Vera - 01.10.2000, Side 16

Vera - 01.10.2000, Side 16
Linda Blöndal og Anna Björg Siggeirsdóttir sten Hyað incfur a launaseðlinum Konur eru almennt óánægðari með laun sín en karlar. Það viðhorf má glöggt sjá í niðurstöðum könnunar sem Pricewater' house Coopers gerði í október sl. Þar kemur fram að 47,9% af þeim konum sem tóku þátt voru mjög eða frekar óánægðar með launin sín samanborið við 28,5% karla. Úrtakið var 1.200 manns og svarhlutfall 63,9%. Konur eru ekki ánægðar með stöðu mála, við vitum að laun okkar eru lægri en karla og oft nægja þau ekki tii framfærslu. Konur mennta sig til jafns á við karla, m.a. með það í huga að standa betur að vígi á vinnumarkaði, en það virðist ekki nægja. í landinu eru til lög sem segja að mismunun byggð á kyni flokkist undir stjórnarskrárbrot. Það virðist heldur Það hefur margsinnis verið staðfest að konur njóta lakari kjara á vinnumarkaði. í launakönnun VR kom fram að kynbundinn launamunur er enn um 18%. Efling gerði einnig viðhorfskönnun fyrir síðustu kjarasamninga þar sem kyn var skoðað sérstaklega. Þar kom þetta frarm Karlar Konur Minna en 90.000 kr. í laun 27,5% 65,7% 90.000 -149.000 kr. í laun 45,1% 29,5% Yfir 150.000 kr. í laun 27,3% 4,8% ekki nægja. Að mati ritnefndar Veru er kyn- bundinn launamunur mannréttindabrot og um það þarf að fjalla frá ýmsum hliðum svo rífa megi þessa meinsemd upp með rótum. í næstu tölublöðum Veru er ætlunin að fjalla um og skoða kynbundinn launamun. í þessu blaði skoðum við breyttan vinnumark- að og breytt kjaraumhverfi. Við báðum konur úr nokkrum starfstéttum að segja okkur hvað þær hafa í iaun (sumar vildu ekki segja það) og frá starfsaðstæðum sínum og viðhorfum. Ailar ábendingar um málefni kvenna á vinnumarkaði eru vel þegnar og hægt að koma á framfæri við Veru. í launakönnun kjararannsóknarnefndar frá I. ársfjórð- ungi 2000 um heildarlaun fyrir landið allt kemur svipaður launamunur einnig fram: Karlar Konur Almennt verkafólk 111.200 95.600 Véla- og vélgæslufólk 127.400 89.600 Sérhæft verkafólk 113.700 102.900 Iðnaðarmenn 171.600 Þjónustu-, sölu og afgreiðslufólk 151.000 94.100 Skrifstofufólk 141.300 122.000 Tæknar og sérmenntað starfsfólk 221.200 165.600 Sérfræðingar 304.400 272.500

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.