfram önnur skilning-
arvit og hún álitin hlutlaus og jafnvel óskeikul; það sem við sjáum
er augljóst fyrir okkur og jafnframt trúverðugt. Það að sjá er það
sama og það að þekkja og skilja, og þekking og skilningur fela í
sér vald til að meta og dæma. Þetta vald er álitið hlutlaust, sá sem
hefur augun í hendi sér getur hafið sig yfir sinn efnislega veruleika
°g stigið út fyrir hann: augað verður að einskonar (eftirlits)-
myndavél.
En hið hlutlausa vald augans er alltaf reist á þversögn: vald
augans er háð gagnsæi ímyndarinnar.
Þessi þversögn er ákaflega kynleg. Auk
þess ber hún í sér ákveðið ógnar-
vægi sjónar, eða jafnvel ógnar-
jafnvægi: að því leyti sem hún
sýnir framá hvernig viðhorfið
gagnvart skilningarvitinu sjón er
þveröfugt við mat okkar á mynd-
rænu/sjónrænu efni. Því jafnframt því
að sjóninni fylgir skilningur þá er hinu sýni-
lega gefið vægi sem getur verið ógnvænlegt að því leyti
sem ímyndin er álitin hafa vald til að hafa áhrif á varnarlausan ein-
staklinginn. Augað er þá séð sem einskonar gluggi sem ímyndin
þrykkist inn um, líkt og við ljósritun eða stimplun, og iðulega er
talað um heilaþvott og hugsunarlausa neyslu í sambandi við aug-
lýsingar og sjónvarp.
Þannig má segja að gildismatið á sjóninni magni upp áhrifavald
ímynda, jafnframt því að fletja þær út og einfalda: hið séða skilst í
einu vetfangi og þessvegna fylgir sjóninni ekki sú túlkun eða úr-
vinnsla sem nauðsynleg þykir til að ná fjarlægð gagnvart (í)mynd-
inni. En þetta er ekki rétt, ekkert af þessu er rétt: allur skilningur á
ímyndum byggist á túlkun, ekki síður en lestur á orðum, auk þess
sem öll útsending mynda, líkt og orða, er spurning um miðlun:
ímyndin er því hvorki „hrein” einföld né hættuleg, eina hættan hér
er að halda sér rígfast í þetta gamla (kynjaða) gildismat mynda og
orða.
Það einelti sem ímyndin hefur orðið fyrir í vestrænni menningu
er hluti af hinu tvíhyggna stigveldi grískrar heimspeki sem aðskil-
ur efni frá anda og metur hið síðara umfram það fyrra, myndum
hefur verið skipað í bekki samkvæmt þessu kerfi, í a bekknum sitja
orðin sem tjáning hins frjálsa hugar, og í tossabekknum sitja
ímyndirnar sem lélegar efnislegar eftirmyndir: þetta stigveldi kem-
ur einnig fram í gildismatinu á augnaráði (hlutlausu, yfirhöfnu) og
ímyndum (efnislegum, of nálægum).
Allt verður þetta svo miklu og mun mikilvægara í dag þarsem
sjónin er ekki lengur trúverðug, augnaráðið hvorki hlutlaust né
ótruflað, því í dag búa sjónrænir miðlar yfir blekkingarafli sem
truflar trúna á hið sýnilega og augað: auga myndavélarinnar er ekki
lengur (og hefur reyndar aldrei verið) þessi hlutlausi skráningar-
hlutur, myndavélin bæði myndar og „myndar" jafnframt því að
taka mynd þá mótar hún myndefnið og af-myndar það að ein-
hverju leyti.
Um leið og augað er ekki lengur óskeikult truflast stigveldið:
ímyndin verður ekki lengur grunn, einföld eða augljós og á valdi
augans, hún á sér eigið líf.
VER A •
4 5