Vera - 01.10.2000, Side 48
KONUR TIL FORYSTU
Landsvirkjun
þarf á kvenlegri
sýn að halda
Friðrik Sophusson,
forstjóri Landsvirkjunar
Segja má að Landsvirkjun sé
dæmigert tæknifyrirtæki á karla-
sviði eða á maður að segja karla-
fyrirtæki á tæknisviöi. Hjá fyrirtæk-
inu starfa 33 verkfræðingar, þar af
eru 3 konur. Tæknifræðingarnir eru
20, allt kariar. Þá starfa hjá
Landsvirkjun 31 rafvirki, 4 rafeinda-
virkjar, 18 rafveituvirkjar, 52 vél-
fræðingar, 2 tölvunarfræðingar og
einn kerfisfræðingur. Allt kariar.
Samtals starfa 173 við svokallaðar
tæknigreinar og þar af einungis
þrjár konur, sem allar eru verk-
fræðingar. Þessar tölur einar og sér
nægja til þess að aó Landsvirkjun
telur það skyldu sína að taka þátt í
verkefni, sem hefur það m.a. að
markmiði að fjölga konum í raun-
vísindum, verk- og tölvunarfræði.
Skortur á konum í stöðum þar
sem ákvarðanir um rannsóknir og
framkvæmdir á ýmsum sviðum eru
teknar kallar ekki eingöngu á
áleitnar spurningar um jafnrétti,
heldur vaknar einnig sú spurning
hvort réttar ákvarðanir séu teknar.
Fjölgun kvenna í vísindastörfum
víkkar sýn okkar á viðfangsefn-
inu, þar sem konur horfa oft á
mál öðrum augum en karl-
menn. Slík fjölgun ætti því að
leiða til þess að rannsóknir
beinist í fleiri áttir heldur en ef
það eru eingöngu karlar sem
taka ákvarðanir um fram-
kvæmdir og útdeila verkefnum til
vísindamanna. Innan Landsvirkj-
unar hafa farið fram umræður um
það hvernig fyrirtækið getur með
beinum hætti haft áhrif á að fjölga
konum í raunvísinda- og tækni-
störfum. í starfsauglýsingum eru
konur sérstaklega hvattar til þess
að sækja um þessi störf enda er
það á stefnuskrá Landsvirkjunar að
bæta hlut kvenna í þessum efnum.
í umræðunum hafa komið fram
ýmsar hugmyndir. Má þar nefna
almenna kynningu á starfsemi
fyrirtækisins fyrir nemendur í 10.
bekk grunnskóla, en þeir standa
flestir frammi fyrir mikilvægum
ákvörðunum um frekara nám. f
öðru lagi hefur verið rætt um að
standa fyrir sérstakri kynningu fyrir
konur í raunvísinda-, verkfræði- og
tækninámi í þeim tilgangi að
benda þeim á eftirsóknarverðan
starfsvettvang hjá Landsvirkjun. í
þriðja iagi getur Landsvirkjun gert
þá fáu kvenkyns verkfræðinga sem
starfa hjá fyrirtækinu sýnilegri í
starfi, þannig að þær verði
fyrirmyndir kvenna sem hyggjast
stunda nám í verkfræði. Loks hefur
verið á það bent að Landsvirkjun
getur styrkt konur til að vinna að
doktorsverkefnum, t.d. í samstarfi
við Háskóla íslands, en fyrirtækið
kostar nú hálfa prófessorsstöðu við
verkfræðideild skólans. Slíkt sam-
starf nýtist ekki aðeins viðkomandi
nemanda heldur einnig Lands-
virkjun, ef verkefnið er valið með
tilliti til þess.
Við sem störfum hjá Lands-
virkjun teljum að aukin þátttaka
kvenna í raunvísinda-, verkfræði-
og tæknigreinum sé ein af for-
sendum jafnréttis á vinnumarkaði.
Og síðast en ekki síst viðurkennum
við það fúslega að Landsvirkjun
þarf á kvenlegri sýn að halda ef við
ætlum að virkja orkulindirnar og
gera það í sæmilegri sátt við land
og þjóð. Þar eiga konur 21. aldar-
innar leikinn.
Samtals starfa 173 við
svokallaðar tæknigreinar og
þar af einungis þrjár konur,
sem allar eru verkfræðingar.
Átt þú fjársjöð?
Skjöl einstaklinga og félaga eru ómetanlegar heimildir um mannlíf og sögu Reykvíkinga
varðveittu eigin sögu og kynslóðar þinnar
- Haföu samband ef þú ert meö skjöl sem gætu átt erindi á skjalasafn
Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Tryggvagötu 15,101 Reykjavík, Sími 563 1770 Fax 563 1780 Netfang: borgarskjol@rvk.is