Vera - 01.10.2000, Side 42
Það eru fræ að spíra ofan í moldinni, frh. af bls. 36
hennar. Annar segir að stúlkan virðist ekki haldin per-
sónuleikaröskunum, né alvarlegum geðtruflunum.
Högni Óskarsson geðlæknir mat sérfræðigögn héraðs-
dóms fyrir Hæstarétt. Hann sagði niðurstöður sér-
fræðinganna ekki renna stoðum undir trúverðugleika
stúlkunnar þar sem..vísindarannsóknir á fórnarlömb-
um kynferðislegrar misnotkunar sýni að tengsl séu á
milli alvarleika misnotkunar og geðrænna og félags-
legra afleiðinga." í dómnum má einnig greina
áðurnefnda tortryggni gagnvart stúlkum og konum því
að stúlkan var sett í umfangsmikla rannsókn til að
„...rannsaka hvort fyrir hendi væru aðstæður sem
kynnu að vera til þess fallnar að rýra sönnunargildi
framburðar stúlkunnar." Tekin voru við hana þrjú
viðtöl, sett fyrir hana tólf sálfræðipróf auk þess sem
hún gekkst undir geðheilbrigðisrannsókn. Hún sat
einnig fjórtán viðtöl hjá félagsráðgjafa. Sjá má að
frávik í kynlífshegðun eru sveipað dulúð. Ásgeir
Karlsson geðlæknir segir föðurinn haldinn gægju-
hneigð sem flokkuð er F65.3 í geðlæknisfræðunum en
fólk sem káfi og þukli á unglingsstúlkum innan klæða
sé flokkað á annan hátt. í dómnum má greina mýtur
sem femínistar reyna að uppræta. Föðurnum er lýst
sem meðalmanni á hæð, grannvöxnum og vel á sig
komnum líkamlega og að ekkert sérkennilegt sé við
útlit hans né hegðun. Þetta gæti tengst hugmyndum
um að karlar sem fremja sifjaspell tilheyri lágstétt og
séu frávik frá norminu. í niðurstöðu Hæstaréttar kom
fram að ekki væri hægt að líta framhjá ástúðlegu bréfi
dótturinnar nokkrum árum áður en hún kærði hann.
Samkvæmt ritum femínista finnast flókin til-
finningatengsl í sifjaspellamálum þar sem börnum
þykir vænt um uppalendur sína og hafa ekki fullan
skilning á þvf hversu óviðeigandi atlotin eru.
Niðurstöður
Það misræmi sem leitað var svara við í upphafi virðist
stafa af því að sú þekking sem almenningur, femínistar
og félagsráðgjafar hafa á sifjaspellum er ekki sú sama
og tekin er gild í dómssal. Kröfur réttarkerfisins virka
þvf sem óyfirstíganleg hindrun í meðferð sifjaspella /
blóðskammarmála. Ástæða þess af hverju svo fá mál
sem koma upp á yfirborðið enda með sakfellingu
tengist kröfum um lögmæta sönnun, því þeir fagaðilar
sem sérhæfa sig í meðhöndlun sifjaspellamála
tilheyra ekki þeirri þekkingu sem telst vísindaleg og
vægi þeirra er því ekki metið sem skyldi.
Réttlætiskennd almennings er því misboðið þar sem
túlka má að mál af þessu tagi séu álitin léttvæg innan
réttarkerfisins, ómöguleg að sanna og óyfirstíganlega
flókin.
Valgerðir, Kristján, Katrín Björg og Anna
má nefna starf með ungu fólki, sem er nauðsynleg
forsenda þess að þróunin verði í takt við tímann."
Við þessa stefnumótun segist Valgerður vilja bæta
sínum óskaverkefnum sem eru að rannsaka hvað hefur
áhrif á viðhorf okkar og mynd okkar af heiminum og
þar með sjálfmynd okkar, og viðheldur mismunun
kynjanna. „Ég er þar m.a. að hugsa um tungumálið,"
segir hún „en íslenskan er afar kyngreint og karllægt
tungumál og mótar viðhorf okkar og sjálfsmynd
ómeðvitað. Á sama hátt langar mig að rannsaka hvaða
áhrif trúarviðhorf hafa á stöðu kynjanna. Kynjamótun
tengist líka bókmenntunum og öllu sem við lærum.
Það þarf því að koma á kynjafléttun í skólakerfinu,
fræða nemendur allt frá leikskólaaldri um það sem
hefur áhrif á mismunandi stöðu kynjanna. Skrifstofa
jafnréttismála var komin áleiðis með gerð handbókar
fyrir skóla og við munum halda áfram vinnu við hana
en eigum eftir að samræma efnið nýjum jafnréttis-
lögum. Sama á við um handbók fyrir trúnaðarmenn á
vinnustöðum. Brynhildur G. Flóvenz lögfræðingur,
sem vann bókina fyrir Skrifstofu jafnréttismála á
sínum tíma, mun aðstoða okkur við það verk og við
munum ráða fleira fólk til einstakra verkefna,. Á tímum
tölvu- og fjarskiptatækni opnast ýmsir möguleikar til
nýrra vinnubragða og þá munum við örugglega nýta
okkur. Það er ekki nauðsynlegt að við sitjum alltaf öll á
sömu skrifstofu til að vinna saman. Eins og ég sagði
áðan tel ég að eitthvað nýtt sé að fæðast í jafnréttis -
og kynjahugsuninni. Mér finnst t.d. mjög spennandi
það sem hefur verið að gerast hjá Veru eftir að hún er
orðin sjálfstætt fyrirtæki sem er ekki tengd ákveðnum
stjórnmálahópi. Með þessu skapast spennandi sam-
starfsmöguleiki fyrir okkur öll sem erum að vinna að
jafnréttismálum ef við nýtum okkur þennan vettvang og
myndum torg fyrir skoðanir okkar. í svona litlu landi
eigum við að sameinast um þau tæki sem við höfum
aðgang að í starfinu að þessum mikilvægu málum, í stað
þess að skapa togstreitu," segir Valgerður að lokum.
Vam