Vera - 01.10.2000, Side 32

Vera - 01.10.2000, Side 32
Ég held að ef við leggjum rétt- an skilning í merkingu orðsins, að kvenréttindi séu í raun bara það að konur krefjist sömu réttinda og karlar, þá séu nánast allar konur og karl- ar kvenréttindafólk. börnin í skólann síðdegis og það eru oftar konurnar sem fara inn á heimili aldraðra foreldra sinna til hjálpar. Þessi mál standa því konum oft nær en körlum, ein- faldlega vegna þess að þær taka þátt í þeim dags daglega." Ásdís segist reyndar fagna því að sífellt fieiri karl- I f ar taki þátt í foreldra- ' starfi þarna sinna, svo dæmi sé nefnt, en konurnar séu enn í meirihluta. „Það sem ég vil miklu frekar mótmæla er að þetta séu annars flokks mál. Að það þyki flottara að vera sér- fræðingur í harðari málum, að vera meðyfirlýsingar um utanríkismál eða sjávarútvegsmál. Það sést í þlöðum og í fréttum að það þykja reyndari og stundum fram- þærilegri stjórnmálamenn en ég held að þetta sé sem betur fer að breytast." Ásdís viil undirstrika að öll hin málin skipti miklu máli. Vatnslagnir, vegamál, skattar, skólamálin, velferðarmáiin, allt hangir þetta saman. Kvenstjórnandi Stjórna konur öðruvísi en karlar? „Það hefur verið sagt að konur stjórni öðruvísi en karlar. Ég hef lesið rannsóknir þar sem fullyrt er að konur stjórni öðruvísi og aðrar þar sem sést enginn munur. Af hverju er enginn munur í sumum tilvikum? Kannski vegna þess að konurnar koma í karlaumhverfi, þær neyðast til þess að taka upp vinnuþrögð karlanna. Ég viðurkenni að þegar ég var formaður SUS þá lenti ég í þeirri aðstöðu að ég stjórnaði oft með ákveðnum hætti, sem var ekki endilega sá sem hentaði mér best, en það var sá háttur sem hafði verið viðhafður í 70 ár. Það er kannski nægur mótþyr að vera kona, og að vera stund- um undir í ákveðnum málum, þó maður þurfi ekki líka að berjast fyrir því að taka upp einhverja allt aðra stjórnunar- hætti." Ásdís bendir á að stjórnunarhættir séu að breytast. Stjórnendur nú- tímans verði að hlusta betur og vera í nánara sambandi við samstarfs- menn sína. Hún segir að sá stjórnunarstíll sem hafi þótt einkenna konur, „mýkri" stjórnunarhættir, séu vinnubrögð nútím- ans. Ásdís telur að þetta komi konum til góða og auki líkur á að þær leiti hærra í metorðastigann. Og annar plús við þetta sé sá að um leið og karlar tileinki sér stjórnunarstfl kvenna læri þeir að meta samstarfskonur sfnar betur. Erfitt að samræma fjölskyldulíf og starfsframa Eins og fram kom í upphafi eiga þau Ásdís og Aðalsteinn tvo drengi, tíu ára og tæplega tvegg- ja ára. Hvernig gengur að samræma heimili og starf? Svarið er skýrt: „Ekkert alltof vel. Ég hef horft á mörg viðtöl í sjónvarpi og lesið mörg viðtöl í blöðum þar sem fólk lætur eins og þetta sé ekki mikið mál. Þetta er heiimikið mál. Þetta er stundum alveg yfirþyrmandi og iðulega finnst mér ég vera að svíkjast um á öllum vígstöðvum, sem móðir, eiginkona, bæjarstjóri, dóttir, systir, vinur, allt þetta sem mig langar að sinna og gera. Ég er búin að vera hérna f mánuð núna og ég skal viðurkenna að ég hef því miður vanrækt fjölskylduna, ekki síst vegna þess að við erum að vinna í fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2001. Ég vona að það verði ekki svona áfram vegna þess að ég ætla ekki að afneita þvf að ég er líka móðir og er með fjölskyldu sem ég vil sinna. Ég ætla ekki að Ifta til baka eftir 40 ár og segja: Mikið er leitt að hafa misst af börnunum mfnum, öllum vinum mínum og fjölskyldunni." Ég spyr Ásdfsi hvort þau séu með heimilishjálp: „Já. í Bandaríkjunum var ég með au pair og nú fáum við hjálp héðan og þaðan. Við Aðalsteinn vorum mjög ung þegar við tókum þá ákvörðun að vera ekki feimin við að fá slíka hjálp. Sumum fannst þetta svolítið skrýtið, en við sögðum að við værum bæði í erfiðum störfum og þegar við værum heima ætluðum við að vera með börnunum. Á meðan við erum heima og getum verið saman þá viljum við ekki vera að skúra. 32

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.