Vera


Vera - 01.04.2000, Side 56

Vera - 01.04.2000, Side 56
R R I E X f é I g ii□g r a F F M I N I S I 4. Barátta gegn s Á undanförnum fimm árum hefur klám orðið meira og meira áberandi i íslensku samfélagi. Er það komið til að vera? Ætlum við að sitja aðgerðalaus hjá og láta ein- hvern annan sjá um að taka ákvörðun um það? Það virðist vera vinsælt að taka ekki afstöðu með eða á móti neinu heldur á að vera afskiptalaus og afslöpp- uð/aður. Allir eru að tala um FRELSI, en fyrir hvern er þetta frelsi? Ég fæ ekki betur séð en þetta nýja frelsi sé frelsi til að taka ekki ábyrgð á orðum sínu og gjörðum og afleiðingarnar eru mér óviðkomandi, þvi ég er frjáls sem fuglinn. En hvað er frelsi án ábyrgðar? Það er frelsi fyrir þá einstaklinga sem eru stórir og sterkir en hinir verða bara undir. Við stelpurnar i Bríet, ætlum okkur ekki að verða undir í þessari baráttu og hvetjum ykkur öll til þess að taka skýra afstöðu með eða á móti klámi. Til þess að geta rætt um klám á málefnalegum grundvelli þarf að skilgreina það. Það er ekki nóg að segja „ég þekki það þegar ég sé það” eða „það sem særir blygðunarkennd mína“ (samanber 209. grein laga, í kafla xxii). Við verðum að hafa skýra skilgreiningu þannig að við vitum og getum útskýrt um hvað við erum að tala. Við í Bríet erum sammála um að skilgreining Diönu E. H. Russell sé best. Hún hljómar svona: Klóm er efni sem sameinar kynlíf og/eða kynfœri við misnotkun eða vanvirðingu ó þann hótt að það virðíst styðja, aísaka og ýta undir slíka hegðun. Til samanburðar skulum við skoða skilgreiningu hennar á eró- tík, en erótík telur Diana vera: Kynferðiskga örvandi efni sem er laust við kynjamismunun, kynþdttafordóma og hómófóbíu, og ber virðingu fyrir öll- um þeim manneskjum og dýrum sem þar birtast. Það er sem sagt ekki nektin sem fer fyrir brjóstið á mér heldur er það hvernig er farið með hana og í hvaða samhengi hún er sett. Ég álít að klámið sé ekki einkamál þess sem neytir þess. Ég er þeirrar skoðunar að sjálfsmynd okkar og hugmyndir okkar um aðra séu mótaðar í samskiptum okkar við umheiminn. Flest allt sem við sjáum og heyrum kallar fram einhver viðbrögð hjá okkur og umhverfið bregst við viðbrögðum okkar. Þetta er endalaus hringrás sem hefur áhrif á það hver við erum og hvernig við verð- um. Ef við viðurkennum þessa hugmynd þá er ekki hægt að neita því að klám hefur mótandi áhrif á þann sem neytir þess. Klám hef- ur áhrif á hvernig neytendur þess koma fram við fólkið í kringum sig, óháð því hvort það fólk sé neytendur kláms eða ekki. Ég er ekki að segja að allir sem einhvern tímann hafa horft á klám, eða fólk sem horfir stundum á klám, eigi sér ekki viðreisnar von. Held- ur vil ég meina að börn og unglingar eigi ekki að fá sínar hug- myndir um kynlíf úr klámmyndum/ritum.Við vitum líka að sumt fullorðið fólk er áhrifagjarnt og aðrir eru veikir fyrir, klám getur verið það sem þarf til þess að ýta þeim yfir strikið. keytingarleysi Ég hvet þig, lesanda þessarar greinar, til þess að taka skýra, upp- lýsta og ákveðna afstöðu með eða móti klámi. Láttu í þér heyra, allsstaðar, talaðu við fjölskyldu þína og vini, vinnufélaga og kunn- ingja, stattu upp og öskraðu, kvartaðu og ræddu við alla sem þér dettur í hug. Höldum umræðunni vakandi og vekjum fólkið í kringum okkur til umhugsunar. Þetta snertir okkur öll, óháð kyni og aldri. Fjölmiðlarnir eru þarna fyrir okkur til að nota og notum þá vel. Hugrún R. Hjaltadóttir 56 • VERA

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.