Vera - 01.10.2000, Blaðsíða 62
Umsjón: Bára Magnúsdóttir
Frásögn um margboðað jafnrétti
í blaði Kvenréttindafélags íslands,
19. júní, sem gefið var út 1953, var
þess farið á leit við nokkra „málsmetandi" karl-
menn að þeir svöruðu spurningunni Hvernig
myndi ég hafa fiagað lífi mínu, ef ég hefði verið kona?
Þessu svöruðu sex karlmenn af þeim tuttugu
sem spurðir voru, hinir gáfust upp, að sögn.
Ástæður þess voru m.a. annars þær að þeir gætu
ekki sett sig í spor kvenna. Árið eftir voru nokkrar
konur spurðar sömu spurningar, þ.e. hvað hefðu
þær gert ef þær hefðu verið karlmenn.
Karlmennirnir sem svöruðu voru Einar Magnússon
menntaskólakennari, Einar Olgeirsson alþingismaður,
Helgi Hannesson bæjarstjóri, |ón Magnússon frétta-
stjóri, Páll ísólfsson organleikari og Sigurbjörn
Einarsson prófessor og síðar biskup. Spyrjandi tekur til
þess hve miklum heilabrotum og þungum vanda þetta
leggur á allstæltar herðar þeirra sem spurðir voru og
dregur af því þá ályktun.að spurningin sé vel þess virði
að sem flestir karlmenn geri sér grein fyrir henni og þá
ekki hvað sízt stjórnmálamenn og þeir er sinna uppeld-
ismálum en til slíkra manna var einkum f fyrstu leitað.,,
Tveir svarenda svara því til að þeir hefðu gift sig og þar
af annar án þess þó að hverfa frá þeim störfum sem hann
hefði valið sér. Tveir svarenda taka fram að þeir geri sér
grein fyrir að þá hefðu möguleikar þeirra í lífinu verið
minni en eila. Einar Olgeirsson orðaði það þannig: „En
ég efast stórlega um, - eða er réttara sagt næstum viss
um, að þjóðfélagið hefði ekki gefið mér tækifæri til þess
að vinna að þeim |áhugamá!unum|, ef ég hefði verið
kona, sem það hefur veitt mér sem karimanni. Svo ríkt er
misrétti kynjanna enn í þjóðfélaginu."
Konurnar sem spurðar voru voru þær Aðalbjörg
Sigurðardóttir, Efemia Waage, Guðlaug Narfadóttir og
lóhanna Friðriksdóttir. „Ef til vill er það táknrænt fyrir
aðstöðu konunnar í þjóðfélaginu eins og hún var, er
þessar konur voru ungar, að yfirleitt kemur það fram að
þær hefðu frekar kosið að vera karlmenn." segir í
blaðinu. Aðalbjörg Sigurðardóttir segir: „Þessari
spurningu er að vissu leyti fljótsvarað, því svo oft
hugsaði ég um það, þegar ég var barn, hvað ég hefði
gert, ef ég væri drengur, en ekki stelpa. Það var sem sé
mín heitasta ósk að vera strákur. Fyrst og fremst myndi
ég þá geta hlaupið, stokkið og flogist á, án þess að það
klingdi alltaf í eyrunum á mér, að þetta og þetta væri ekki
kvenlegt. Það var svo miklu frjálslegra á allan hátt að
vera strákur, og mér sýndist að það myndi haldast svo
lífið á enda." Aðeins ein kvennana tekur fram að hún
hefði kvænst, hefði hún verið karlmaður, hinar annað
hvort minnast ekki á slíkt eða eins og Aðalheiður segir:
„Aldrei datt mér í hug að stofna til hjúskapar og reisa bú
með einhverri stúlkunni." Það að lifa sem karlmaður
virðist því vera frelsi frá því að þurfa að ganga í hjóna-
band. Svör allra kvennana eru mjög fróðleg en hér verður
aðeins birt eitt þeirra í heild sinni.
62