Vera - 01.10.2000, Side 47
þeir mismunandi hlutar vanda-
málsins tengjast hver öðrum og
prófar sig áfram með þvf að skissa
upp hvernig mismunandi lausnir
gætu litið út. Hún þarf að ákveða og
hanna hvernig endanleg lausn lítur
út á myndrænan hátt áður en hafist
er handa við að smíða lausnina á
sama hátt og hver annar hönnuður.
Hluti af starfinu er að nýta sér
reynslu annarra, leita ráðgjafar hjá
þeim sem hafa sérhæfða reynslu og
þekkingu og veita ráðgjöf sjálf.
Tölvunarfræðingar eru oft hluti
af vinnuhópi. Þeir þurfa að gera
hönnunina skiljanlega fyrir alla þá
sem að málinu koma, þannig að
margir geti komið að sama verkinu
á samræmdan og auðveldan hátt.
Hún gætir þess að útlit forritsins
sé í samræmi við þær upplýsingar
sem það notar og hugmyndir
annarra um þær. lafnframt því
hannar hún útlit, oft í samráði við
teiknara, þannig að forritið verði
auðvelt, þægilegt og áhugavert í
notkun.
Hönnunin er að mínu mati
skemmtilegasti hluti starfsins en
jafnframt sá sem felur í sér mesta
áskorun. Þessi hluti tengir heim
raunverulegra vandamála við
heim tölvunnar.
Konur veröa aö vera með
En hvað á raunverulegi tölvunar-
fræðingurinn sameiginlegt með
ímynd tölvunarfræðingsins sem er
lokaður inni þak við tölvuskjá allan
daginn? Vissulega eru þeir til sem
starfa á þann hátt, en fagið er í
þróun og áherslurnar að þreytast.
Hin þrautseiga ímynd af tölvunar-
fræðingnum hefur samt lítið breyst
og fælir enn eflaust hæft fólk frá því
að takast á við fræðigreinina. Að
mínu mati væri það faginu til góðs
að losna við þessa gamalgrónu
ímynd sem er gjarnan tengd við
ákveðna karlmannstýpu. Til þess
eru konur mikilvægar.
Tölvurnar eru stöðugt stærri
hluti af lífi okkar og við getum nýtt
okkur þær til æ fleiri verka. Heimur
tölvunnar er fjær því sem hann
upphaflega snérist að miklu leyti
um, að leysa flókin tæknileg og
stærðfræðileg vandamál og færist
upp á æ huglægara plan; við notum
tölvur til þess að teikna og skrifa,
lesa, leika okkur og leita okkur
upplýsinga. Notendur tölvanna eru
því í ríkari mæli en áður venjulegt
fólk, bæði konur og karlar, af öllum
stærðum og gerðum. lafnframt því
krefst fagið einstaklinga með fjöl-
breytilega hæfni, sem eru víðsýnir
og skapandi og geta hugsað óhlut-
bundið. Fagið og orðræðan tengd
því ber enn of sterkan keim af því
að mestmegnis tæknisinnaðir karl-
menn koma að þróun þess.
Mikilvægt er að konur komi inn í
þá hröðu og spennandi þróun sem
einkennir tölvunarfræðina núna.
Með því aukast líkurnar á því að
tölvurnar sjálfar geti höfðað til
stærri og breiðari hóps, og vakið
áhuga fleiri kvenna. Annars er hætta
á að konur útilokist enn frekar frá
þessum mikilvæga vettvangi.
Myndir: Valdís