Vera


Vera - 01.04.2000, Qupperneq 53

Vera - 01.04.2000, Qupperneq 53
Nú var Félag fasteignasala stofnað árið 1983 og þú ert fyrsti kvenformaður félagsins. Er þetta karlastétt? „Já, það mætti segja það. Það eru nokkrar konur starfandi en þær eru í minnihluta," segir Guðrún en hún telur að ekki séu nema um sex eða sjö konur virkar sem fast- eignasalar. Til samanburðar nefnir hún að í félaginu eru rétt rúmlega 60 félagar. Það líti út fyrir að konur sæki ekki í starfið og það virðist ekki vera að breytast. Hún segir að erfitt sé að gera sér grein fyrir ástæðunni en játar því að hið mikla álag gæti haft sitt að segja. Félag fasteignasala er nokkurs konar hagsmunafélag. „Þar reynum við að vinna að ýmsum málum, sem koma ekki aðeins okkur til góða heldur líka neytendum, þ.e. kaupendum og seljendum.Við fáumst þannig við allt sem snýr að Ibúðalánasjóði og vinnuferlinu þar, ýmis verkefni sem snúa að ráðuneytum og fleira. Þá leita margir til okkar með spurningar, kvartanir og erindi. Þetta er ákveðið starf sem þarf að vinna til viðbótar við eigin vinnu,“ segir Guðrún þegar hún er spurð nánar út í formannsstarfið. „En líkt og með önnur félagsstörf þroskar það einstaklinginn að þurfa að takast á við ábyrgð og ný verkefni." Nú hefur ástandið á fasteignamarkaði verið mjög sérstakt undanfarið og mikið rætt um þenslu og gríðarlega eftirspurn. Hvernig líta fasteignasalar á þessa þróun? „Það er mjög mikil eftirspurn og fasteignaverð er hátt um þessar mundir. Fyrir hinn almenna kaup- anda þýðir það að mikil samkeppni er um eignir. Þetta er mikil breyting frá því ástandi sem liefur varað í mörg ár. Ég hef stundum sagt til gamans að ég hafi unnið 10 ár í kreppu og 1 ár í þenslu. Astandið núna er því svolítið sérstakt. Það er ólíkt skemmtilegra að vinna við þessar aðstæður." Hvernig sérðu þróunina á fasteignamarkaðnum fyrir þér? „Það er nú ekki viturlegt að reyna að horfa langt fram í tímann og gefa út einhverja spá,“ segir Guðrún. „En ég gæti trúað því að ástandið verði mjög svipað í ná- inni framtíð. Það vantar eignir á markað og það er ekki byggt nægilega mikið til að svara eftirspurn- inni.“ Hún telur þó ekki að um neyðarástand sé að ræða fyrir kaupendur. „Aðstæður eru breyttar og fólk þarf að taka skjótar ákvarðanir. Það fmna flestir réttu eignina en umhugsunartíminn er lítill. “ A.A. Tækniskáli íslands Bjóðum nám C Frumgreinadeild ) Undirbúningur að námi á háskólastigi Hraðferð fyrir stúdenta tæknískóli íslands__________ Höfðabakka 9, 112 Reykjavík, sfmi 577-1400, fax 577-1401, www.ti.is Œ3 LZ3 DD C Tæknilræði Sjö anna nám sem lýkur með B.Sc. gráðu: Byggingatæknifræði Iðnaðartæknifræði Ra fmagnstæknífræði Uppiýsingatæ Vél- og orkuti C Iðnfræði Þriggja anna nám að loknu iðnnámi og prófi úr undirbúningsdeild Tækniskóla Islands. Byggingaiðnfræði Rafiðnfræði Véliðnfræði c Iðnrekstrarfræði ) Fjögurra anna nám á háskólastigi C Alþjáðamarkaðsfræði ) Tveggja anna nám að lokinni iðnrekstr ;ði sem lýkur með B.Sc. gráðu C Vörustjórnun Tveggja anna nám að lokinni iðnrekstrarfræði sem lýkur með B.Sc. gráðu C Meinatækni Átta anna nám sem lýkur með B.Sc. gráðu DÐ t C RöntgentæknT Átta anna nám sem lýkur með B.Sc. kmfræði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.