Vera - 01.10.2000, Side 29
Kvennalistinn sem ég var aldrei hrifin af. Mér fannst
málflutningur hans ómarkviss, stundum ýktur og ekki
sannfærandi. Ég tengdi starf Kvennalistans aldrei við
aukna trú kvenna á sjálfar sig sem ég fann samt að var
að gerast á þessum árum. Hins vegar, þegar ég hugsa
til baka, þá er ég viss um að Kvennalistinn hafði mikil
áhrif. Miklu meiri áhrif en hvarfiaði að manni á þessum
árum. Kvennalistinn var kannski eins og sandkornið í
skelinni sem mótar perluna. Hann náði formlega séð
ágætis árangri inni á þingi og ég held að honum hafi
tekist að móta perluna að því leyti að jafnréttismál eru
tekin miklu fastari tökum í öðrum flokkum en hefði
verið gert ef Kvennalistinn
hefði aldrei orðið til. Ég held
að hann hafi til dæmis haft
áhrif á það að Sjálfstæðar
konur voru stofnaðar, þótt
hugmyndfræðin hafi verið
allt önnur og við lagt áherslu
á jafnréttismál á öðrum for-
sendum en Kvennaistinn
gerði. Ég held að Kvenna-
listinn hafi sett jafnréttis-
málin á dagskrá."
Konur, völd og gagn-
rýni
Þótt sífellt fleiri konur komist í valdastöður í þjóðfélag-
inu sitja enn mun færri konur en karlar í forstjórastóli
og stjórnum fyrirtækja. í stjórnmálum hafa konur hins
vegar náð betri árangri. Ég spyr Ásdísi hvort henni
finnist konur nógu duglegar að sækja fram, hvort þær
þori ekki að takast á við ábyrgðarstöður. „Þetta er svo
margþætt og flókið. Ég held að konur hafi yfirleitt ekki
jafnmikið frumkvæði og þær ættu að hafa. Það eru
margar konur sem eiga erindi í áhrifastöður sem sækj-
ast ekki eftir því. Karlarnir hafa frumkvæðið, þeir óska
eftir einhverju. En konurnar gera það síður og mér
finnst oft einkennandi að þá verður verkefnið og starfið
sem þær sinna að vera markmið í sjálfu sér: Þær segja
ókei, ég skal taka að mér að vera formaður utanríkis-
nefndar vegna þess að ég vil sjá breytta stefnu í
Evrópusamsbandinu, meðan karlarnir segja frekar að
þetta sé leið að einhverju markmiði hjá sér. Karlarnir
taka þetta að sér og gera það oft með hangandi hendi
vegna þess að þeir ætla eitthvað lengra. Mér finnst því
oft, án þess ég sé að segja að það sé algilt, konur sinna
verkefnum sínum betur. Þær taka þetta að sér af þvf að
þær ætla að klára þetta vel. Þær taka hlutunum oft
alvarlegar og setja meiri vinnu í verkefnið."
Það er fleira sem brennur á Ásdísi í þessu sam-
bandi, nokkuð sem hún hefur lengi hugsað um en ekki
sagt upphátt: „Ég held að konur séu meðvitaðri um
neikvæðu hliðarnar á því að vera í forystu, í stjórnunar-
stöðu. Konur eru stundum næmari fyrir umhverfi sínu
en karlar og duglegri að rækta og þroska það sem er
kallað tiifinningagreind. Ég held að konur átti sig á því
að það er ekki tóm sæla að vera f forystu. Þess vegna
gera margar upp við sig, kannski ómeðvitað, að þær
ætli ekki að sækjast eftir þessu. Ekki endilega af því að
þær þori ekki eða treysti ekki á hæfileika sína, heldur
líka af því að þær langar ekki. Þetta er kannski eitthvað
sem hefur ekki verið í umræðunni því við gefum okkur
að alla langi f vöid og ábyrgð. En það er önnur hlið á
málinu." Ég spyr hvort verið geti að konur séu of við-
kvæmar fyrir gagnrýni, að þær taki hana of nærri sér
meðan karlar virðast geta látið hana sem vind um eyru
þjóta. Ásdís er ekki viss um að svo sé og bendir á að
karlar hafi einfaldlega verið virkari en konur í hvers
kyns félagsstarfi, þótt þetta sé mjög að breytast. Karlar
séu því vanari að taka gagnrýni. Hún teiur reyndar að
margar konur gæti sín á því
að taka gagnrýni ekki of
persónulega og nefnir
Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttur borgarstjóra sem
dæmi. Ásdís telur að það
þurfi að bregðast við því ef
veruleikinn sé sá að konur
hafi meiri fyrirvara en karl-
ar á valda- og ábyrgðar-
stöðum. Þá þurfi að gera
meira af því að búa konur
undir þessi störf, ekki ein-
ungis hvað menntun og
reynslu varðar, heldur þurfi
líka að hugsa um andlega þáttinn - gera þær hæfar til
að takast á við togstreituna sem fylgir.
„Ég hef unnið með mörgum ungum konum sem fara
ákveðið langt í þessu kerfi. Þegar þær eru komnar að
ákveðnum mörkum þar sem þær verða meira áberandi,
fá meiri gagnrýni og fjölmiðlar eru farnir að veita þeim
meiri athygli þá segja þær, þetta er nóg fyrir mig. Ég
held að við þurfum að búa þær undir og gera þeim
grein fyrir því hvernig það er að vera í sviðsljósinu,
hvernig það er að láta gagnrýna sig."
Stuðningur kvenna mikilvægur
í framhaldi af þessu spyr ég Ásdísi hvort hún hafi
fundið fyrir stuðningi kvenna í störfum sfnum og hvort
hann sé mikilvægur. „Ég hef alltaf fundið mikinn
stuðning frá konum og mér hefur fundist það rosalega
skemmtilegt. Þegar ég varð formaður SUS þá sendi
Ragnhildur Helgadóttir fyrrverandi ráðherra mér afar
fallegt skeyti. Ég man eftir henni sem stelpa og mér
fannst mjög hvetjandi að svona kona legði sig fram við
að hvetja aðrar konur. Ég fann og hef fundið stuðning
frá mörgum konum í gegnum tíðina og nefni sérstak-
lega samstarfskonur mínar í Sjálfstæðum konum. Án
þeirra hefði ég ekki gert nema brot af þvf sem ég hef
lagt á mig til þess að ná árangri og til þess að hafa
áhrif. Þær hafa verið mjög mikilvægt bakland fyrir mig."
Við ræðum um það hvort konur geri kannski meiri kröf-
ur til kvenna, hvort þær séu gagnrýnni á störf kynsystra
sinna en karlanna. Ásdís telur að eitthvað sé til í því,
einkum vegna þess að kona í valdastöðu er fyrirmynd
annarra kvenna. Hún bregst því ekki aðeins sem ein-
staklingur heldur einnig sem fyrirmynd.
Ég held að konur hafi
yfirleitt ekki jafnmikið
frumkvæði og þær ættu
að hafa. Það eru margar
konur sem eiga erindi í
áhrifastöður sem sækjast
ekki eftir því.