Vera - 01.10.2000, Side 38

Vera - 01.10.2000, Side 38
Hlynur Helgason skrifar um myndiist Hugleiðingar um list Heklu Daggar Jónsdóttur og fleiri kvenna Myndir úr einkasafni greinarhöfundar > Ung kona, hvítklædd, gengur um á meðal áhorfenda. í vösum á brjósti og rassi er gerdeig sem smátt og smátt þrútnar út á meðan uppákoman stendur yfir. > Myndin sýnir hendi þakta ljósum hárum. Á hendinni er laufblað sem er þakið sams konar Ijósum hárum. > Stór frystiskápur er lagður yfir lítinn poll í götunni. Pollinn þarf að vökva reglulega því þurr jarðvegur- inn drekkur í sig vatnið. Þegar fryst- irinn er fjarlægður stendur eftir lftill frosinn pollur á jörðinni. > Meret Oppenheim er svissnesk listakona árið 1936 sem býr til lista- verk með því að þekja kaffibolla, undirskál og teskeið með loðfeldi. Hún setur listaverkið á sýningu með félögum sínum úr hreyfingu Súrrealista. > Carolee Schneemann er banda- rísk listakona sem stendur nakin í salnum árið 1975. Hún dregur pappírslengju út úr leggöngum sfnum og les upp textann sem skrif- aður er á lengjuna. > Hekla Dögg var listamaður sem var kona þegar hún gekk á meðal áhorfenda með deig í vösum í Nýlistasafninu í Reykjavík. Hekla Dögg var listamaður sem var kona og hún var líka útlendingur þegar hún stillti upp frystiskápnum í Maine í Bandaríkjunum eða þegar hún tíndi laufblaðið sem var með hár alveg eins og hún í Maine í Bandaríkjunum. Súrrealistar voru vakandi fyrir óræðum hugrenningatengslum og þess vegna gerðu þeir mikið af verkum þar sem ólíkum, aðþví- ervirtist táknrænum, hlutum var steypt saman í |dularfulla| heildar- mynd þar sem hlutirnir kölluðust á. Hugmyndin var að höfða til ómeð- vitaðra bernskutilfinninga áhorf- andans um merkingu sem ekki var hægt að orða. Iðulega urðu þessi samansöfn að sérvitringslegum uppstillingum sem hver og einn gat túlkað á sinn hátt og þar sem meginmerkingin reyndist vera „sjáið, hér er sérvitringsleg upp- stilling". Verk Meretar verður eitt eftir- minnilegasta verk súrrealismans (ef tii vill er það ástæðan fyrir því að margir halda að hún hafi verið karl!) vegna þess að í verkinu nær hún að bræða saman hugmynd- irnar. Táknin sem kallast á eru ekki aðskilin heldur mynda þau órofa- heild; bollastell sem er ekki lengur „bara" bollastell, loðfeldur sem er ekki bara loðfeldur. Hluturinn verður eitthvað mitt á milii og bæði, tvennt sem er brætt saman þó það passi ekki saman: bolli sem er loðfeldur |kona sem er lista- maður sem er útlendingur|. Þar sem Meret er skáldleg, þá er Carolee bókstafleg. Hún var harður femínisti, hún vissi nákvæmlega hvað hún vildi segja og hún sagði það hreint út. Þegar hún dregur pappírslengu út úr leggöngum sfnum, hægt og rólega, les hún upp texta eftir sig sjálfa þar sem hún fjallar um hvernig konur eru máðar af spjöldum sögunnar. Hún er að fjalla, blátt áfram, um þversagnir í stöðu konunnar, kaldhæðnislega um fæðingu textans sem er þá tákn um eitthvað skapandi en yfirieitt ekki þess virði að minnast frekar á ef kona á í hlut. Verkið verður ekki órofa heild, heldur óþægilega aðgreint; það er eins og textinn og líkaminn (konunnar) passi ekki saman og það er það sem gerir verkið erfitt fyrir áhorfendur, það er þar sem Schneemann lýsir á tákn- rænan hátt stöðu konunnar sem listamanns og stöðu |líkama| hennar sem útlendings þegar text- inn er annars vegar. Þegar Hekla Dögg velur laufblað vegna þess að það er með eins hár og hún sjálf þá kallast hún á við

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.