Vera - 01.10.2000, Side 50
KONUR TIL FORYSTU
Styrkur Orkuveitu
Reykjavíkur
Á ráðstefnunni Konur til forystu var afhentur
styrkur Orkuveitu Reykjavíkur, sem veittur er
konum sem stunda nám í verkfræði og nemur
hann 150.000 krónum. Styrkhafar í ár eru Ása
Guðlaug Lúðvíksdóttir og Ragnheiður Ásta
Þorvarðardóttir. Við báðum þær að segja frá
námi sínu og framtíðaráformum.
Ragnheiður Ásta Þorvarðar-
dóttir nemi í veikstraums-
tæknifræði í Danmörku
"Ég er 29 ára gömul, stúdent úr MR 1991
og útskrifaðist úr rafeindavirkjun 1998. Á
meðan ég var að læra rafeindavirkjun fór
ég að fá áhuga á veikstraumstæknifræði
þegar ég kynntist því hvað tækni-
fræðingar og verkfræðingar gera og sá að
þar lá áhugi minn. Eftir stúdentspróf kom
sá möguleiki að læra verkfræði ekki til
greina þar sem ég hélt að það snerist
helst um að byggja brýr og þess háttar og
á því hafði ég ekki áhuga. Ég fór til
Danmerkur sumarið 1998 til að læra veik-
straumstæknifræði og sé ekki eftir því.
Hins vegar fékk ég fljótlega áhuga á að
bæta meira námi við mig að lokinni
tæknifræðinni þegar ég heyrði af nýju
námi sem nefnist mekatronik og er sett
saman úr orðunum mekanik og elektron-
ik. Þær greinar eru oft á tíðum óaðskil-
janlegar, þess vegna getur verið gott að
verkfræðingur hafi skilning á því hvernig
bæði veikstraumsfræði (elektronik) og
vélatæknifræði (mekanik) virka, frekar en
að vélatæknifræðingur þurfi að útskýra
mekanikina fyrir rafmagnstæknifræð-
ingnum og öfugt. Myndbandstæki er
dæmi um mekatroniskt tæki, þar sem
mekanikin sér um að spólan fari rétt inn í
tækið og bandið sé dregið rétt út og að
bandið fari svo með réttum hraða fram
hjá hausnum sem les af bandinu. Þessari
mekanik er stýrt af elektronik og til þess
að geta hannað rás sem stýrir henni rétt
þarf að hafa vit á mekanikinni líka. Námið
í mekatronik byrjaði í haust, bæði sem
fimm ára nám og tveggja ára viðbót fyrir
tæknifræðinga. Okkur sem vorum að
Ijúka 2. ári í tæknifræði var boðið að
koma yfir í fimm ára námið en nemendur
velja að taka annað hvort veikstraums-
eða vélatæknifræði fyrstu tvö árin og það
passar við það sem ég var búin með. Stór
partur af náminu er hönnun á hugbúnaði
fyrir mekatronisk kerfi og gerð
stærðfræðimódela sem lýsa hegðun
mekatroniskra tækja.
Framtíðaráform mín eru óljós. Að námi
loknu vil ég flytja aftur heim til (slands.
Helst mundi ég vilja starfa þar sem ein-
hver forritun kemur við sögu. Annars er
svo margt sem mér finnst spennandi og
mörg mismunandi störf til, svo það er
aldrei að vita hvar ég enda. Ég vona bara
að ég þurfi ekki að líða fyrir það að vera
kona."
Ása Guðlaug Lúðvíksdóttir
nemi í véla- og iðnaðarverk-
fræði við HÍ
*
Eg útskrifaðist úr eðiisfræðideild MR
vorið 1997. Ég var ekki tilbúin að þjóta
beinustu leið í Hi þar sem útþráin var farin
að segja til sín. Því kom það sér mjög vel
að ég skyldi fá styrk til þess að læra í
háskóla í Bandaríkjunum í eitt ár. Þetta er
styrkveiting sem Rótaryklúbbarnir í
Georgíufylki standa fyrir þar sem þeir
styrkja árlega nemendur alls staðar að úr
heiminum. Veturinn sem ég dvaldist í
Georgíu (1997-1998) voru yfir 80
nemendur frá 37 mismundandi löndum
sem fengu þennan styrk og mikið var lagt
upp úr því að fólkið fengi að kynnast
innbyrðis. Það var alveg frábært, þar sem
ég fékk eðal tækifæri til þess að átta mig
á því hvað við mannfólið erum nú lík,
þegar allt kemur til alls, sama hvaðan úr
heiminum við erum upprunnin, auk þess
að kynnast háskólaumhverfinu þar syðra.
Ég eignaðist fjölda vina, suma hverja sem
ég er ennþá í sambandi við. Þetta ár var
mjög traust og frábær reynsla.
Haustið 1998 skellti ég mér svo í H( og
hóf nám við véla- og iðnaðarverkfræði-
deild Hskólans. Ég var nokkuð efins til að
byrja með hvort verkfræði væri fag sem
hentaði mér þar sem ég var búin að heyra
tröllasögur af því hvað þetta væri nú erfitt
nám og þurrt. En ég fann mig í verkfræð-
inni, gekk vel og komst að þeirri
niðurstöðu að þetta væri hárrétt val hjá
mér. Það sem höfðar til mín er til dæmis
sú ánægja sem ég fæ út úr því, eftir að
hafa þurft að liggja yfir hinu og þessu
dæminu, að takast að leysa það, lítill
sigur í hvert sinn, auk þess að takast á við
þá áskorun sem þetta nám býður upp á.
En þó verkfræðin hafi höfðað til mín
þá er margt annað sem heillar líka, þar á
meðal áhuginn og forvitnin á útlöndum,
allt sem er svo öðruvísi þar og spennandi.
Því ákvað ég haustið 1999 að fara í
skiptiprógram til Mílanó á Italíu og slá
tvær flugur í einu höggi, halda áfram með
nám mitt í verkfræði við Politecnico di
Milano auk þess að kynnast (talíunni og
hennar fallegu tungu. Þetta var alveg
frábær vetur þar sem mér gafst færi á því
að kynnast broti af því góða fólki sem býr
á Ítalíu, ferðast mikið og læra ítölsku. Ég
kom svo aftur heim til Islands í sumar og
mætti fersk inn á þriðja árið í verkfræð-
inni í haust. Ég geri svo ráð fyrir að
útskrifast með BS- í verkfræði næsta vor.
Ég stefni á mastersnám í verkfræði, en
hvort það verður eftir tvö eða fjögur ár er
ekki alveg ákveðið.
50