Vera


Vera - 01.04.2000, Qupperneq 48

Vera - 01.04.2000, Qupperneq 48
nýttist vel. Ég vann í tvö ár í hagfræði- og áætlanadeild og fór svo í markaðsdeildina þegar hún var stofnuð 1985. Þegar erlend- ir ráðgjafar voru fengnir til að gera úttekt á rekstri Landsbankans, 1989 til 1990, tók ég þátt í þeirri vinnu og fannst það eins og að setjast aftur í háskóla. Árið 1993 gerðist ég svo útibússtjóri í Vesturbæjarútibúi en sótti um stöðu starfsmannastjóra þegar hún losnaði 1996. Mér finnst gott að skipta reglulega um starfsvettvang og tel að það sé öllum hollt, ef ekki nauðsynlegt. Það er tiltölulega auðvelt í stóru fyrirtæki eins og Landsbankanum. “ Konur verða að standast áiagið Kristín telur að hindranir séu ekki til stað- ar fyrir konur ef þær vilji ná áfram. Hún bendir á að í því pólitíska ríkisbankakerfi sem hér hefur verið við lýði hafi stjórn- málaflokkarnir nánast átt æðstu stöðurnar en það sé nú að breytast. Þar komu konur ekki til álita, fremur en í aðrar toppstöður í þjóðfélaginu. „Ég tel að kynferðið hafi ekki hamlað mér, fremur að það hafi vakið athygli á mér. Ég hef alltaf átt mjög góða samstarfs- og yfirmenn þó að ég geri mér ljóst að ég verð seint „ein af strákunum“. Ég hef haft það fyrir reglu að neita aldrei verkefnum, sem er grundvallaratriði. Þetta hefur stund- um þýtt mikið vinnuálag og fjölskyldan hefur sætt sig við það, jafnvel að hliðra til sumarfríum sem er nokkuð sem ég held að konur geri síður en karlar. Eldri sonur okk- ar var tveggja ára þegar ég byrjaði að vinna að námi loknu og sá yngri fæddist árið 1988.Við hjónin höfum alla tíð borið sam- eiginlega ábyrgð á uppeldinu. Maðurinn minn er líka í ábyrgðarstöðu. Hann fer snemma af stað á morgnana en getur kom- ið fyrr heim og sá því um að sækja strák- ana í leikskólann. Við fengum okkur góða tölvu og tölvutengingu heim árið 1983, til þess að hann gæti sinnt starfi sínu heima. Lengi vel kostaði þessi búnaður meira en bíllinn sem við keyrðum á. Hann var því yfirleitt heima ef strákarnir voru veikir. Ég kemst yfirleitt ekki heim fyrr en seint á kvöldin." Kristín telur að ein af ástæðunum fyrir því að konur eru svo fáar í „toppstöðum" í bankakerfmu sé sú að þær vilji ekki fórna því að vera með börnum sínum, það geri karlar miklu frekar. Hún nefnir sem dæmi störf við verðbréfa- og gjaldeyrisviðskipti, sem er sívaxandi svið á fjármálamarkaði og krefst langs vinnudags og mikils álags. Þar eru karlar í algjörum meirihluta enda sækja ákaflega fáar konur um þau störf sem auglýst eru. „Á síðasta ári voru ráðnir þrír fram- kvæmdastjórar innan Landsbankans, allt karlar, enda sótti engin kona um. Þeir eru viðskiptafræðingar, þar af einn með masterspróf, og allir með langa starfs- reynslu innan bankans. Þau skilyrði upp- fylla líka nokkrar konur. Sjálfstraust er því veigamikill þáttur í þessu og þar hafa karl- ar oftar vinninginn. Líkt og sjálfsagt marg- ir aðrir, þá hef ég oft efast um eigin getu og þá er nauðsynlegt að geta rætt málin og fengið stuðning frá félögum. Ég tel því brýnt að konur sem vinna að líkum verk- efnum hafi samband til að hvetja og styrkja hver aðra. Menntun mín hefur auðvitað gagnast mér vel. Bankastörf verða stöðugt sérhæfðari og störfum mun fjölga sem krefjast tækniþekkingar sem fæst með há- skólamenntun. Það besta sem ég lærði í mastersnáminu var að læra að vinna undir álagi; að geta valið og hafnað, því maður kemst aldrei yfir að gera allt. “ Kristín segist ánægð með að nú bjóðist mastersnám í viðskiptafræðum við Há- skóla Islands og telur að takast muni að jafna kynjahlutföll í stjórnunarstöðum þegar fleiri ungar, menntaðar konur koma til starfa. „Yfirmenn bankans eru mjög meðvitaðir um að þessu þurfi að breyta. Það er kappsmál stjórnenda bankans að fjölga konum í ábyrgðarstöðum. Við erum nú að innleiða markvissa og altæka árang- ursstjórnun í rekstri bankans. Þar verða öll- um starfseiningum sett skýr og mælanleg árangursmarkmið þar sem árangur hvers starfsmanns og möguleikar til starfsþróun- ar verða metnir með samræmdum hætti. Þessari aðferð er ætlað að tryggja að mark- mið í gæða- og starfsmannamálum verði jafnsett fjárhagslegum- og markaðslegum markmiðum bankans. Ég er þess fullviss að konur muni nýta sér þau tækifæri sem þá bjóðast," segir Kristín Rafnar að lokum. EÞ 48 • VERA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.