Vera - 01.10.2000, Side 39

Vera - 01.10.2000, Side 39
súrrealista. Hún velur hlutinn út frá handahófskenndum einkennum, út frá smáatriðum sem iíkjast þótt megineiginleikar séu alls ólíkir. Hún stillir upp samlíkingunni: laufblað = kona, og lætur áhorfandanum eftir að uppgötva hvers vegna. Laufblaðið og Hekla Dögg mynda ekki órofaheild, en samt er eins og þau séu skyld; þau eru bæði Ijóshærð og hárið er fínlegt. Hér koma í hugann fordómar, hvernig menn jkonur og útlendingar| eru dæmd fyrirfram út frá tilvilj- anakenndum forsendum. Hún bendir á hversu léttvægt það getur verið sem ræður því hvernig við flokkum; hún og laufblaðið eru í sama flokki, jú. Hvað ræður því að útlendingur flokkast frá og strákar saman? Hvers vegna hafa léttvæg einkenni valdið því hver eiga heima í listasögubókum og hver ekki? Konan sem gengur með deig á rassi og brjósum virðist fjalla um |venjubundinn| heim kvenna. Við höfum deigið, vfsan til húsverka. Það er lifandi á sinn hátt, það gerj- ast og þenst út, sannkallað frjó- semistákn. Það stækkar rassinn og brjóstin, þar erum við komin inn á svið karlrembunnar; áherslan á þessa ákveðnu líkamshluta. Deigið er eins og silfkon, það gerir vissa lfkamshluta þrýstnari. Verkið er þannig um konuna og umfram allt hvernig á hana er litið. En verkið er einnig fáránlegt, gjörningurinn er trúðslegur. Þrátt fyrir allar þessar áberandi tilvísanir þá er Hekla Dögg, gangandi um salinn með deig á brjósti og rassi, hreint sagt fáránleg. Hún afskræmir fegurðarímyndina, en undir já- kvæðum formerkjum, vegna þess að vísanirnar eru jákvæðar og gamansamar. Með því að leika sér svona að kvenímyndinni setur hún spurningu við hana. í meðferð Heklu Daggar stenst ímyndin ekki, hún setur spurningu við hugmynd- ina um konu og þá fordóma sem henni fylgja. Schneemann gengur út frá því að konan þurfi að leita sér sam- svörunar í listasögunni, hún gengur út frá því að konum hafi kerfis- bundið verið eytt. Á Hekla Dögg í álíka erfiðleikum innan listaheims samtímans? Er hún fyrirframdæmd innan um „strákana"? Þegar Hekla Dögg gerir verkið um frosna pollinn, persónulegt verk byggt á æskuminningum, þá verður það |óvart| að umfjöllun um list strákanna. Því frystivélin er bandarísk, stórbrotin, strákalist; pollurinn sjálfur er hinsvegar viðkvæmur, Ijóðrænn, náttúrulegur (en ekki í þessu umhverfi). Úr sam- ræmi við aðstæður en þó til í stutt- an tíma þar til hann gufar upp í steikjandi sólinni. Það er spurning hvort áhorfendurnir, ef við gefum okkur að þeir hafi verið vanir Mynd: arttoday.com bandarískri |stráka)list í stíl við frystivélina, hvort þeir hafi skilið endapunktinn. Eða var hann of lát- laus, of útlendur? Er Hekla Dögg að skilgreina sig persónulega sem útlending, sem annað en strák, sem einhverja sem ekki fylgir sjálfvirkri þróun listasögunnar? Það er spurning hvort þeirsem- eruekkistrákar (ætli við séum þá ekki að tala um útlendinga, konur, aðra kynþætti hvar sem við erum stödd) geti lævíslega unnið utan við listasöguna j strákal isti na |, skapað þannig aðra listasögu, utanvið, og eftilvill grafið undan því hvað hin listasagan virðist sjálf- sögð. Eru Hekla Dögg, Meret, Carolee og Rosemarie að gera það, hver á sinn háttinn? 39

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.