Vera - 01.10.2000, Side 3

Vera - 01.10.2000, Side 3
Vera er að hefja nýtt líf. Eftir 18 ár sem málgagn stjórn- málaafls er hún nú orðin eign kvenna úr ýmsum áttum sem hafa sameinast um að standa að útgáfu hennar. Þannig getur Vera nú orðið torg fyrir jafnréttis- og kven- frelsisumræðuna sem svo mörgum finnst vera í lægð nú um stundir en er það kannski ekki þegar betur er að gáð. Má vera að það séu fræ að spíra ofan í moldinni, eins og Valgerður H. Bjarnadóttir, framkvæmdastýra lafnréttis- stofu, heldur fram í viðtali í blaðinu. 24. október sl., þegar 25 ár voru liðin frá kvenna- frídeginum, var mikið horft til baka og reynt að meta hvað áunnist hafi þennan tíma. Margt var tínt til af jákvæðum atriðum en eitt eru allir sammála um enda er það bláköld staðreynd að ekki hefur tekist að jafna launakjör kynjanna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og viljayfirlýsingar. * I þessu blaði byrjum við umfjöllun um launamál kvenna. Hver eru laun fjölmennra stétta kvenna? Hvað er eðlilegt að fara fram á? Hvað er algengt að fólk sé með í laun? Þessum spurningum verður sífellt erfiðara að svara þar sem launabilið breikkar stöðugt. Það hlýtur að hafa áhrif á ungt fólk sem er að móta sínar eigin launakröfur þegar ungir karlmenn heyra um kynbræður sína sem hafa frá 500.000 upp í 1.000.000 krónur á mánuði, eins og það hefur áhrif á ungar konur að heyra að kynsystur þeirra með margra ára starfsreynslu, t.d. í umönnunar- og uppeldisstörfum, fái aðeins um 100.000 krónur á mánuði. Hvað er eðlilegt og hvað ekki í slíku launaumhverfi? Um þessi mál ætlum við að halda áfram að fjalla í næstu blöðum því við teljum að þau tengist tvímælalaust sjálfs- mynd kynjanna og mati á eigin verðleikum. Margir lesendur svöruðu lesendakönnuninni sem send var út með sfðasta blaði og er þeim hér með þökkuð þátt- takan. Margar gagnlegar ábendingar bárust sem nýskipuð ritnefnd Veru mun nýta sér á næstunni. Það var gott að fá hvatningarorð frá lesendum um að halda áfram á sömu braut - gefast ekki upp - og það erum við staðráðin í að gera. Vera mun fikra sig inn í nýju öldina með sinn góða arf í farteskinu, um leið og hún vill vera opin fyrir nýjum straumum og hugsunum nýrrar kynslóðar hugsandi fólks. Jafnréttisnefnd Hafnarfjaroar lynr alyktun þar sem oskað er eltir þvi að skýrl bann komi fram viö starfsemi næturklúbba og nektardansstaða þegar deiliskipulag ntiðbæjarins verður sam- þykkt. Nefndin telur að starfsemi nektar- dansstaða samræmist ekki þeirri stefnu Hafnarfjarðarbæjar að vera jafnréttis- sinnað og fjölskylduvænt sveitartelag. íþróttakonurnar þrjár sem unnu trækilega sigra a Olympiu- leikunum í Ástralíu - þær Vala Flosadóttir, Guörún Arnardóttir og Kristín Rós I lákonardóttir sem vann til gullverðlauna. Til hamingju! kvennakór undir stjórn Margrétar |. Pálmadóttur sem hlaut silfurverðlaun á alþióölegu kóramóti í Róm í nóvember. Frábær arangur. PLÚS OG MÍNUS íslensk stjórnvöld tvrir að sýna ekki meiri sammngsvilia og skilning á kjarakröfum framhaldsskóla- kennara. Hvernig fer fyrir þjóð sem legg- ur ekki meiri aherslu ,í að t'járfesta í menntun unga fólksins og greiðir þeim sómasamleg laun sem sinna þessum mikilvægu störfum. femin.is oe barnaleikur.is nyir venr a netmu. ba ryrri a ao notoa ui kvenna en hinn síöari lil foreldra. Að- standendur beggja virðast telja áhuga- mál kvenna takmörkuð og gamaldags. Samkvæmt femin.is hugsa konur bara um útlitið, að megra sig, ala upp börn, eltla, kaupa inn, stunda kynlff og ciga í áslarsambffndum. Kannski er árið 1950, eftir allt saman! Hannes Hólmsteinn fyrir ummadi sfn f Málinu á Skjá I, þar sem hann mælti með þvf að austur- evrópskar og asískar stúfkur fengju frið til að stunda vændi, að selja það eina sem þær hefðu að bjóða líkama sinn. Um tá vöru ætti að gilda lögmáliö um framboð og eftirspurn, eins og allt annað.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.