Vera - 01.10.2000, Side 10
Konan í skýjunum
Marion Herrera er tuttugu
og sjö ára gömul, frönsk kona
sem dvalist hefur á íslandi frá
árinu 1996. Hún hefur að-
lagað sig íslensku samfélagi,
náð góðum tökum á tungu-
málinu og eignast stóran
vinahóp hér á landi. Marion
hefur leikið á hörpu frá
barnsaldri en hér á íslandi
hóf hún sig til skýjanna með
öðrum og að eigin sögn
auðveldari hætti.
Ég fæddist f Nice og bjó þar í
nítján ár ásamt fjölskyldu minni.
Við vorum búsett í fjöllunum og
stunduðum útivist af kappi um
heigar. Við vorum mikið á skíðum, í
gönguferðum og nutum fjallanna,
snjósins og útsýnis yfir hafið. Síðan
fluttist ég til Parísar og taldi fyrir-
fram að þar myndi ég una mér vel
en það kom í Ijós að ég var ekki
mikið borgarþarn. í Nice var hins
vegar mikil uppbygging á
þessum tíma og nú
eimir Iftið eftir
f
fjallaparadís þar sem ég var alin
upp. Ég hafði því lítinn áhuga á að
flytjast þangað aftur. Þegar foreldr-
ar mínir komu úr fríi frá íslandi með
mjög fallegar myndir af landinu,
myndir af Reykjavík sem hafði fjöll í
allar áttir, snjóinn og hafið, þá
langaði mig að koma hingað. Ég
hafði lokið háskólanámi og tónlist-
arnámi og á sama tíma komst ég í
samband við íslenska stelpu sem
var á leiðinni til Frakklands að læra
á hörpu. Við gerðum skipti á íbúð
og hörpu og ég kom til íslands.
Hörpuleikarinn hefur sig til
skýjanna, í þyrlu
Ég dvaldist í nokkrar vikur hjá
foreldrum hennar og fann mér svo
fbúð og vinnu. Ég byrjaði að leika á
Naustinu en hætti þar eftir fyrsta
árið og hóf að spila með brúðu-
leikhúsi Hallveigar Thorlacius og er
enn að spila með brúðuleikhúsinu
en við höfum farið víða um landið
með sýningar og til Grænlands. Svo
hef ég verið að kenna fslenskum
börnum hörpuleik. Ég hóf sjálf
hörpunám þegar ég var sex ára. Þá
hafði ég farið með móður minni á
tónleika þar sem verkið Ceremony
of Carrols eftir Britten var leikið á
hörpu og sungið af barnakór og
ákvað strax að ég yrði að læra á
hörpuna. Flugnámið hóf ég
svo hér á íslandi 1997, lauk einka-
flugmannsprófi hér og í Frakklandi
og hóf svo þyrluflugmannsnám.
Þyrlan hefur það fram yfir flugvél-
ina að hún flýgur hægar og mýkra.
Þyrlu getur maður lent hvar sem er
og flogið henni af miklu meira
frelsi. Nú er ég í Flugskóla íslands
að taka atvinnuflugmannspróf á
þyrlu. Þyrluflug og hörpuleikur fer
mjög vel saman. Allt sem maður
lærir þarfnast æfinga og ánægjan
liggur í því að ná árangri. Maður
þarf að nota allan líkamann til
verksins. Ég verð að taka á öllu sem
ég á til að fljúga vel eða spila vel.
Ég verð þó að segja að það er miklu
auðveldara að fljúga þyrlu en spila
á hörpu. Það tók mig ekki nema ár
að læra að fljúga þyrlu en nítján ár
að læra að spila á hörpu. Auk þess
þarf að setja tilfinningu í hörpu-
leikinn og það er alls ekki einfalt.
Hins vegar ef þú gerir mistök f
þyrlufiugi liggur lífið við en maður
deyr ekki ef maður slær á rangan
streng. Það er þó sama tilfinningin
sem hvetur mig bæði til þyrluflugs
og hörpuleiks, að ná stjórn á verk-
inu, nota hugann og líkamann,
senda rétt skilaþoð til handa og
fóta með réttum áherslum, að ná
stjórn á tækinu. Ég myndi vilja hafa
bæði hörpuleik og þyrluflug að
atvinnu. Ég get ekki hugsað mér að
gera annaðhvort af áhuga-
mennsku því maður fer ekki alla
leið nema maður geti haft við-
fangsefnið að atvinnu. Mér
finnst ég hafa byrjað að spila
fyrir alvöru á hörpuna þegar
ég þurfti að spila fyrir
lífinu, afkomu minni. Ég
reyni þó að ráðgera ekki
framtíðina því það
hefur lítinn tilgang. Öll
form breytast hvort
eð er. Ég veit því ekki
hvar ég verð stödd í
framtíðinni, við
sjáum þara til.
Mynd: Laura Valenlíno