Vera - 01.10.2000, Side 34

Vera - 01.10.2000, Side 34
Viðtal: Elísabet Þoroeirsdóttir Það eru fræ að spíra ofan í moldinni Þegar Valgerður frétti að staðsetja ætti lafnréttisstofu á Akureyri leist henni Ijómandi vel á en datt ekki í hug að það myndi breyta nokkru um hennar áform í lífinu. Hún var í spennandi og mikilvægu starfi sem verkefnis- freyja Menntasmiðjunnar á Akureyri og hafði hugsað sér að vera þar áfram. En fljótlega fór fólk að spyrja hvort hún ætlaði ekki að sækja um starf framkvæmda- stjóra. Hún neitaði, þar til einn morguninn að hún vaknaði eftir góðan draumsvefn og spurði sjálfa sig: „Er ekki allt í lagi með þig, Valgerður? Ef þér stendur til boða að leiða jafnréttismálin á íslandi, ætlarðu þá að hunsa tækifærið?" Og Valgerður fékk starfið, enda varla til manneskja hér á landi með víðtækari reynslu af jafnréttisstarfi. lafnréttisstofa er í góðu húsnæði að Hvannavöllum 14, þar sem sælgætisgerðin Linda var einu sinni til húsa en þar eru nú ýmis fyrirtæki. Á skrifstofunni er aðstaða til funda- og fyrirlestrahalds fyrir minni hópa og gott pláss fyrir starfsfólk. Búið er að ráða Önnu Hallgrímsdóttur sem fulltrúa til almennra skrifstofu- starfa og Kristján (ósteinsson félagsráðgjafa og Katrínu Björg Ríkharðsdóttur sagnfræðing í stöður sér- fræðinga. Þó að Valgerður sé ýmsu vön hvað varðar vinnuálag segist hún aldrei hafa upplifað eins snarpa törn og frá því hún var ráðin til starfa í ágúst s.l. „Vinnan undanfarna mánuði hefur reyndar verið ólík Rætt við Valgerði H. Bjarnadóttur á Jafnréttisstofu Skiptar skoðanir voru um þá ákvörðun stjórn- valda að staðsetja jafnréttísstofu á Akureyri þegar breytingar voru gerðar á jafnréttislög- unum sl. vor. Áður þjónaði Skrifstofa jafnréttis- mála bæði jafnréttisráði og Kærunefnd jafnréttismála, en samkvæmt nýju lögunum er jafnréttisstofa sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir undir félagsmálaráðherra og er aðgreind frá jafnréttisráði og Kærunefnd. Vera heimsótti Jafnréttisstofu á Akureyri nýlega og ræddi við Valgerði H. Bjarnadóttur framkvæmdastýru um starfið og framtíðina. því sem mun verða hér á lafnréttisstofu. Ég þurfti að byrja á að leysa þau fjölmörgu praktísku atriði sem fylgja því að stofna ríkisstofnun, setja mig inn í reglur og vinnuaðferðir, finna húsnæði, setja það í stand, auglýsa eftir fólki, ráða fólk, setja mig inn í öll mál og fara svo að reka skrifstofu sem fimm til sex manns sáu um áður. Þetta gerðist allt með miklum hraða þar sem Skrifstofu jafnréttismála í Reykjavík var lokað I. sept- ember. Það má segja að henni hafi verið pakkað ofan í kassa og síðan pakkað upp hér á Akureyri. Ég hef sagt yfirmönnum mínum og konum að næst þegar ákvörðun verður tekin um að leggja niður stofnun og láta aðra taka við starfi hennar, hvort sem sú stofnun verður annars staðar á landinu eða ekki, ætti að gefa því aðeins lengri tíma en gert var í þessu tilviki. Stofnanirnar hefðu getað starfað saman í nokkra mánuði, t.d. til áramóta, það hefði auðveldað þessa vinnu mikið. Ég hefði þá fengið tíma til að setja mig inn í málin, undirbúa opnun hér á Akureyri og getað notið leiðsagnar starfsfólks Skrifstofu jafnréttismála lengur en raunin varð. Ég er viss um að engir hnökrar hefðu orðið á slíkri samvinnu því við áttum gott sam- starf í nokkrar vikur. Elsa S. Þorkelsdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri kom hingað norður, og einnig annað fyrrum starfsfólk Skrifstofunnar. Ingólfur V. Gíslason fyrrum starfsmaður Karlanefndar ætlar að taka að sér verkefni fyrir okkur. Þau miðla okkur af reynslu sinni og styðja vel við bakið á okkur." 34

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.