Vera - 01.10.2000, Blaðsíða 41

Vera - 01.10.2000, Blaðsíða 41
lagasetningu 1940 var barn meðsekt eftir 18 ára aldur en fékk þó vægari dóm. Við tölum því ekki um sifjaspell fyrr en með lagabreytingum 1992, þar sem barn er loks eingöngu fórnarlamb og á engan hátt meðsekt. Því næst skoðuðum við hvernig sifjaspellamái sem upp koma í dag eru meðhöndluð af félags- og lagakerfinu. Fjöldi mála sem koma upp á yfirborðið segja lítið um raunverulega tíðni sifjaspeila í þjóðfélaginu vegna bannhelginnar sem á þeim ríkir. Þau veita þó vitneskju um hlutfall þeirra mála sem komast fyrir dómstóla. Kenningar femínista Femínistar hafa verið leiðandi í opinberri umræðu um sifjaspell þar sem þær berjast fyrir að uppræta rótgrónar mýtur um athæfið, upprunnar í ríkjandi hugmyndafræði feðraveldisins. Feðraveldið er skil- greint sem „hugmyndafræðilegt og stjórnmálalegt kerfi þar sem karlar með beinu valdi, beinum þrýstingi eða með sérstökum athöfnum, hefðum og lögum, tungumáli, venjum, siðvenjum, menntun og verka- skiptingu ákveða hvaða hlutverki konur gegna eða gegna ekki og þar sem konur eru alltaf f minni metum en karlar." Án þess að skilja yfirburðastöðu karla og kúgun kvenna telja femínistar ómögulegt að útskýra hvers vegna flestir sem stunda sifjaspell eru karlar og flest fórnarlömb eru stúlkur og konur. Femínistar láta sér aðeins sifjaspell varða þar sem barn er fórnarlamb en ekki um blóðskömm. Sálgreinandinn Sigmund Freud dró umræðuna um sifjaspell fram í dagsljósið í kjölfar rannsókna sinna um sefasýki (hysteria) kvenna. í upphafi sagði hann að kynferðislegt ofbeldi í æsku væri rótin að sefasýki kvenna. Seinna skipti hann um skoðun og flokkaði minningar sjúklinganna sem ímyndun tilkomna vegna kynóra barna til foreldra sinna eða Ödipusarduld. Margir femínistar telja þessar hugmyndir Freud hafa einkennt sálfræðilega og félagslega meðferð fórnarlamba sifjaspella og haft f för með sér afneitun og vantrú sérfræðinga á orðum fórnarlamba. Hugmyndirnar náðu einnig fótfestu í réttarkerfinu. í lögfræðiriti frá fimmta áratugnum um sönnunarbyrði, var varað við því að konur og stúlkur væru líklegar til að bera upplognar sakir á heiðvirða karla. Því var mælt með ítarlegum sálfræði- rannsóknum á þeim sem ásaka feður sína um sifja- spell. í þeim tilvikum þar sem grunsemdir þykja nægi- lega sterkar um að sifjaspell hafi átt sér stað eru ýmiskonar mýtur til sem virðast dreifa sökinni þannig að hún liggi ekki eingöngu hjá ofbeldismanninum. Sumar mýtur dreifa sökinni á mæður, aðrar á fórnarlömbin og enn aðrar á samfélagið í heild sinni. Femínistar vilja kveða niður þessar mýtur og benda á að sifjaspell eigi sér stað í öllum stéttum samfélagsins og að þeir karlar sem slfkt fremji séu ekki hlutfallslega brenglaðri en gengur og gerist og eigi það eitt sameiginlegt að vera afar venjulegir. Guðrún M. Guðmundsdóttir Margvísleg oröræða, þekking og vald Heimspekingurinn Michel Foucault telur nauðsynlegt að horfa á sifjaspell í mun víðara samhengi en femínistar hafa gert. Hann teiur að það gefi skakka mynd af sifjaspellum ef litið er fram hjá banninu við blóðskömm, þar sem lögin sem við búum við séu byggð á flóknu neti eldri og nýrri hugmynda um fyrir- bærið. Þetta virðist standast hjá Foucault því að í íslenskri lagasetningu örlar enn á banninu við blóðskömm. Ef systkini verða uppvís að því að hafa haft kynferðismök geta þau átt von á allt að fjögurra ára fangelsi en þar er hvergi minnst á að taka skuli tillit til þess ef um samþykki beggja aðila sé að ræða. Foucault gagnrýnir einhæfar hugmyndir femínista um vald og segir að ekki megi gera ráð fyrir einhlítu valda- kerfi feðraveldisins. Samkvæmt honum er vald flókið og óstöðugt fyrirbæri sem verði að greina án fyrirfram gefinna forsendna. Foucault útskýrir hvernig hug- myndin um vald hefur breyst í aldanna rás. Fyrr á öldum voru þeir sem brutu reglur í kynlífs- málum hreinlega teknir af lífi en hann telur að fyrir rúmri öld hafi orðið hugarfarsbreyting sem leiddi af sér að einstaklingurinn varð að eigin velsæmisverði. Þetta gerðist vegna þess að ýmsir sérfræðingar stöðluðu „eðlilegt" kynlíf, sem svo urðu að normum samfélagsins, og skilgreindu frávik. Kynlífið var sveipað dulúð og ekki á allra færi að skilja. Sifjaspell féll þá inn á sérsvið sálfræðinnar þar sem hún tók að sér að lækna hugsjúka einstaklinga sem ekki gátu hegðað sér samkvæmt normum. Sifjaspella- / blóðskammarmál í lagakerfinu Michel Foucault segir að í dómssal sé aðeins sú þekking tekin gild sem telst vísindaleg. Lagakerfið útilokar eða minnkar vægi annarrar þekkingar sem byggir ekki á sannleika laganna. Til að sanna sekt ein- hvers þarf áþreifanlegar sannanir, efnislegar eða byggðar á vísindalegum niðurstöðum. í áðurnefndu dómsmáli Hæstaréttar frá nóvember 1999 má leiða líkur að því að vísindaleg þekking geðlækna vóg meira en huglægt mat sálfræðinga. í skýrslu )óns Friðriks Sigurðssonar sálfræðings, einum sérfræðinganna sem rannsakaði stúlkuna fyrir héraðsdóm, kemur fram að hann sjái ekki ástæðu til að efast um trúverðugleika Aðeins 7% mdla enda með sakfellingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.