Vera - 01.10.2000, Side 45
Anna Soffía Hauksdóttir
KONUR TIL FORYSTU
er 42 ára, ég hef verið
prófessor við Verkfræðideild
Háskóla íslands í 12 ár og er
móðir fjögurra ára stúlku og
sjö ára drengs. Ég átti þess kost
að vera í námi sem mér fannst
rosalega skemmtilegt og síðan í
starfi sem mér finnst að hljóti að
vera með allra bestu störfum. Ég
hef fengið mörg tækifæri í námi og
starfi, sem hafa verið mér mikils
virði og byggt mig upp. Það hefur
ennfremur gefið mér mikið, að vera í
hefðbundnu karlastarfi, vegna þess
að vonandi auðveldar það konum
að hasla sér völl á þessu sviði.
Hefði ég viljað gera eitthvað
annað? Nei, þegar upp er staðið
þá er ég afskaplega ánægð þar
sem ég er.
Hefur það verið erfitt að vera
stundum eina stelpan? Ekki
sérstaklega, en þó hafa auðvitað
komið erfiðleikakaflar. Ég hef
venjulega valið þá leið að loka að
hluta til eyrum og augum og halda
mfnu striki. Einbeita mér að
sókninni en ekki vörninni.
En er það æskilegt að hafa kynja-
skiptingu jafna í öllum starfs-
greinum? Er ekki bara allt í lagi að
hafa þetta svolítið skakkt og f
sumum tilfellum rammskakkt? Nei.
Af þeirri einföldu ástæðu að starfs-
svið sem þurfa á einstaklingum að
m
halda með ákveðna hæfi-
leika, hafa ekki efni á að
missa af þeim. Og einstakl-
ingar sem vilja leggja sitt af
mörkum og eru til þess
hæfir, eiga að fá að gera
það. Og af því að jöfn kynja-
skipting alls staðar stuðlar
að betri skilningi á milli
kynjanna.
Jafnrétt uppeldi er að mínu
Verkfræði - karlar í meirihluta 79% - 21%
Umhveríis- og bygg.verkfr.skor: 62% - 38%
Véla- og iðnaðarverkfræði: 69% - 31%
Tölvunarfræðiskor: 82%-18%
Rafmagns- og tölvuverkfr.skor: 88% -12%
mati ein helsta forsendan.
Þá á ég við ævilangt upp-
eldi, og uppalendurnir eru
m.a.: foreldrar, fjölskylda, vinir,
skólar, vinnustaðir, þjóðfélagið.
Vinnustaðir þurfa að vera jafnréttir
upp úr og niður úr, og þar eru jafn-
rétt heimili, einn mikilvægasti
hornsteinninn.
Eins og fram hefur komið er
kynjaskipting við Háskóla íslands
að verða mjög skökk, konum í vil,
en þær eru nú um 61% nemenda, á
móti 39% karla. Þær eru jafnframt í
meirihluta í flestum deildum
háskólans, en verkfræðin virðist
ætla að verða síðasta vígið til að
falla á háskólastiginu. Hægt og
rólega er þó kynjahlutfallið að jafn-
ast í verkfræðinni, karlar eru um
79% og konur 21% nemenda.
Lestina rekur Rafmagns- og tölvu-
verkfræðiskor. Það tekur mig mjög
sárt, því ég hef verið prófessor við
þessa skor í 12 ár og er reyndar eini
kvenprófessor Verkfræðideildar.
Vera mín hefur greinilega ekki haft
hvetjandi áhrif til þess að jafna
kynjaskiptingu. Hins vegar verður
að li'ta á björtu hliðarnar. Ef við
lítum einungis á fyrsta árið við
Rafmagns-og tölvuverkfræðiskor,
þá er hlutfall kvenna þar komið í
18%. Og það er von mín og trú að
þessi þróun haldi áfram í rétta átt.
Oft á tíðum mætir konum í karla-
störfum og körlum í kvennastörfum
mikil hvatning. Það er hvatning í
því að feta ótroðnar slóðir, að vera
öðruvísi fyrirgóðan málstað. Það er
hvatning í því að finna hlýju þeirra,
stundum bráðókunnugs fólks, sem
hefur trú á því að þú sért á réttri
þraut.
Það verður hins vegar ekki fram
hjá því horft að ýmsar hindranir
mæta konum í karlastörfum og
körlum í kvennastörfum. Innri
hindranir felast í eigin hugsana-
gangi. Ég þarf oft að minna sjálfa
mig á jafnrétta hugsun, umhverfi
og uppeldi lita stundum skoðanir
manns, jafnvel þó maður vilji það
ekki. Ytri hindranir eru líka ýmsar.
Stundum eru þær mjög sýnilegar
og áþreifanlegar og geta valdið
miklum sársauka. Oft eru þær
manni hins vegar huidar, þ.e. eitt-
hvað er í gangi á bak við tjöldin.
Kannski er best að vita ekki hversu
sterkur þessi þáttur er, stinga bara
höfðinu í sandinn.
Þegar komið er að vegg sem þarf
að ryðja úr vegi, er stundum eina
leiðin að klifra yfir hann ef þú
ræður ekki við að brjóta hann
niður. Vonandi koma fleiri á eftir
sem geta lagt hönd á plóginn og „ef
ég fer á undan þér yfir í sælustraff-
ið, þá mun ég taka á móti þér..."
Öflug kvennabarátta er gríðarlega
mikilvæg. Mörg vopn, margar víg-
stöðvar til að vinna baráttuna. Og
samstöðu. Byggjum hver aðra upp.
Að lokum þurfum við leiðtoga, af-
burðakonur í karlastörfum, afburða-
menn í kvennastörfum, meðalkonur
í karlastörfum, meðalkarla í kvenna-
störfum.