Vera - 01.10.2000, Side 46

Vera - 01.10.2000, Side 46
KONUR TIL FORYSTU ll RSB| if i J nunn_geflCVAC Tölvuímyndir kvenfmyndir? Margir hafa þá hugmynd af tölvunarfræðinni að hún sé þurrt raungreinafag sem bygg- ir eingöngu á stærðfræði og forritun. Fólk sér tölvunar- fræðinginn yfirleitt fyrir sér sem karlmann, oftast frekar ungan, með flöskubotnagler- augu og í ósmekklegri skyrtu sem situr inni í einhverri rykfallinni kompu bak við tölvuskjá allan daginn. Hann fæst við reiknirit, gagnagrindur, stýrikerfi, vélamál og aðra óskiljanlega hluti. ímynd tölvunarfræðinnar er gjarnan sú að hún sé tilfinningasnautt raun- greinafag, jarðbundið og kalt, sem á lítið skylt við vandamál hins daglega lífs og fáir finna fyrir samsvörun í. Það sama má eflaust einnig segja um aðrar raungreinar. Þegar ég kláraði menntaskóla og stóð frammi fyrir vali á því sem ég vildi taka mér fyrir hendur næstu árin - hugsaniega það sem eftir væri ævinnar - þá vissi ég bara eitt; ég hafði ekki áhuga á að fara í raun- greinafög. Sú tilhugsun að leggja út í nám sem ekki bara yrði mjög mikil vinna, heldur líka innan um gutt- ana sem ég hafði setið með í eðlis- fræðitímum í menntaskóla, í um- hverfi þar sem allir kennararnir væru jarðbundnir, útreiknaðir og vísindalegir, var ekki aðlaðandi. Sú árátta flestra fræðimanna að nota flókin og sérhæfð vísindaleg hugtök án útskýringa í daglegri umræðu um vísindi í fjölmiðlum og annars staðar, var í sjálfu sér nægjanlegt til þess að ákveða að ég hafði alls ekkert að gera í þetta nám. Ég er viss um að ég er ekki ein á báti um þessa upplifun og að ímynd tölvunarfræðingsins og hin tæknilega orðræða hafi fælt fleiri frá en mig. Það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar að ég fór að Ifta á þessa hluti sem áskorun fremur en hind- run og ákvað að leggja út f nám í tölvunarfræði við háskólann. í dag veit ég að sú ímynd sem ég hafði af tölvunarfræðinni á mjög lítið skylt við hið raunverulega nám og starf tölvunarfræðingsins. Tölvunar- fræðingurinn tekur að sér mörg hlutverk og starf hennar er bæði fjölbreytt og skemmtilegt. Tölvunarfræöingurinn er greinandi Stór hluti af því sem tölvunar- fræðingurinn fjallar um eru vanda- mál sem eru hluti af raunveru- leikanum. Hún - tölvunarfræðingurinn - hefur samskipti við væntanlega viðskiptavini og setur sig inn í þau vandamál sem þeir þurfa að leysa dags daglega. Hún lýsir vandamálunum út frá sjónarhóli notandans, hefur innsýn og skilning á hvernig notandinn hugsar, án þess að flækja sig í tæknilega hugsun of snemma. Hvort sem um er að ræða teikni- forrit, vefi eða bókhaldsforrit þá fer hún á vinnustaði og kynnir sér umhverfið, fólkið og hugmyndir þess. Hún beitir bæði víðsýni, skilningi og óhlutlægri hugsun til þess að fá sem skýrasta mynd af þeim vandamálum sem henni er ætlað að leysa. Hún tryggir að hugmyndir hennar og hugmyndir viðskiptavinarins séu f fullkomnu samræmi og enginn misskilningur ríki um einstaka atriði. Hún þarf að kynna hugmyndir sínar sannfærandi og á skýran hátt. Því fer fjarri að starf hennar sé gjörsneytt mannlegum samskiptum. Tölvunarfræðingurinn er hönnuður Hún hefur gaman að því að skipu- leggja og kryfja verkefnin. Hún ákvarðar hvernig tímanum skal varið, skiptir útfærslunni upp í afmörkuð verkefni sem koma sem best til móts við óskir notandans. Starf hennar getur verið mjög skapandi. Henni er oft líkt við arkitekt sem gerir nákvæmar áætl- anir og teikningar áður en hafist er handa. Hún skiptir vandamálinu niður í viðráðanlegar og skýrar einingar. Hún teiknar upp hvernig 46

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.