Vera - 01.10.2000, Side 67

Vera - 01.10.2000, Side 67
Þóra - Baráttusaga eftir Ragnheiði Jónsdóttur Hér eru tværjyrstu Þórubækur Ragnheiðar Jónsdóttur, Ég á gull að gjalda og Aðgát skal liöfð, saman í einni. Þessar bækur komujyrst út um miðja síðustu öld en verkiðfjallar um sveita- stúlkuna Þórufrá Hvammi sem á sér þá ósk heitasta aðfá að mennta sig og komast út lír liinu dæmigerða basli sem konur til sveita bjuggu við áður fyrr. Menntunarþráin ber hana til Reykja- víkur en margtfer á annan veg en ætlað var. Mynd af konu Vilborg Dagbjartsdóttir Kristín Marja Baldursdóttir skrásetti Vilborg Dagbjartsdóttir er meðal virtustu skálda þjóðarinnar og vinsælustu bamakennara. Hún stendur nú á sjötugu og um leið á tímamótum þegar liiín liættir kennslu eftir áratugastarf við Austurbæjarskóla. Vilborg hefur ákveðnar skoðanir og einstaka frásagnargáfu, hér leysir húnfrá skjóðunni og deilir ýmsum áhugaverðum minningabrotum með lesandanum - meðal annars um uppvtíxt sinn, skáldskapinn, rauð- sokkutímann og litríka samferðamenn. Bókin er prýdd mtírgum myndumfrá mismunandi tíma- bilum í lífi Vilborgar. „Öll speglar bókin djúpa vitsmuni, innilegan húmor og ríka frásagnarþörf. Þetta má ekki síður skrifa hjá Kristínu Marju.... Augljóslega hrífst skrásetjari af Vilborgu sem manneskju og hefur þó lúmskt gaman afýmsum skrítilegum þáttum í fari hennar.” - Jóhanna Krístjónsdóttir, strík.is

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.