Vera - 01.10.2000, Side 25
24.
október
24. október s\. var gengið frá Hlemmi að Ingólfstorgi
undir kröfunni Gegn örbirgð og ofbeldi. Svipaðar
aðgerðir fóru fram í öðrum löndum undir heitinu
Heimsganga kvenna og náðu hámarki í New York 17.
október. Guðlaug Teitsdóttir skólastjóri Einholtsskóla
hélt ræðu á fundinum og lagði aðaláherslu á kjaramál
kvenna. Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna
höfðu forystu um aðgerðirnar og fengu fjölda félaga
í lið með sér.
Á heimasíðu VERU,
http://vera.is, má finna
rieou Guðlaugar
Teitsdóttur, einnig ræður
Vilborgar Harðaraóttur
og Valgerðar H.
Bjarnadóttur sem þær
fluttu á fundi
Kvenréttindafélags
Islands, sem var
samtengdur á Grand
Hotel í Reykjavík og
Fiðlaranum a Akureyri.
Tryggvi Arason og Andrea Oddsdóttir
Vera: Voruð þið hérna fyrir 25 árum síðan?
Andrea: Ég var hér.
Tryggvi: Ég var að vinna.
Vera: Hvernig var þá?
Andrea: Bara alveg yndislegt
Vera: Finnurðu mikinn mun á stemningunni nú og þá?
Andrea: Mér fannst meiri stemning þá.
Vera: Haldið þið að kvennafrídagurinn hafi skilað
miklu fyrir kvennabaráttuna?
Tryggvi: )á, þetta hefur iagast mikið í sambandi við
laun og annað slíkt. Að vísu ekki nógu hratt en þetta
þokast áfram.
Helga Þórey Björnsdóttir og ÚHa Knudsen
Vera: Voruð þið hérna fyrir 25 árum síðan?
Helga: Nei því miður.
ÚHa: Þvf miður.
Vera: Þið hefðuð semsagt viljað vera hérna?
Báðar: Já það hefðum við viljað.
Vera: Haldið þið að stemningin sé eitthvað í líkingu
við það sem var?
Báðar: Nei.
Helga: Langt frá því.
Guðrún Kristinsdóttir
Vera: Varst þú hérna Fyrir 25 árum síðan?
Guðrún: já
Vera: Finnst þér stemningin eitthvað lfk því sem var þá?
Guðrún: Það er ömurleg stemning hérna f dag, finnst mér.
Vera: Hvernig finnst þér kvennabaráttan standa í dag?
Guðrún: Mér sýnist hún standa mun verr, en það er
búið að vinna þó nokkra sigra. Ungu konurnar finna
ekki fyrir misrétti fyrr en þær eru komnar út á vinnu-
markaðinn og kannski höfum við Ifka verið lélegar í að
miðla einhverju sögulegu samhengi. Það er allavega
ekki eins mikill kraftur í þessu núna.
Fjóla Dísa Skúladóttir
Vera: Hvernig finnst þér hafa verið hérna í dag?
Fjóla: Mjög fínt, góð þátttaka
Vera: Hefðir þú viljað vera hérna fyrir 25 árum síðan?
Fjóla: ]á, nema hvað ég var ekki fædd þá.
Vera: Heldurðu að stemningin sé ólík því sem var?
Fjóla: Ég held nú að hafi verið betri andi þá, þetta er
örugglega orðið miklu rólegra miðað við það sem
maður hefur heyrt.
Hildur Sverrisdóttir og Lóa Eyjólfsdóttir
Vera: Hvernig finnst ykkur hafa verið hérna í dag?
Báðar: Mjög gott. Margir.
Vera: Hefðuð þið viljað vera hérna fyrir 25 árum sfðan?
Hildur: )á, það hefði örugglega verið gaman að sjá
þetta þá.
Vera: Haldiði að sé mikill munur á stemningunni?
Hildur: Það hefurverið meiri baráttuandi þá. Það
hefur þurft að stíga stærri skref.
Vera: Haldiði að það sé minni kraftur í kvenna-
baráttunni heldur en var?
Hildur: Ég held allavega í verki.
Lóa: Það eru ekki margar konur virkar í kvennabaráttu
í dag.
Ágústa Arngrímsdóttir
Vera: Varst þú hérna fyrir 25 árum?
Ágústa: Nei, reyndarekki.
Vera: Hefðirðu viljað vera hérna?
Ágústa: )á, ég hefði viljað vera hérna. Ég hafði
sennilega ekki þroska til þess að vera með konum þá.
Vera: Heldurðu að stemningin hérna í dag sé eitthvað
í líkingu við það sem var þá?
Ágústa: Nei, ég held að hún hafi nú verið meiri og
margfalt fleiri sem mættu. Ég er alveg hissa á
mætingunni í dag.
25