Vera - 01.10.2000, Side 30

Vera - 01.10.2000, Side 30
Kynjakvótar og jákvæð mismunun Þau sem vinna að jafnréttismálum telja sig verða vör við talsverða neikvæðni í garð þessara málefna. Fólk segist „hundleitt á þessu kvennakjaftæði" og heldur því fram að konur séu að krefjast forrétt- inda. Ég spyr Ásdísi Höllu hvort hún verði vör við þetta og hvort hún telji að slík umræða geti staðið í vegi fyrir frama í starfi og í stjórn- málum. „Ég held það. Varðandi kvóta og forréttindi kvenna, það að taka konur fram yfir karla séu ein- staklingarnir jafnhæfir, þá er ég sjálf þeirrar skoðunar að það sé orðið svolítið þreytt og að við séum komin yfir strikið að vissu marki. Ég held að þau sem vinna að jafnréttismálum eigi að breyta svolítið um gír og konur og karlar eigi að sameinast um að ræða þetta á einstaklingsfor- sendum. Að hæfasti ein- staklingurinn verði valinn hverju sinni. Mér finnst þetta tímabært af því að konur eru hér og þar búnar að brjóta glerþakið og eiga miklu fleiri fyrirmyndir en áður." Ásdís bendir á að konur séu betur mennt- aðar en áður og hafi alla burði til að láta til sín taka þar sem þær vilja. Henni finnst umræðan um kynjakvóta ekki til þess fallin að auka jafnrétti enda sé hún orðin úrelt. Ég spyr Ásdísi hvort hún trúi því raunverulega að kona fái stöðu þegar ákvörðun um slfkt er ekki fyrir hendi, hvort það verði ekki stund- um að ákveða að næst þegar jafn- hæfir einstaklingar sækist eftir starfi verði konan ráðin? „Nei, ég held að svona kvótar myndu hafa miklu neikvæðari áhrif af því að það er svo margt ósýnilegt sem við erum að berjast við. Og ég held að kvótar myndu leiða til þess að það yrði alltaf sagt: „Hún fékk þetta af því að hún er kona." Ásdís kveðst alltaf hafa verið gallhörð gegn kvót- um og mismunun af þessu tagi: „Ég held að kvótar leiði til þess að konum sem komast til embætta útaf kvóta líði alltaf illa og að það verði alltaf einhver baggi sem fylgir þeim og auðveldar að ráðist sé á þær og þær gagnrýndar. Allavega hefði ég aldrei viljað komast í embætti út á þetta. Mér hefði ekki verið vært í því starfi." Ásdís Halla segir að nú þegar sé farið að nota það gegn konum að þær hafi fengið störf vegna jákvæðrar mismununar. Hún telur að það veiki sjálfsmynd kvenna fái þær stöðu á þessum forsendum og að styrkur þeirra verði ekki jafn mikill og ella. Ásdís vill að meiri áhersla verði lögð á að hvetja konur á annan hátt og bendir f því sam- bandi á verkefnið Auður í krafti kvenna, þar sem haldin hafa verið námskeið fyrir konur. „f þeim anda held ég að við eigum að halda jafn- réttisbaráttunni áfram, vera með sérstök átaksverkefni sem eru til þess að hvetja og styrkja konur. Ekki síst í því að sækja áfram og læra að axla ábyrgð og læra að lifa af í erfiðum hlutverkum. Og þannig held ég að við náum mestum árangri." Kvenréttindum afneitað Við ræðum þá staðreynd að margar konur neita þvf í viðtölum að þær séu kvenréttindakonur. Orðið kven- réttindi þýðir að konur njóti sama réttar og karlar. Meginþorri fólks virðist skilja það öðruvfsi, setur það f samband við forréttindi og svo virðist sem konur séu hræddar við að tengja sig kvenréttindum opinberlega. Ég spyr Ásdísi af- hverju konur neiti því að þær séu kvenréttindakonur: „Það tengist þvf sem við ræddum áðan, að það sé neikvæður stimpill á því að konur eigi að hafa einhver réttindi umfram karla. Ég held að það sé þetta sem konur eru að hafna þegar þær segjast ekki vera kvenréttinda- konur." Ég spyr hvort henni finnist jafnréttisbaráttan snúast um for- réttindi. „Stundum. Stundum geng- ur hún svo langt og sumir hafa það á tilfinningunni að það sé það sem sumar konur hafi verið að berjast fyrir. Oft er það misskilningur og oft er verið að rífa úr samhengi það sem konur hafa sagt, bara til þess að berjast gegn öllum breytingum. Ég held að ef við leggj- um réttan skilning í merkingu orðsins, að kvenréttindi séu í raun bara það að konur krefjist sömu réttinda og karlar, þá séu nánast allar konur og karlar kvenréttindafólk." Nýja starfið Ásdís er nýorðin bæjar- stjóri í einu stærsta bæjarfélagi landsins. Hver eru hennar hjart- ans mál, hverju vill hún breyta og hvað vill hún bæta? Hún svarar því til að í raun sé hlutverk hennar sem bæjar- stjóra fyrst og fremst að fylgja eftir þeirri stefnu sem meirihluti bæjar- stjórnar mótaði við síðustu kosningar. Ásdís neitar því hins vegar ekki að það eru ákveðin mál sem hún vill sinna vel og nefnir í því sambandi mennta- og menn- ingarmál og íþrótta- og æskulýðs- mál. Málefni aldraðra eru henni líka hugleikin. Þetta eru einmitt þau mál sem gjarnan hafa verið kölluð kvennamál. Ég spyr Ásdísi hvort henni finnist rétt að skipta málefnum í kvenna- og karlaflokka. „Nei, ég myndi halda að það væri ekki rétt en ef maður ætlar að vera alveg raunsær er það þannig að það eru fleiri konur en karlar sem fylgja börnunum í leikskólann, skólann og halda áfram með krökkunum í framhaldsskóla. Það eru oftar konurnar sem sækja Ég hef unnið með mörgum ungum konum sem fara ákveðið langt í þessu kerfi. t>egar þær eru komnar að ákveðnum mörkum þar sem þær verða meira áberandi, fá meiri gagnrýni og fjölmiðlar eru farnir að veita þeim meiri athygli þá segja þær, þetta er nóg fyrir mig.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.